Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. 5 Hvað ætla þeir að gera á þinginu? NÝSKÖPUNIN ER EINS OG NÝJU FÖTIN KEISARANS — segir Guðmundur Einarsson í Bandalagi jafnaðarmanna „Viö munum halda áfram baráttu okkar fyrir breyttum stjórnarhátt- um. Viö munum í því sambandi bæöi flytja ný mál og endurflytja. Þaö eru mál eins og aöskilnaður valdhátt- anna, ábyrgö embættismanna og stjórnmálamanna og aukið lýöræði. Þá munum viö halda áfram aö vinna aö máli sem varöar aukin völd manna á heimaslóð. I því sambandi finnst okkur grundvallaratriöi aö menn hugsi ekki hvaö ríkið eigi aö láta af hendi til héraös og sveitar- stjórna heldur verði þetta þveröf- ugt,” sagöi Guömundur Einarsson, formaöur þingflokks Bandalags jafn- aöarmanna, um þaö hvaö hans flokk- ur hyggst leggja áherslu á á næsta þingi. „Viö höfum einnig undanfariö veriö að líta á mál eins og skattamál, tollamál og dagvistunarmál. Viö munum halda áfram aö leggja áherslu á atvinnumál og nýsköpun, sérstaklega hvað varöar smáfyrir- tæki. Sjálfstæöisflokkurinn stóð fyrir því á síöasta þingi að fella tillögu okkar um smáfyrirtæki. Ég geri ráö fyrir aö við munum leggja fram þessa tillögu í endurbættri mynd því aö þaö er ekki hægt aö láta þessa dáðadrengi í Sjálfstæðisflokknum monta sig af því aö þeir styöji fram- tak fólks og einstaklinga og vinni síö- an þveröfugt við þaö. Síöan er ljóst að nokkur mál veröa fyrirferðarmikil á þessu þingi. Þar má fyrst telja fiskveiöistefnuna sem „Við munum leggja áherslu á at- vinnumál og nysköpun," segir Guðmundur. væntanlega veröa harðar umræður um. Þá veröa skatta- og tollamál mikiö rædd og ekki síst vegna fjár- laganna og fyrirheita sjálfstæöis- manna um lækkun tekjuskatts. Þá veröa miklar umræöur um skólamál. Þaö er ljóst aö skólakerfiö getur ekki veriö óbreytt. Okkur hefur mistekist margt, eins og í sambandi viö virkjanir, togaramál og erlendar skuldir. Viö erum aö sjálfsögöu ábyrg í þessum málum og um leið af- urðir skólakerfisins. Þannig aö skólakerfiö getur ekki verið án þátt- töku ef þaö á aö fara ofan í saumana á orsökunum fyrir þessu. Þá veröur ekki komist hjá því að húsnæðismál veröi stórmál á þessu þingi. Nú er gífurlegur samdráttur í húsbyggingum og nauö þess fólks, sem þarf að byggja, mjög mikil. Ég held aö Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur haldiö uppi sjálfseignarstefnu og frelsi í þessum efnum, veröi aö gera sér grein fyrir því að þaö er hreint ekkert frelsi aö vera kross- festur meö óviöunandi skuldastööu vegna þess eins að menn vilja eign- ast húsnæöi,” sagði Guðmundur. Hann var einnig spurður um hvaö ætti eftir aö einkenna þetta þing öðru fremur. „Eg held að bæjarstjórnarkosning- ar verði stór þáttur í þinghaldinu, sérstaklega þegar fer aö líða á þing- iö. Umræðurnar um fjárlögin geta oröiö mjög harðar. Nú hefur þessi ríkisstjórn setið í tvö ár og menn hafa nú leyfi til aö spyrja um árang- ur. Ríkisstjórnin hefur þóst gera góöa hluti en samt er staöreyndin sú aö þaö hefur aldrei veriö jafnerfitt að koma saman fjárlögum og núna, aldrei veriö eins alvarlegt ástand í húsnæöismálum, og þessi svokallaða nýsköpun, sem ríkisstjórnin virðist vera með á heilanum, er ekkert ann- að en nýju fötin keisarans. I þessu sambandi hefur farið miklu meira fyrir oröum en geröum,” sagði Guð- mundur Einarsson. APH VETi ^annpríiaberóluntn Crla Snorrabraut 44. Sími 14290 SUMAR HAUST Margar stæröir af tilbúnum römmum og úrval rammalista. PÓStSendum. Snorrabraut44. Sími 14290 PÓSthÓlf 5249. ÁRSTÍÐIRNAR ,stærð 30 x 30, saumaðar með dökkbrúnu í Ijósan jafa, fjórar saman r _________pakkningu. Verð kr. 925,- SPREIMGJUVERD A: Hljómtækjum Feröatækjum Vasadiskóum Hátölurum Bíltækjum Allt að 60% afsláttur! BETA og VHS myndbandssnældur og hljómsnældur á ævintýralegu veröi ' ‘ Póstkröfusendingar afgreiddar samdaegurs SJÓNVARPS BUDIN Lágmúla 7 — Reykjavík Sími 68 53 33 fer hver aö verða síðashir érl VERÐIÐ í fullu gildi! System 708 Gamla verölð: E5j«50 Sprengju- verðið: 19.950

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.