Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Page 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. ITgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórriarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12-14, SlMI 686611 Auglýsingar:SlÐUMÚLA33, SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022 Slmi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 400 kr. Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Þjóðarsátt um kjaramál Bandalag starfsmanna ríkis og bæja segir upp kjara- samningunum. Blásiö er í herlúðra. I átök stefnir upp úr áramótum, þegar samningar verða almennt lausir. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði í viðtali við DV í gær, að þróun verðlags- og vaxtamála heföi gert það að verkum, að laun hefðu rýrnað nokkuð miðað við kaup- mátt í síðustu samningum í júní. Þetta er rétt. Verðbólg- an fer fram yfir þau rauðu strik, sem miðað var við í samningunum. Kristján sagði ennfremur, að farið væri að halla undan fæti og hann teldi, að til þyrfti að koma barátta fyrir kaupmáttartryggingu. Sú barátta verður erfið. Verðtrygging launa er óæski- leg. Hún tryggir, að verðbólgan verður mikil, en hún tryggir ekki kaupmátt launa. Það hefur reynsla fyrri ára sýnt og sannað. Komi ákvæði um slíkt inn í næstu samninga, vafalaust eftir hörð átök á vinnumarkaði, höfum við tryggt okkur nýja óðaverðbólgu, ef aö líkum lætur og stjórnvöld standa sig ekki betur en verið hefur í baráttu við veröbólguna. Kristján Thorlacius segir, aö forsætisráðherra hafi ekki staðið við þau loforð, sem hann hafi gefið launþegahreyf- ingunni, þegar samiö var síðast. Þetta er rétt. Ríkisstjórnin hefur hleypt veröbólgunni fram yfir þau mörk, sem við var miðað, þannig að kaup- máttur hefur minnkað hjá þeim, sem ekki hafa notiö góös af launaskriði, hækkunum umfram samninga. Nú þegar veriö er að segja upp samningum skulum viö athuga, hvert stefnir að óbreyttu. Það stefnir í baráttu launþegahreyfingarinnar fyrir kaupmáttartryggingu, verðtryggingu launa. Það stefnir fyrir þær sakir í hörð átök. I framhaldi af slíkum vinnudeilum segir reynslan okk- ur, að kauphækkanir verði uppsprengdar. Eftir fylgi gengisfelling og óðaverðbólga. Eftir komi einnig vaxtahækkun. Þá verður endanlega búið að eyða ávinningnum af að- haldsstefnunni, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir í upphafi ferils síns. Við vorum hætt komin fyrir ári. Þá var samiö um meiri kauphækkanir en atvinnuvegirnir þoldu. Öðaverðbólgan stóð fram yfir áramót en hjaönaði síðan nokkuð. Landsmenn fengu nýja von með samningunum í júní síðastliðnum. Þeir voru til skamms tíma — að vísu. En engu að síður voru þeir hófsamlegir. Þeir byggðust á nokkurs konar samkomulagi um, að verðbólgan færi ekki yfir ákveðin „rauö strik”. Eigum við ekki að reyna slíkar leiðir að nýju? Eigum við ekki að freista þess, að næstu samningar byggist á „þjóðarsátt”, þannig aö ábyrgir verkalýðsleið- togar og atvinnurekendur reyni enn að fá ríkisstjórnina til að gefa ákveðin fyrirheit um verðbólgu og standa við þau í þetta sinn? Fyrir þessu er örugglega nokkur grundvöllur meðal at- vinnurekenda og launþega. Vill nokkur kalla yfir sig nýja óðaverðbólgu? Ríkisstjórnin verður vissulega að hafa forystu í slikri „þjóðarsátt” í kjaradeilum. Hún verður meöal annars að sýna vilja í verki með því aö halda verðbólgunni í skef j- um, það, sem eftir er ársins. Enn er tækifæri. Verði það ekki notað, mætti taka undir með forsætisráðherra í tilefni annars máls, þar sem hann sagði, að stjórnin gæti þá siglt sinn sjó. Enn ber að gefa þessari stjórn tækifæri. Haukur Helgason. Kýrhalavísindi tveggja sveitamanna Gáfaöir menn hafa sýnt okkur fram á aö ekki sé hægt aö halda nú- tíma þjóðfélagi gangandi án gagn- kvæmra afskipta. Þaö er til dæmis ekki vinnandi vegur aö komast á bif- reiðum milli borgarhverfa án eins- hverskonar samkomulags um akst- ursmáta sem allir veröa aö hlíta. Á hinn bóginn þykir sæmilega upp lýstu fólki ekki nema sjálfsagt má aö hver og einn fái aö ráöa sínum bú staö, klæðaburöi, makavali, mat oj drykk og pólitískri skoðun. Og okkui finnst meö ólíkindum aö enn skul: finnast á Islandi þau nátttröll i mannsmynd sem telja sig þess um- komin aö ráðskast meö einkalíf okk- ar hinna, skipa fyrir um mat og drykk og aðrar lífsvenjur. Sjálfur hef ég fyrir lifandis löngu tekiö þá ákvöröun fyrir mína parta aö drekka hvorki bjór né aöra áfenga drykki, en mér hefur ekki verið veitt til þess vald, hvorki af himni né jöröu, aö ráöa drykkjarföng- um annarra. Mér finnst þaö afleit af- dalamennska aö öðrum landsmönn- um skuli ekki í sjálfsvald sett hvort þeir vilja mýkja kverkar sínar meö bjór eða keimlíkum vökvum. Tveir fáfróðir menn Þaö er vel kunnugt aö flestir Reyk- víkinga vilja hafa hér bjórstofur í gangi og reynslan af hinum nýju knæpum sannar aö viö erum fylli- lega menn til þess aö hafa þessháttar veigar með höndum, ekkert síður en aörar siðmenntaöar þjóöir. En Reykvíkingar mega ekki drekka bjór. Þeir mega ekki einu sinni drekka eftirlíkingar af bjór án meiri háttar bruggframkvæmda á staönum. Og þaö grátlegasta af öllu er sú staðreynd aö þaö eru ekki réttkjörnir fulltrúar okkar Reykvíkinga sem grípa þannig fram fyrir hendur okk- ar, heldur tveir fáfróöir menn utan af landi! Veganesti kýrhalavísind- anna Jón Helgason, þingmaöur Sunn- lendinga og núverandi dómsmála- ráðherra, og Ölafur Þ. Þórðarson, sem er kosinn á þing af fáeinum framsóknarmönnum vestur á fjörð- um, hafa tekist á hendur aö stemma BALDUR HERMANNSSON BLAÐAMAÐUR legt veganesti til forna, en hrekkur ekki langt í siömenntuðu borgarsam- félagi. Bæjarlækur og beljuhland Mér er ekkert kappsmál aö troða skinnskóna af þeim Jóni og Olafi. Eg læt mér í léttu rúmi liggja hvernig lífi þeir lifa, hvaö þeir slafra í sig af mat og drykk og hvort þeir lifa lengur eöa skemur. En þaö er fullkomlega óverjandi og óviðunandi aö þessir tveir menn skuli komast upp með þaö rétt eins og hvert annaö fjandsamlegt her- námsliö aö koma hingað suöur, rigsa hér um strætin meö valdsmanns- þótta og skipa Reykvíkingum fyrir. Báðir eru þeir bindindismenn og forðast eins og helvíti sjálft að láta áfengi inn fyrir sínar varir. Þaö er út af fyrir sig allt í lagi og raunar ágætt, en hitt er verra aö menn sem ekki 0 „Nú æskjum viö þess aö fá almennilegan bjór á borðin og hvaö blöndun drykkja áhrærir þá höfum við ekki leitaö álits fáfróöra sveitamanna um þaö efni.” stigu fyrir framgangi bjórfrumvarps á þingi. Hvaöan þeim kemur sú sannfæring aö þeir séu til þess réttbornir og rétt- kjörnir aö ráöa drykk Reykvíkinga, þaö er hulin ráðgáta. Eins og aörir grunnhyggnir sveita- strákar löptu þeir Jón og Olafur í sig meö móðurmjólkinni þá bjargföstu barnatrú aö höfuðborg Islands væri viðbjóöslegt bæli lasta og spillingar þar sem hræröist aumkunarverður lýður, hrjáður af synd og lausungu, en sjálfir væru þeir konungbornir arfar hinna hraustu forníslendinga, þrútnir af þjóölegum fróöleik og heil- næmri sveitamennsku. I uppvextinum markaöist sjón- deildarhringur þeirra af fjóshaugn- um viö bæjardyrnar og f jallinu hand- an vogsins. Þeim var ekki kennt neitt um menningu nútímans. Lífsreynsla þeirra var öll af toga rollurassa og þorskhausa og þekkingu sína supu þeir þakklátir af brunnum kýrhala- vísindanna sem vissulega þótti bæri- hafa reynslu af öörum vökvum en bæjarlæk og beljuhlandi skuli trana sér fram til þess aö stýra drykkju siömenntaðra manna. Veldi sveitamanna Reynsla okkar Reykvíkinga af bjórknæpunum er mjög góö. Nú æskjum viö þess að fá almennilegan bjór á borðin og hvaö blöndun drykkja áhrærir þá höfum viö ekki leitað álits fáfróöra sveitamanna um þaö efni. Viö höfum ekki heldur áhuga á því að menn utan af landi skuli vaöa hér upp á dekk og skipa dólgslega fyrir um lífshætti okkar. Viö erum menn til þess aö ráöa okkar málum sjálfir. Og þegar bjórfrumvarpið veröur tekiö fyrir aö nýju þá skulum við gefa því gaum hvernig þingmenn okkar halda á spilum. Við skulum sjá hvort þeir halda fram okkar hlut til sjálfræöis eöa hvort þeim finnst allt í lagi aö sveitamenn ráöi. Baldur Hermannsson „Báðir eru þeir bindindismenn og forðast eins og helvíti sjálft að láta áfengi inn fyrir sínar varir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.