Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 12
56 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. l;’. Iíi m m i Séra Jón Bjarman fangaprestur: „Mig rak i rogastans þegar óg sá umfjöllun fjölmiðla og viðbrögð ibúa i Teigahverfinu/' Samhjálparstefna ff ríkir á Islandi” „Mig rak í rogastans þegar ég kom heim um daginn og sá hver viöbrögð íbúa í Teigahverfi höföu orðið við fyrir- huguðu meðferðarheimili Verndar í hverfinu — og skrif fjölmiðla ollu ekki minni undrun,” sagði Jón Bjarman f angaprestur í viðtali við DV. „Ég var að koma af samráðstefnu fangelsis- og fangapresta í Genf sem haldin var á vegum Lútherska heims- sambandsins til undirbúnings sjöunda heimsþings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn afbrotum og um meðferð fanga.” A samráöstefnunni, sem séra Jón Bjarman sat, hittust fimmtíu fulltrúar frá 20 þjóðlöndum. ,Við fanga- og fangelsisprestar á Norðurlöndum höfum hist og boriö saman bækur okkar um nokkur undan- farin ár, en hingað til hefur slík alþjóð- leg rástefna, sem þessi í Genf, ekki verið haldin. Það voru reyndar þessir fundir okkar Noröurlandamannanna sem voru kveikjan aö ráðstefnunni.” Starf Verndar vakti athygli „Við fjölluðum m.a. um svokölluö meðferðarheimili sem Nýsjálen " eru að koma á fót. Ég sagði _______ starfi félagasamtakanna Vern nefndi að í því starfi skipti mjog um árangur —tilgóðs. Þannig var að fyrir fjórum árum sendu fangar fyrirspurn inn á aðalfund Vemdar og spurðu hvort þeir mættu ganga í samtökin. Það var athugað og síðan lýst yfir að það væri sjálfsagt mál. Það reyndist vera mikið heillaspor. Þar með fóru fyrrverandi fangar að hafa hönd í bagga varðandi rekstur meðferðarheimilisins. Þeir þekktu auðvitaö þörfina manna best og veru- legur árangur kom fljótt í ljós. 1 ein fjögur ár hafa fastur starfsmað- ur og hússtjóri verið fyrrverandi fang- ar. Þeir hafa alveg mótað andann og verið mjög kröfuharðir. Um svipað leyti og þetta var réðst fyrrverandi fangi sem félagsmálafulltrúi á skrif- stofuVerndar. Útlendingar undrandi Það vakti verulega athygli þegar ég sagði frá þessu nýja fyrirkomulagi á starfi Vemdar á ráðstefnunni í Genf. Það kom mér á óvart hvaða undrun þessi frásögn min vakti. Ég hafði ekki sjálfur gert mér grein fyrir því að þetta væri svona merkilegt. En auðvit- að verður árangur meiri þegar unnið er með föngum en ekki með þá. Meðferðarmál fanga á Islandi hafa tekið stórstígum framförum síðustu árin. Og það sem hefur blásið byr í seglin er ákveðin hugarfarsbreyting sem hér hefur orðið. Félög eins og SÁÁ hafa haft mikla þýðingu. Og ég vil einnig nefna Samhjálp hvítasunnu- manna. Þetta allt hefur gefið fyrrver- andi föngum nýja von um að það sé -einhver meöferð til — að það sé stuön- ings að vænta. Samhjálparstefna á íslandi Það er ríkjandi samhjálparstefna á Islandi,” sagði séra Jón Bjarman. „Og sú samhjálparstefna er með þeim hætti að það eru gerðar kröfur — það er ekki um neinn undanslátt að ræða, það eru gerðar kröfur til þeirra sem þiggja aöstoð samfélags og félaga- samtaka. Vegna þess hve vel starf Verndar hefur gengið rak mig í rogastans þegar heim kom frá útlöndum og ég frétti af viðbrögðum fólks við meðferðarheim- ilinu í Teigahverfinu. Þar er verið að ýta vanda frá sér. Ég trúi því ekki að um sé að ræða ótta við fyrrverandi afbrotamenn. Fólk er fremur að fria sig ábyrgð, skjóta sér undan því að horfast í augu við þá sem á einhvern hátt hafa lent á skjön í sam- félaginu. En þessi fangamál eru hluti okkar samfélags og á þeim þarf aö taka. Fangavist bætir fáa Það var inntak í máli manna á ráð- stefnunni í Genf að fangelsisvist bæri sjaldan árangur. Það væri eftirmeð- ferðin sem helst gæti skilað árangri — hjálp eftir fangelsisvist. Nú er fangahjálp ekki nýtt fyrir- brigði. Félagasamtökin Vernd hafa verið til hér síðan 1959, en það hefur verið með ýmsu móti hvernig slík heimili haf a verið rekin. ’ ’ Jón Bjarman sagði að Vernd og fangar berðust nú fyrir því að fangar fengju að búa á heimilum á meöan þeir tækju út sína dóma — og stunda jafn- framt vinnu. Annaö baráttumál er að fangar fái leyfi — en fangaleyfi hafa verið tiðkuö lengi í nágrannalöndum okkar. „Þessi leyfi frá fangelsinu eru ný- lega lögfest — en það stendur á fram- kvæmdinni. Sömuleiðis hefur það verið lögfest að fangar skuli hafa leyfi til aö stunda nám utan fangelsis. Þetta hvort tveggja hefur verið í gildi og stundað annars staöar á Norðurlöndum um árabil — og hér í tilraunaskyni. Til- raunimar með þetta hér hafa gengið mjög vel. Enginn fanganna, sem leyfi hafa fengið, hefur brugðist trausti.” Fangelsisvist fyrir ölvunarakstur Hér á landi eru fangelsi bæði fá og smá — smá ef miða skal við þau stóru fangelsi sem til eru í f jölmennari lönd- um. Séra Jón Bjarman sagði að yfir- leitt væri talið að best væri að fangelsi hýstu ekki fleiri en fimmtíu manns. Fangelsið aö Litla-Hrauni tekur ekki við fleiri en fimmtíu og tveimur. Og önnur fangelsi á Islandi eru minni. En í þessum fangelsum sitja menn sem hlotið hafa dóma fyrir ýmiss kon- ar afbrot. Þar eru innbrotsþjófar, gjarna ungir að árum þvi fátitt er aö fangar séu mikið eldri en þrítugir. „Það er eins og afbrotahneigð fari af mönnum með aldrinum,” sagði séra Jón. Og við hhð þeirra eru kannski menn sem uppvísir hafa orðið að auðg- unarbroti — kannski gripnir seint og um síðir, þá komnir á miöjan aldur. En það er þó reynt aö hafa þá á Kvía- bryggju. Og svo eru þeir sem fengið hafa fangelsisdóm fyrir að aka bíl ölv- aðir. Til skamms tíma gátu þeir sem fengu fangelsisdóm vegna ölvunar- aksturs fengið dómum sinum breytt í fjársekt. Sú heimild hefur nú verið af- numin — og drukknir ökumenn, sem lögreglan kemur höndum yfir, geta nú eins búist við því að þurfa að dúsa í grjótinu einhvern tíma — væntanlega í betrunarskyni. -GG. Winston Churchill — myndin tek- in 1904. Hann stjórnaði nú ekki siður með sverði en penna. Orð sem ekki gleymast Á baksíðu helgarblaðs DV í dag er fjallaö um orðlist og stjómmálamenn, ræðuskörunga fyrri tíma og sjónvarps- þvogl nútimans. „Guð gaf manneskjunni orð í munn til þess að hún gæti leynt hugsun sinni,” sagði Talleyrand einhvem tíma. Og vissulega virðist stjómmála- mönnum oftlega takast vel upp að dylja hugsun sína, þegar þeir taka sér orð í munn. Og oft er þetta gert með því einu að nota svo mörg orð, að áheyrendur hreinlega drukkni. En þeir eru enn til, stjórnmála- mainimir sem geta komið fyrir sig orði. Það var þannig sagt um Adlai Stevenson, sem tapaöi í forseta- kosningum gegn Eisenhower (sem sumir sögöu að hefði varia kunnað að tala) að hann notaði orðin eins og væri hann að skylmast — oft eins og stæði hann fyrir sýningu í fimlegri og hraðri hugsun. Stevenson sagði einhvem tíma um sjálfan sig að hann væri „besti forseti sem Bandaríkin hafa aldrei haft”. Hann var þingmaður í mörg ár — og þótti mörgum súrt í broti þegar hann varð að lúta í lægra haldi fyrir golf- leikaranum vinsæla, miðlungs- manninum Eisenhower — sem, eins og Reagan, notaði tímann í Hvíta húsinu tilað hvílasig. Ádlai Stevenson var í framboði bæði 1952 og 1956 og beiö afhroð í bæði skiptin fyrir Ike. Þegar honum skildist að kosningabarátta hans 1956 var einnig farin fjandans til, breytti hann baráttunni í einhvers konar sýningu á sínum eigin gáfum og hnyttni. Eftir einhverja kappræöuna gegn repúblíkönum sagði Stevenson: „Ef þiö hættið að breiða út lygar um mig, þá lofa ég aö hætta aö segja sannleikann um ykkur! ” Winston Churchill gat bitið frá sér, ekki síöur en Stevenson. Einhvern tíma var það í þinginu, að umræður í Neðri málstofunni höfðu hitnaö mjög, og kona ein úr hópi þingmanna reis á fætur og æpti aö þeim gamla Churchill: „Herraminn! Þéreruðkóf- drukkinn!” Churchill, sem var nýkominn úr mat og haföi visulega fengið sér neöan í því, bæði með matnum og kaffinu, leit upp yfir blöðin sem hann var með í höndunum og sagöi: „Já, frú, það kemur heim. Og þér, þér eruð ljót. En ég — ég verð orðinn allsgáður snemma í fyrramálið.” Vel svarað? Já — en getur víst ekki talist sérlega kurteislegt. Þeir Churchill og Stevenson eru báðir horfnir af pólitískum vettvangi. Og fjölmiðlafræðingarnir farnir að kvarta undan því að þeir sem við hafa tekið séu varla talandi. Það er umræða sem hefur skotið upp kollinum hér á landi — og sumir pólitíkusar farnir að smeUa fingrum þegar þeir lýsa eigin hæfileikum. -GG. Adlai Stevanson — besti for- setlnn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.