Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 1
Bardagi banka og sparisjóða um spariféð: MINNSTl BAMINN BLÆS lÍT í VAXTASTRÍÐINU Sigurvegari í keppninni um inn- lánsfé í bönkum og sparisjóðum er Alþýöubankinn, frá ársbyrjun til loka júlí. Innlánaaukning í kerfinu varð 22,6% en í Alþýðubankanum, langminnsta bankanum, 38,5%. Sigur Alþýðubankans byggist al- gerlega á sérkjarareikningum með 8—9% vöxtum auk verðtryggingar og miklu hærri vöxtum á verðtryggð- um almennum innlánum en hjá öðr- um fram um mitt þetta ár. Alþýöubankinn hefur nú lækkaö vexti á almennu verðtryggðu innlán- unum í sama horf og almennt er boð- ið. En heldur 8—9% vöxtum umfram verðtryggingu á „stjörnureikning- um” fyrir unga, aldna og þá sem binda innlegg í tvö ár. Kostaboð Alþýöubankans leiða þó ekki til einhlítrar niðurstöðu. Hann hefur boðið langbesta ávöxtun á tékkareikningum og sömu og aörir hæstu á hlaupareikningum. Hjá Alþýðubankanum hafa innlegg á þessum veltureikningum aukist um aðeins 0,6% frá áramótum en 11,6% í heildarkerfinu. I öðru sæti í innlánakeppninni er Samvinnubankinn með 28,2%, Út- vegsbankinn er í þriðja sæti með 24,2%, Iðnaöarbankinn í því fjórða með 24,0%, sparisjóðirnir fimmtu með 23,8% aukningu innlána, í sjötta sæti er Verslunarbankinn með 21,2% og sjöunda Búnaöarbankinn nokkru lægstur með 18,7%. Lausafjárstaða bankanna er afar misjöfn. Eini bankinn sem átti lausa- fé í júlílok var Verslunarbankinn, 11 milljónir. Sparisjóðimir áttu hins vegar heilar 123 milljónir lausar. Al- þýðubankinn var 5 milljónir í mínus, Búnaöarbankinn 14, Samvinnubank- inn 49, Iðnaðarbankinn 85, Otvegs- bankinn 443 og Landsbankinn 1.041 milljón í mínus. Bankarnir eru þannig flestir að lána umfram innlegg og byggja það á yfirdrætti í Seðlabankanum ellegar erlendum lánum, þó mest yfirdrætt- mum. HERB. — Sjáeinnigbls.3 Pilturinn bíður björgunar á þaki bílsins.Hann var bæði kaidur og hrakinn þegar hjálp barst. Á innfelldu myndinni sjást lögreglumenn koma á gúmbáti til að bjarga piltinum. DV-mynd JGH Bíll þeyttist út í sjó á Akureyri í gærkvöldi: „Fljótir, fljótir, mér er svo kalt” — þrír piltar björguðust á undraverðan hátt Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DVáAkureyri: „Fljótir, fljótir, mér er svo kalt,” hrópaði einn þriggja pilta sem björg- uðust með undraverðum hætti þegar bíll þeirra þeyttist 10 metra út í sjó fram af Drottningarbrautinni á Akur- eyri í gærkvöldi. Tveir piltanna syntu í land. Þeim þriðja var bjargað af þaki bílsins sem var á kafi í sjó. Bíllinn, sem er af gerðinni Mercury Comet, flaut fyrst eftir að hann hafnaði í sjónum. En fljótlega byrjaði hann að sökkva með piltaha enn innanborðs. Tveir þeirra voru í öryggisbelti en tókst með snarræöi að losa sig úr þeim. „Ég hrópaöi til félaga minna að opna ekki dyrnar, heldur reyna frekar að skrúfa niður rúðurnar og skríða út um gluggana,” sagði ökumaður bílsins þegar DV ræddi við hann á heimili hans í gærkvöldi. Þeim tókst öllum þremur að komast út um glugga bílsins. ökumðaurinn og sá sem sat í aftursætinu brugðu á það ráö að synda í land. En sá sem var við hliö ökumannsins klifraði upp á húdd bílsins og þaðan upp á þak hans. Þar híröist hann kaldur og hrakinn í um tíu mínútur er lögreglan, á gúm- bát, bjargaði honum. Fjöldi manns safnaðist saman á Drottningarbraut- inni og fylgdist meö piltinum hírast á þaki bílsins úti í sjó. Ökumaður bílsins sagði í gærkvöldi aö hann hefði verið að fara fram úr bil þegar skyndilega birtist bíll á móti. „Ég sveigði snöggt yfir á hægri kant- inn aftur en viö það missti ég vald á bílnum þannig að hann fór aftur út á vinstri vegarhelminginn og þaðan út af veginum.” -EH. Kísilmálmverksmiðja: Búist við svari eftir2mánuði Nú er búist við að fyrirtækið Rio Tinto Zink svari því ákveöið eftir 6 til 8 vikur hvort það hefur áhuga á aö reisa kísilmálmverksmiöju hér á landi. Næsta mánudag er síöan fund- ur forráðamanna norska fyrirtækis- ins Elkem og Islendinga, í Osló. Aö sögn Birgis Isleifs Gunnarsson- ar, formanns stóriðjunefndar, er ekki búist við ákveðnu svari frá Elk- em í Osló, en gert er ráö fyrir að fyr- irtækið skýri betur frá hverjar óskir þess eru í sambandi við kisilmálm- verksmiðju. Undanfarið hefur Rio Tinto Zink verið að kanna möguleikana á að reisa verksmiðju hér. I gær var stödd sendinefnd frá fyrirtækinu til aö afla nánari upplýsinga. „Þeir eru á fullu að vinna í þessu og það er ljóst að áhuginn er mikill en spurningin er auðvitað hver hin endanlega niðurstaða verður,” sagði Birgir Isleifur. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.