Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Blaðsíða 18
18
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985.
íþróttir
Góður sigur
hjáTBR
- á Evrópumeistaramóti
félagsliða íbadminton
Lið TBR í badminton vann í gær-
kvöldi góðan sigur í Evrópukeppni fé-
lagsliða sem fram fer í Þýskalandi
þessa dagana. TBR lék í gærkvöldi
gegn Smash frá Finnlandi og sigraði
TBR með sex vinningum gegn einum.
Þórdís Edwald, Elísabet Þóröardótt-
ir og Wang Junjie unnu sína leiki í ein-
liðaleik en Guðmundur Adolfsson tap-
aði. í tvíliðaleik sigruöu þau Kristín
Magnúsdóttir og Þórdís Edwald og
Sigfús Ægir Árnason og Jóhann Kjart-
ansson andstæðinga sína. Og sjötti
vinningurinn kom þegar þau Guö-
mundur Adolfsson og Kristín Magnús-
dóttir sigruðu andstæðinga sína í
tvenndarleik. íslenska liðiö heldur
áfram keppni í kvöld og leikur þá gegn
frönsku meisturunum og verður fróð-
legt að sjá hvort sigurganga TBR held-
uráfram. -SK.
Fjorir leikir
um helgina
Fjórir leikir fara fram um helgina í
1. deildinni í handknattleik og þar af
ieikur KA frá Akureyri tvo þeirra.
Á morgun leika FH og KR í Iþrótta-
húsi Hafnarfjarðar og hefst leikur
liðanna klukkan tvö. Klukkan kortér
yfir þrjú mætast Víkingur og Fram í
Iþróttahúsi Seljaskóla en á undan leika
Þróttur og KA frá Akureyri, klukkan
tvö. Þar verður örugglega um hörku-
leik að ræða.
Síðasti leikurinn um helgina er svo
viðureign Stjörnunnar og KA en liöin
eigast við í Digranesi í Kópavogi
klukkan tvö á sunnudag. Næstu leikir
verða síðan á miðvikudag. Þá leika KA
og Valur á Akureyri, FH og Fram í
Hafnarfirði, Víkingur—Stjarnan og
Þróttur—KR í Laugardalshöllinni.
-SK.
• Konráð Jónsson skoraði 14 mörk i
siðasta leik Þróttar gegn FH. Hvað
gerir hann á morgun gegn KA?
Styrktarmót
íGrafarholti
Annað Aloha-styrktarmót fyrir
sveit Golfklúbbs Reykjavíkur, sem
tekur þátt í Evrópukeppni golfklúbba á
næstunni, fer fram á velli GR á laugar-
daginn og hefst mótið klukkan 10. Að
þessu sinni verður leikin punktakeppni
með fullri forgjöf.
Klukkan níu á laugardagsmorgun
hefst á sama velii haustleikur unglinga
og þar verður leikið svokallað „for-
some” fyrirkomulag.
Allir kylfingar eru hvattir til að
mæta og styrkja GR-sveitina.
-sk.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Eðvarð Þór á
8. besta tíma
íEvrópu í 100 metra baksundi
í gær var gefinn út listi yfir bestu
sundafrek Evrópumanna það sem af
er þessu ári. Þar kemur fram að ís-
lendingurinn Eðvarð Þór Eövarðsson
stendur mjög framarlega í 100 metra
og 200 metra baksundi.
Samkvæmt listanum á Eövarð Þór
8. besta árangurinn í 100 metra bak-
sundinu, tími hans 57,92 sekúndur.
Besta tímann á hins vegar Sovét-
maðurinn Igor Poliansky, 55,24
sekúndur.
I 200 metra baksundinu er Eðvarð
aðeins aftar á merinni, er í 22. sæti meö
tímann 2:05,77 sekúndur. Besta tíman-
um í ár hefur Igor Poliansky einnig
náð, 1:58,14 mínútur.
Af ofangreindu er ljóst að afrek
Eðvarðs á þessu ári eru sérlega glæsi-
leg og enn glæsilegri verða þau þegar
það er haft í huga aö hann æfir við væg-
ast sagt frumstæðar aðstæður.
Aðstæður sem þeir sem fyrir ofan hann
eru á listanum myndu örugglega ekki
sætta sig við.
-Sk.þ
„Verður að búa
hér á landi”
segir Ásgeir Ehasson, þjálfari Fram
„Því verður ekki á móti mælt að
Tony Knapp er sá landsliðsþjálfari
sem náð hefur bcstum árangri með
rslenska landsliðið í knattspyrnu.
Mér finnst öllu máli skipta hvernig
að ráðningu hans verður staðiö, ef af
hcnni verður,” sagði Ásgcir Elías-
son, þjálfari Fram, þegar hann var
spurður álits á Knapp.
„Mér finnst það alveg út í hött að
ráða landsliðsþjálfara sem búsettur
er crlcndis. Það á ekki að koma til
nokkurra mála að það endurtaki sig.
I.andsliðsþjálfarastarfið er fullt
starf. Og svo ræðst það af bolmagni
KSÍ hverju sinni hvort hægt cr að
ráða þjálfara í fulit starf eða ckki.
Það er sem sagt skoðun mín að
landsliösþjálfarinn eigi skilyrðis-
laust að búa hér á landi og þá að hafa
umsjón mcð jafnvcl tveimur lands-
iiðum. Atvinnumennirnir vilja altir
hafa hann áfram og þeir hljóta þá að
vera ánægðir mcð hann sem
þjáifara. Knapp hefur náð árangri
með landstiöið, sérstaklega á síöari
árum,” sagði Asgeir Elíasson. -SK.
l
l
1 Ásgeir Eliasson, þjálfari Fram.
I
„Vid megum ekki
flana að neinu”
I
I
segir Theódór Guðmundsson, þjálfari Þróttar |
„Það er frekar erfitt að tjá sig um
þetta mál. Það virðist vera komin
hálfgerð þreyta í þetta allt saman.
Knapp virðist hafa þcnnan hóp at-
vinnumanna, sem í landsiiðinu eru, á
bak við sig, þótt ótrúlegt sé,” sagði
Theódór Guömundsson, þjálfari
Þróttar.
„Ég tel aö það sé mjög mikilvægt
fyrir þá menn sem eiga að taka
ákvörðun um ráðningu næsta lands-
liðsþjálfara að hugsa málið vandlega
áður en ákvörðun er tekin.
Ég er búinn að þekkja Tony
Knapp lengi og er persónulega ekki
hrifinn af manninum. Honum hefur
með frekju og ýmsu öðru tekist að
færa okkur ofar í klassann, því
verður ekki á móti mælt. Þetta mál
er mikilvægt fyrir knattspyrnuna
hér á landi og mikilvægt er að flana
ekki að neinu. Við höfum nægan tíma
til að finna vel hæfan mann í þetta
starf,” sagðiTheódór Guðmundsson.
-SK.
• Theódór Guðmundsson
Þróttar.
Er rétt að
Það mál sem efst er á baugi hjá
knattspyrnumönnum sem stendur,
varðandi mál landsliðsins, er hvort
þjálfarinn breski, Tony Knapp, verði
endurráðinn. Um þetta er talað á nær
hverju götuhorni og sýnist sitt hverj-
um eins og gengur. Sumir eru yfir sig
ánægðir með Knapp en aörir finna hon-
um allt til foráttu. Já, hann hefur alltaf
verið umdeildur þjálfari, Tony Knapp.
Eins og skýrt var frá í DV í gær lýsti
Ellert B. Schram því yfir í hófi eftir
• Tony Knapp landsliðsþjálfari. Verður hann endurráðinn eða hættir hann
„Eg hef ekkert
á móti Knapp
77 i
i
— segir Jóhannes Atlason, þ jálfari Þórs Ak.
„Þetta fer eftir því hvað við crum standa rétt að þessum málum,”
að tala um. Knapp hefur náð góðum sagði Jóhannes Atlason.
árangri en hann er líka virkilega
sniðugur að auglýsa sig upp. Ég er
ekki viss um að Knapp hafi náð lak-
ari árangri með íslenska landsliöiö
en Guðni,” sagði Jóhannes Atlason
sem þjálfaði Þór frá Akureyri í
I
sumar.
„Knapp hreykir sér af því að hann
hafi séð tvo leiki hér heima í sumar.
Hann sá til dæmis leik Fram og
Akraness og ályktaöí eftir þann leik
að Ömar Torfason væri ekki nægi-
lega góður til að komast í landsliðs-
hópinn. Það gcngur auðvitað ekki að
landsliðsþjálfari sé búsettur erlend-
is. Þetta er cinsdæmi í heiminum. Ég
hef ekkert á móti Knapp og ef allir
eru ánægðir með hann þá er eflaust
rétt að ráða hann áfram svo framar-
lega sem hann hefur áhuga á því. En
ekki með þeim skilmálum sem verið
hafa í gildi undanfarið, það er að
hann verði áfram búsettur I Noregi.
Það cr ekki nógu gott. Það verður að
Sþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir