Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Page 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. DV á villtasta sveitaballi landsins: „Ufe is me" íHöfða þegar fólk streymir inn f annan enda hússins koma jaf nmargir út bakdyramegin „Singe, jæjm, jibbi-jibbi-jæ. Og allar vorum við jómfrúr þegar við komum Réttarballiö í Höföa í Svarfaðardal er villtasta sveitaball landsins. Þaö er þjóöhátíöarball þeirra sveitunga og eina balliö á ári sem haldiö er í Höfða. Kofanum er haldiö spes viö bara fyrir þetta eina ball. Þaö er ekki þjóöhátíö nema einu sinni á ári. Það leynir sér ekki þegar rennt er í hlaöið aö þarna er villt f jör. Ungling- ar, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Allir eru á sveitaballinu og skemmta sér jafnvel. Og á þessu villtasta sveitaballi landsins teljast slagsmál til algjörra undantekninga. Meira aö segja lög- reglan getur haft það náöugt, þó hún auðvitað fylgist haukfránum augum með, svona úrpasslegri fjarlægð. Höföi er minnsta samkomuhús landsins. Þaö hýsir engan veginn þann fjölda sem kaupir sig inn á ball- ið. Skiptir samt engu máli, húsiö er nefnilega opiö í báöa enda, eins og Flokkurinn. Þetta er sérstök sjón. Þegar liðiö streymir inn í annan enda hússins má sjá jafnmarga koma út úr hinum endanum. Gegnumstreymi eins og það gerist best og þú átt þér enga von lendirðu í straumnum. Vín flýtur um allt húsiö, pelar í hvers manns rassvasa. Sumir hafa meö sér trekt og skella pelanum á borö sjoppunnar. Kólanu hellt beint á. Þetta er gömul aðferð í Höföa, en ný í Reykjavík, blöndun á staðnum. Ekki má gleyma hljómsveitinni. Þaö er engin önnur en sveit Pálma Stefár.ssonar. Hún er búin aö spila á réttarballinu svo lengi sem menn muna. „Pálmi fórnar öllu ööru til aö geta spilaö hér,” sagöi einn sveitunginn. I sömu andránni heyrðist Póimi gaula; allir í hringinn, darra da da da, dadadada. -JGH ■ Við innganginn DV-myndir JGH Allir í hringinn, darra da da da, dadadada. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hefur spilað á róttarballinu i Höfða svo lengi sem menn muna. „Pálmi fórnar öllu öðru til að geta spilað Og skömmu síðar bakdyramegin. Einstakt ball i þessu minnsta samkomuhúsi landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.