Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. Norðmenn undirbúa hörpudiskveiðar íBarentshafi: Gætu skilad 50 þúsund tonnum r — Islendingar aðeins með 1500 tonn árlega Frá Lúðvík Berki Jónssyni, fréttarit- ara DV í Tromsö: Rúmlega 30 útgeröarmenn hafa lagt út í fjárfestingar sem samtals nema á annan milljarö norskra króna vegna nýsmíða eöa breytinga á eldri skipum meö hugsanlegar hörpudisksveiöar í Barentshafi í huga. Hafa fjárfestingar þessar valdiö miklu fjaörafoki í norskum dagblöðum undanfarnar vikur þar sem litlar upplýsingar hafa veriö fyrirliggjandi um stofnstærö og út- breiðslu á fyrirhuguöu veiðisvæði. Áætlanir útgerðarmanna hafa veriö kallaöar skýjaborgir og draumórar meðan sjómenn fullyröa aö skelin liggi í hálfs metra þykkum lögum á botninum. Yfirvöld hafa veriö gagn- rýnd fyrir aö ýta undir off járfesting- ar meö því aö veita ríkisstyrki til ný- bygginga sem nema allt aö 20 prósentum af kostnaðarverði. Mikil- væg rök norskra fiskveiðimanna eru aö verða fyrstir af staö til þessara veiða þar sem Barentshafiö sé aö mestu leyti opiö fyrir veiöiskipum frá öðrum löndum. Hefur þar aöallega veriö minnst á Islendinga og Færeyinga sem eru í verkefnaþörf fyrir skip sín. I ljósi nýrra útreikninga frá einum helsta fræöimanni Norömanna á þessu sviði, Jan Sundet viö sjávarút- vegsháskólann í Tromsö, birtir veru- lega yfir áformum skelveiðimanna. Hann hefur „giskaö” á stofnstærö, sem geti skilað árlega allt aö 40 til 50 þúsund tonnum af fullunninni vöru. Til samanburðar má geta þess aö ár- iö 1983 voru flutt út 1500 tonn af full- unnum hörpudiski frá Islandi. Sundet biður menn aö taka tölu sína meö fyrirvara, en leggur áherslu á aö um gríöarstórt veiöisvæði sé aö ræöa, eöa allt aö 10 þúsund ferkílómetra, sem hljóti aö gefa mikla möguleika. Ársframleiöslan af hörpudiski í dag í heiminum er um 125 þúsund tonn. Reyndar er ekki alveg um sömu tegundir aö ræða í öllum fram- leiöslulöndum. Sá munur skiptir þó litlu máli. Ef veiöarnar í Barentshafi veröa eins miklar og spáð er getur þetta haft mikil áhrif á markaöinn. Ameríkumarkaöurinn, sem er mikil- vægastur, stendur illa í dag og hefur veriö umtalsverö birgöasöfnun sem þó er talið aö minnki í byrjun næsta árs. Á móti kemur aö viö Noröur- Ameríku eru stofnar á uppleiö og má búast við aukningu þaöan á næstu ár- um. Einnig er víöa rætt um eldi á hörpudiski sem kemur þá sem viöbót. Trúlegt er aö öll þessi aukning á markaðinum komi til með að valda verðfalli sem getur haft alvarlegar afleiöingar á skelveiöar og vinnslu á Islandi og er því ráðlegt að vera á varöbergi og huga aö aukinni markaðskönnun nú þegar. Réttir í Borgarfirði Frá Snorra Kristleifssyni, fréttaritara DV í Borgarfirði: Það fer varla framhjá neinum að haustiö er komið, skólar að hefjast og allt að taka á sig nýjan blæ. Til sveita er tími gangna ogrétta og sláturtíö aö hefjast. Fréttaritari DV í Borgarfiröi brá sér í Fljótstungurétt og tók myndir. Til Fljótstunguréttar er smalað fé af Arn- arvatnsheiöi en þangaö reka bændur úr Reykholtsdals- og Hálsahreppi. Ævinlega er margt um manninn á rétt- ardaginn og á sunnudeginum þegar safnið er rekiö til réttar. Þá gera margir sér glaðan dag, syngja gamla slagara og hampa réttarpelanum. Þeir félagar Magnús i Stóra-Ási (með pelann) og Páll á Steindórsstöðum skemmtu sér vel i réttunum. DV-mynd Snorri. Hilmar B. Jónsson breytti isklumpi í víkingaskip í íslandskynningarveisl- um í Hollandi í síðustu viku. DV-mynd KMU. Víkingaskip höggviö i is með sporjámi I veislum þeim, sem íslenskir út- flutningsaöilar héldu í Hollandi fyrir viöskiptavini sína í tengslum viö ,eim- sókn forseta Islands í síöustu viku, vöktu sérstaka athygli listaverk sem höggvin höföu veriö í ís. Hilmar B. Jónsson, matreiöslu- meistari og ritstjóri Gestgjafans, geröi ísmyndirnar. Með sporjárni hjó hann í ís víkingaskip og stökkvandi fiska. Is- myndirnar notaöi hann til aö skreyta glæsileg veisluborð. Okkur er sagt aö þaö hafi tekiö Hilmar um þrjár klukkustundir aö höggva út eitt víkingaskip. Hann þurfti aö höggva út tvö skip fyrir þrjár veisl- ur. Eftir aðra veislu kom hann ísskip- inu í frysti til að þaö bráönaöi ekki svo aö þaö nýttist í þriöju veisluna. Islistaverk sem þessi eru ekki varan- legri en svo aö í veislusal, þar sem á annað hundrað manns eru, er óhjá- kvæmilegt aö hitinn inni bræöi eitthvað af ísnum. -KMU. Ashkenazy: Sáttur við Fíl- harmoníuna í Osló Samkomulag hefur náðst milli Vladimir Ashkenazy og Fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Osló aö hann leiki á tónleikum veturinn 1987/88. Missætti kom upp milli Ashkenazys og stjórnar hljómsveit- arinnar vegna þess aö forðast var aö láta landflótta Sovétmenn leika á tónleikum meö þeim mönnum sem eru í náöinni heima fyrir. Eftir aö upplýst var aö þessi regla var ekki upprunnin hjá stjórn hljómsveitar- innar heldur Sovétmönnum. tókust sættir á ný. Ashkenazy er því reiðu- búinn til samstarfs viö Fílharmóníu- hljómsveitina í Osló án frekari skil- mála. Níunda skákin í heimsmeistaraeinvfginu í bið: Skiptar skoðanir um biðstöðuna — Kasparov hleypti taflinu upp í lok setunnar Þung skák var tefld í Tsjaíkovskí tónlistarhöllinni í Moskvu í gær þar sem Karpov og Kasparov leiddu saman hesta sína í níunda sinn. Þeir tefldu heföbundinn spænskan leik og Kasparov, sem var meö hvítt, átti ívið þægilegra tafl framan af. Staöa Karpovs var hins vegar traust og langt fram eftir miðtaflinu einkennd- ist skákin af liðsflutningum á báða bóga að baki víglínunnar. Eftir 25 leiki var stórmeisturunum í blaöa- mannaherberginu fariö aö leiöast þófiö og fóru fram og fengu sér kaffi. Það var ekki fyrr en í lok setunnar sem leikurinn fór að æsast. Kasparov var fyrri til aö taka af skarið við mikinn fögnuð stórmeist- aranna á kaffibarnum sem klöppuöu honumlof ílófa. Er skáin fór í biö eftir 42 leiki var staðan mjög tvísýn. Kasparov hefur einhver sóknarfæri gegn svarta kónginum en staöa Karpovs er traust og hann hefur biskupapariö og frels- ingja á d-línunni. „Kasparov hefur hættuleg sókarfæri,” segir vinur okkar Jonathan Tisdall sem er frétt- aritari Reuters í Moskvu. Ekki eru allir á sama máli . Stórmeistarinn Gufeld telur svartan (Karpov) standa betur og fleiri taka undir hans orö. „Þaö er erfitt aö segja hvor stendur betur,” segir stórmeistarinn Averbakh. „Tekur 3—4 klukkustund- ir að komast til botns í stöðunni.” Aö- stoöarmennirnir hafa áreiðanlega átt annasama nótt. Annars vakti athygli aö Karpov kom of seint til leiks í fjóröa skiptið í röð. Margir telja aö það sé með ráö- um gert, ætlað að „fara í taugarnar” á mótherjanum. Áhorfendur voru um þúsund og gáfu skákmeisturun- um svipaöan skammt af lófataki viö upphaf skákarinnar. Hvítt: Garrí Kasparov. Svart: Anatoly Karpov. Sænskur Ieikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10.d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12.a4 h6. Breytir út af taflmennsku sinni í 5. skákinni þar sem framhaldið varð 12. —Dd7 13. axb5 ax5 14. Hxa8 Bx8 15. d5Ra5! o.s.frv. 13. Bc2 Rb8 Mun skarpari leiö er 13. — exd4 14. cxd4 Rb4 en Karpov telur ekki ástæöu til þess að hleypa taflinu upp aö óþörfu. 14. Bd3 c6 15. Rfl Rbd7 16. Rg3 Dc7 17. Bd2 g6 Á yfirboröinu er allt slétt og fellt en Jón L. Ámason í slíkum stööum er ætíö þung undir- alda. Kasparov tefldi byrjunina hraðar, haföi nú notað 20 mínútur en Karpov 47 mínútur. 18. Dcl Kh719. b3 Hann teflir eins og Karpov! Fram- hald eins og 19. h4 Bg7 20. h5 Rf8 21. Rh4 liggur beinna viö og líkist meira taflmennsku Kasparovs undir eðli- legum kringumstæöum. Hann má ekki viö því aö tapa skák. 19. — Bg7 20. Dc2 Rf8 21. Be3 Re6 22. Hadl Hac8 23. Bfl Bf8 24. Hd2 Db8 25. Dbl Ba8 26. b4 Bb7 27. axb5 axb5 28. Hedl Dc7 29.HclBg7. Skotgrafahernaöurinn í algleym- ingi. Kasparov á meira rými og á örlítið betra tafl. Hann þreifar fyrir sér og leitar færis á meöan Karpov bíöur átekta. 30. Hcdl Hcd8 31. dxc5 Loks tekur hann af skariö. Tvöföld hrókakaup og sókn gegn kónginum í undirbúningi. 31. — dxe5 32. Hxd8 Hxd8 33. Hxd8 Rxd8 34. c4 bxc4 35. Bxc4 Re8! Svona riddara átti Karpov einnig í 5. skákinni, sem hann vann. Fyrsti heimsmeistarinn, Steinitz, var fræg- ur fyrir aö leika mönnunum svona upp í borö og byggja varnarvirki. 36. Da2 Rd6 37. Bb3 Rb5 38. h4 Rd4! Karpov hefur bætt stööuna í síðustu leikjum. „I slíkum stööum dreymir svartan um leik eins og þennan,” sagði David Bronstein í blaöamannaherberginu. 39. Bxd4! ? exd4 40. h5 De7 41. Dd2 c5 42. Dc2 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh Og hér fór skákin í bið. Karpov (svart) hugsaöi í 6 mínútur um biö- leikinn. Ef 42. — cxb4, þá 43. hxg6+ fxg6 44. Dc4 meö máthótun og nær peöinu aftur. Staðan er mjög flókin og allt getur gerst. Þó virðast mögu- leikar Karpovs vænlegri. JLÁ. m A WlAít .....ii ■ M. »1 m f& 1 i&m |g§ & jg§ WW j Bfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.