Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Side 16
60
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
Jonah Roberts var einstaklega var-
færinn maöur. Þegar okkar saga ger-
ist, var hann orðinn miöaldra, 46 ára —
og til þess tekið hversu sómakær hann
væri og hægur, einlægur fjölskyldu-
maður, giftur og þriggja sona faðir —
og sívinnandi.
Hann bjó í Edwardville í Pennsyl-
vaníu, starfaði þar sem vélstjóri í
Barre-verksmiðjunni.
Dag nokkum var hann á leiðinni
akandi að sækja Mary, konu sína og sá
tvær mannverur standa við vegar-
brúnina. Jonah hafði heyrt, eins og
aðrir — að varasamt gæti verið að taka
puttamenn upp í bílinn. Hann hafði
margoft lesið um það í blöðum, að oft
réöust puttaferðalangar á ökumenn —
og reyndar höföu nýlega verið framdir
hryllilegir glæpir, sem raktir höfðu
verið til puttaferðalanga. M.a. hafði
frést af heilli fjölskyldu úr nágranna-
bæ Jonah, sem hafði verið myrt.
En Jonah hægöi ferðina. Þetta var í
júni og kvöldin voru björt, þannig að
hann gat virt mennina tvo vandlega
fyrir sér. Þeir virtust ungir, varla af
menntaskólaaldri, virtust raunar vera
dæmigerðir skólastrákar frá góðum,
amerískum heimilum — á leið heim í
sumarleyfi.
Hann stöðvaði því bílinn og opnaði
afturdyr.
„Eruð þið að fara langt?” spurði
hann, þegar þeir klifruðu inn.
„Jamm,” svöruðu þeir.
Næst þegar Jonah opnaði augun
horfði hann framan í hóp rannsóknar-
lögreglumanna, sem beygðu sig yfir
hann. Hann lá í rúmi á Aðalsjúkrahús-
inu með skotsár í öxl og alvarlegt
taugaáfall.
Jonah hafði verið í taugalosti þegar
sjúkrabíllinn kom með hann að kvöldi
þess 10. júní, en hann mundi samt eitt-
hvað af því sem gerst hafði. Og Louis
G. Feldmann lögreglumanni fannst
saga hans eiginlega ósköp venjuleg.
Puttamennirnir voru tveir, sagði
Jonah, og annar þeirra otaði skamm-
byssu að honum, neyddi hann til að aka
út í vegarkantinn utan við bæinn. Þar
gerðu þeir sig líklega til að taka Mary
með valdi, en hún hafði komið í bílinn
til hans, nokkrum mínútum áður en
hann hitti puttamennina.
„Hvað gerðist nákvæmlega, Jonah,
geturðu sagt okkur það?” spurði Feld-
mann. Þrír dagar voru liðnir frá
atburðinum og Jonah var farinn að
jafna sig af taugalostinu. „Voru þeir
báðir meðbyssur?”
„Já.”
„Og annar þeirra var í aftursætinu
með konunniþinni?”
„Já.” Hann hugsaði sig um, bætti
svo við: „Þegar við höfðum ekið
stundarkom, létu þeir mig stöðva bíl-
inn og annar þeirra sagöi Mary að
koma aftur í til sín. Hinn kom fram í til
mín.”
„Ogsvo?”
„Svo ókum við spottakom og nærri
Þjóðgarðinum sögðu þeir mér að
stoppa bilinn og ráku mig út. Annar
þeirra kom út með mér. Hinn var kyrr
í bílnum með Mary. Svo æpti hún allt í
einu og ég hljóp að afturdyrunum.”
„Sástu hvað var að gerast?”
„Nei, það var of dimmt. Sá sem var
utan viö bílinn greip í mig, en ég slapp
frá honum. Þá skaut hann á mig. Og
hann skaut mörgum skotum, en ég
fann aðeins fyrir einu... fleira man ég
trauðla. Ég man þó að ég reis á fætur
og ætlaði að bílnum, en þá voru þeir
farnir. Eg leitaði ekki að þeim. Allt var
i móðu fyrir mér... bíliinn stóð þarna,
ég komst undir stýrið. En lyklarnir
voru horfnir, en einhvern veginn
mundi ég eftir varalykli undir fram-
sætinu, teygöi mig niður og fann hann.
Eg ræsti bílinn og ók eitthvað. Svo leið
égútaf.”
„Mennirnir tveir — geturöu lýst
þeim frekar?” spuröi Feldmann. „Við
verðum aö f á lýsingu á þeim. ”
Jonah hafði áður sagt lögreglunni að
puttamennirnir hefðu verið ungir,
kannski tvítugir og virtust snyrtilegir,
stuttklipptir, nánast dæmigerðir
„mömmudrengir” úr góðum skóla.
„Það var þess vegna sem ég tók þá í
bílinn,” hafði hann sagt...
En nú reyndi hann að gefa nákvæm-
ari lýsingu: „Annar þeirra var í brún-
um sportjakka. Sá var lægri í loftinu.
Og var með regnkápu á handleggnum.
Hinn var dökkhærður... sá sem fór
aftur í til Mary... ég man lítið eftir
honum. Kannski getur Mary sagt ykk-
ur eitthvað um hann...”
Þögn.
„Hún man alltaf eftir andlitum,”
sagði Jonah.
Þeir sögöu honum þá aö Mary væri
látin. Og að þeir hefðu fundið lík
hennar í aftursæti bílsins fyrir þremur
dögum. Hún hafði verið skotin tvívegis
í höfuöið.
Mary Roberts var jarðsett daginn
eftir. En Jonah var enn svo illa á sig
kominn andlega, að læknar bönnuöu
honum að fara í jarðarföriría.
Feldmann og menn hans hófu nú
umfangsmikla leit. Og þaö leiö ekki á
löngu áður en hinar miklu mannaveið-
ar sem Feldmann stjómaði, skiluðu
árangri. Feldmann kom með tvo
hrædda unglinga til Jonah, þar sem
hann var á spítalanum að jafna sig.
Jonah sat uppi í rúminu og horfði á
unglingana.
„Eru þetta mennimir? ” spurði Feld-
mann.
Þeir voru ekki réttu mennimir.
Sennilega á sama aldri, en alls ekki
likir hinum tveimur. „Mér þykir þaö
leitt, en þetta eru ekki mennimir,”
sagði Jonah. Sá stóri sem fór í aftur-
sætið með Mary var með yfirskegg, en
þótt hann hefði auðvitað getað rakað
það af sér, þá — ”
„Yfirskegg!” gólaði Feldmann.
„HvíJ fjáranum sagðirðu það ekki
fyrr?”
„Eg mundi bara ekki eftir því fyrr
en einmitt núna. Eg mundi það
þegar... þessi drengur kom inn og ég
reyndi eins og ég gat að sjá andlit
morðingjanna fyrir mér.”
„Ef þú skyldir skyndilega minnast
einhvers til viðbótar, gerðu það þá
fyrir mig að segja mér frá því! ”
Daginn eftir sendi Feldmann út nýja
lýsingu á öðrum morðingjanna og
bætti nú við yfirskeggi.
Og svo var bara að bíða og athuga
hvað leitarmenn hefðu upp úr krafs-
inu. Og þeir fengu að bíða.
Bráðlega voru menn farnir að tala
um þennan glæp sem enn eitt „lager-
morðið”, þ.e. morö sem fer í skrána
hjá lögreglunni og verður aldrei upp-
lýst.
Feldmann hafði sent menn til aö
spyrja fólk í nágrenninu þar sem
Jonah sagöist hafa stöðvaö bílinn til að
taka puttamennina með, hvort eitt-
hvað hefði heyrst þetta kvöld. En
enginn á svæðinu gat sagt neitt sem
varpaö gat ijósi á máliö.
Málið virtist vera að læsast í öng-
stræti þegar einn aðstoðarmanna Feld-
manns æddi inn á skrifstofuna til hans
og virtist ákaflega undrandi.
„Hvað er nú? ” spuröi Feldmann.
„Ég var að koma frá spítalanum,”
sagði lögreglumaðurinn. „Og þar
gerðist nokkuð skrítið. Jonah Roberts
var kallaður í símann. Eg hlustaði á
það samtal á hlerunarlínu. Það var
kona sem hringdi og sú var í öngum
sínum. Hún sagði Jonah að hann lygi
varðandi skotárásina, að þetta hefði
alls ekki gerst eins og hann lýsti. Svo
af vikuWÖÖ^ ' °9h;otki hau» nó
„OloHa^-^^umanna
„úniéWWutv^i
Eftit þatta uná Há*
sporO á-
Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál