Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 28
40
DV. FÖSTUDAGUR27. SEPTKMBER1985.
Helgi Karlsson, Vallargötu 21 Sand-
gerði, sem andaðist á sjúkrahúsi
Keflavíkur 20. þ.m.,verður jarðsung-
inn frá Hvalsneskirkju laugardaginn
28. þ.m. kl. 14.
Hansína Ágústa Sigurðardóttir lést 19.
september sl. Hún fæddist 8. ágúst 1902
á Stokkseyri. Foreldrar hennar voru
Sigurður Hannesson og kona hans,
Guðrún Magnúsdóttir. Hún giftist Jóni
Símonarsyní bakarameistara, en hann
lést áriö 1978. Þau hjónin eignuðust
þrjú börn. Utför Hansínu verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Guðrún Rútsdóttir hjúkrunarkona er
látin. Hún fæddist 13. júlí 1912 á
Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu,
Dóttir Finnboga Rúts Jónsonar og
Marenar Ragnheiður Friðrikku Lárus-
dóttur. Guðrún giftist Jafet Ottóssyni
og eignuðust þau eina dóttur. Guðrún
lauk námi í hjúkrun í Danmörku.
Síöustu árin rak hún hjúkrunarheimili
fyrir aldraða á Lond Island í NY-ríki
ásamt systur sinni. tJtför hennar var
gerð frá Fossvogskirkju í morgun kl.
10.30.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir andaðist í
Borgarspítalanum 12. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Þormóður ögmundsson, fyrrverandi
aðstoðarbankastjóri, Miklubraut 58,
andaðist að morgni 25. september í
Vífilsstaöaspítala.
Sigmar Guðmundsson húsasmíða-
meistari, Sléttahrauni 26 Hafnarfiröi,
andaöist þann 24. september í Borgar-
spítalanum.
Gunnhildur Halldórsdóttir Jónsdóttir,
Tjarnargötu 39, andaðist í Borgarspít-
alanum 18. þ.m. Útförin hefur farið
fram.
Sveinn G. Sveinsson byggingar-
fræðingur er látinn.
Steinþór Carl Ölafsson lést 18.
september sl. Hann fæddist á Skaga-
strönd 18. nóvember 1923, sonur
lijónanna Olafs Lárussonar og Bjargar
Carlsdóttur Berndsen. Steinþór
starfaði lengst af hjá Pósti og síma.
Eftirlifandi eiginkona hans er Guörún
Halldórsdóttir. Þeim hjónum varð
fimm barna auðið. Utför Steinþórs
veröur gerð frá Langholtskirkju í dag
kl. 13.30.
Tapað -fundið
Pési er týndur
Þessi fallegi köttur fór frá heimili sínu,
Hlíöarvegi 16, Kópavogi, sl. laugar-
dag, sást síðan viö Skjólbrautina.
Hann var með bláa ól. Ef einhver hefur
oröið var við hann lifandi eða látinn þá
vinsamlegast láti vita í síma 44894.
Fundarlaunum er heitið fyrir kisa.
Tilkynningar
Kvikmyndir í MÍR
Kvikmyndir eru sýndar í húsakynnum
MlR alla sunnudaga kl. 16. Sýndar eru
sovéskar kvikmyndir, jöfnum höndum
frétta-, fræðslu- og heimildarkvik-
myndir og leiknar myndir, gamlar og
nýjar. -Nk. sunnudag, 29. september,
verða sýndar nokkrar frétta- og
fræðslumyndir úr ýmsum áttum, m.a.
mynd um neðanjarðarbrautir í Sovét-
ríkjunum, nyrstu borg Sovétríkjanna
o.fl. Skýringar með kvikmyndunum
eru á ensku og íslensku. Aðgangur öll-
umheimill.
Félag makalausra
Aöalfundur verður haldinn laugardag-
inn 28. september í Iðnaðarmannasaln-
um, Skipholti 70, 2. hæð, kl. 14. (Uppi
yfir versl. Herjólfi). Dagskrá sam-
kvæmt lögum, dansleikur með diskó-
tekinu Dísu á sama staö kl. 22 um
kvöldið.
Vetrardagskrá
Guðspekifélagsins
Vetrardagskrá Guðspekifélagsins
hefst í kvöld í húsi félagsins að Ingólfs-
stræti 22 meö opinberu erindi Birgis
Bjarnasonar, sem fjalla mun um til-
viljanir. ,
Að vanda verður á dagskrá í vetur
fjölbreytt efni, sem tengist andlegum
málum á sviöi trúarbragða, sálfræði,
í gærkvöldi
i gærkvöldi
Frænka gamla eða frændi
Mér þykir ákaflega vænt um út-
varpið. Og þegar þær stundir hafa
komið að ég hef lent i að gagnrýna
(réttar nefnt einhvers konar
athugasemd um dagskrá) þennan
fjölmiöil hef ég jafnan gert það með
vondri samvisku — og iörast siðar.
Það hefur stundum verið svipað því
og að gagnrýna foreldra sina — eöa
afa og ömmu: Það hefur einhvern
veginn svo lítiö upp á sig, lýsir sjálf-
um manni meira en þeim sem gagn-
rýndur er.
Þessi tilfinning er að sjálfsögðu
sprottin af því að ég óx upp með
íslenska Ríkisútvarpinu, þaö var
nánast fjölskyldumeðlimur.
Seinni árin hefur þessi fjölskyldu-
meðlimur svo fjarlægst — eöa ég hef
fjarlægst. Stundum liða svo dagar og
jafnvel vikur að ég opna varla fyrir
útvarpið.
Þá fæ ég samviskubit. Eg fæ
tiifinningu sem er ekki ósvipuö þeirri
sem stundum gerir vart við sig hafi
ég vanrækt að líta til gamallar
frænku eöa frænda.
En svo læt ég verða af því að koma
í heimsókn. Og frændinn verður
glaður við. Og það rifjast upp fyrir
mér aö hann var og er bráðskemmti-
legur og raunar furðulegt aö maður
skuli ekki heimsækja hann daglega.
Það er þægileg tilfinning. Þá til-
finningu fékk ég í gærkvöldi. Eg
leyfði útvarpinu að mala fram yfir
miðnættið. Og mér leið eins og
forðum, þegar maður var ekki eins
og útspýtt hundsskinn í lífsbarátt-
unni heldur undi sér rólegur i nota-
legheitum heimilisins, hafði nægan
tíma og göfgandi dagskrá í útvarp-
inu var ómissandi. Kvöldfréttir.
Daglegt mál. Leikrit. Kynjaveröld.
Kvöldstund í dúr og moll með Knúti
R. Magnússyni. Fréttir og dagskrár-
lok. Eg þakka fyrir mig.
Gunnar Gunnarsson.
Jónas Jónasson, útvarpsmaður á Akureyri:
Hann Pétur er
hafsjór af sögum
Mér gafst lítill tími til aö fylgja
dagskrá Ríkisútvarpsins eftir í gær-
kvöldi. Eg og mínir samstarfsmenn
höfum verið á kafi í tilraunum með
svæðisútvarp hér á Akureyri. Þann
1. október hefjast útsendingar fyrir
alvöru og fyrsta svæðisútvarp á
landinuferigang.
Það er fyrst og fremst í byggð viö
Eyjafjörð sem þessar útsendingar
heyrast og allt noröur til Grímseyj-
ar. Þó ekki vel á Olafsfirði, en viö
reynum að leysa það vandamál fljót-
lega. Eitthvað heyrist til okkar í
Þingeyjarsýslum, í Mývatnssveit og
á Húsavík, svo dæmi séu nefnd.
Draumurinn er að geta verið með
fasta dagskrá á miðvikudögum á
millikl. 21og23.
I samkeppni við Dallas? Þótt olía
renni nú oröið um æðar Islendinga þá
er ágætt fyrir Norðlendinga aö geta
hvílt sig á hitanum þarna í Texas og
skipt yfir á svæðisútvarp á Akureyri.
Þótt tími minn haf i að mestu farið í
þetta tilraunaútvarp í gærkvöldi þá
tókst mér að hlusta á Gcstagang
Ragnheiðar Davíðsdóttur. Hún er af-
skaplega notalegur útvarpsmaður og
það var gaman að hlusta á Pétur
Pétursson, þann gamla hauk, sem
var sjálfum sér líkur. Hlusta á hann
herma eftir Helga Hjörvar og Þór-
bergi og seg ja skrýtlur af Páli Isólfs-
syni. Hann Pétur er hafsjór af sögum
og sagði frá útvarpsmönnum sem ég
þekkti vel sjálfur. Hann kenndi mér
þegar ég var að stíga mín fyrstu
skref sem þulur.
Fyrir háttinn setti ég tónlist eftir
Mozart á fóninn. Það var gott undir
svefninn.
vísinda, heimspeki, dulfræði og dul-
speki (mystik).
Á miðvikudögum verður skrifstofan
opin frá kl. 15. Leiöbeiningar í hug-
leiöslu fyrir byrjendur hef jast kl. 18.15,
og eru fyrir alla sem áhugá hafa, en kl.
19.30 verður fræðsluflckkur um and-
lega heimspeki.
Á föstudögum kl. 21.00 verða til
skiptis opinber erindi og fræðsluflokk-
ar, þar sem meöal annars verður f jall-
að um sálfræði frá sjónarmiði hug-
ræktar og kristna mystik.
Á laugardögum veröur opið hús frá
kl. 15.00 til 18.00 og verður þá m.a. flutt
ýmist efni af hljóð- eða myndböndum.
Geðhjálp — þjónusta
Geðhjálp veröur með opið hús á mánu-
dögum og föstudögum frá kl. 14—17 og
laugardögum frá kl. 14—18 í félagsmið-
stöðinni að Veltusundi 3b. Símaþjón-
usta er á miðvíkudögum frá kl. 16—18:
s. 25990. Símsvari allan sólarhringinn
gefur upplýsingar um starfsemi fé-
lagsins. Vetraráætlun veröur auglýst
síðar.
Sinfóníuhljómsveit
Æskunnar með tónleika
Sinfóníuhljómsveit Æskunnar heldur
tvenna tónleika. Þeir fyrri verða á
morgun kl. 17 í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Stjórnandi er Mark Reed-
man. Á efnisskrá veröur Flugeldasvíta
eftir Hándel, The Quiet City eftir Aar-
on Copland, Serenade fyrir 13 blásara
eftir R. Strauss og Sinfónía nr. 2
(Eroica) eftir Beethoven. Síðari tón-
leikarnir verða í Ytri-Njarðvikur-
kirkju á sunnudaginn kl. 16.
Vetrarstarfsemi Árnesinga-
kórsins í Reykjavík
Árnesingakórinn í Reykjavík er nú
að hefja vetrarstarfsemi sína. Á
starfsskránni í vetur verða jólatónleik-
ar, vortónleikar og sameiginlegir tón-
leikar með Samkór Selfoss og Árnes-
kórnum. Kórinn getur enn bætt við sig
fólki í allar raddir. Starfsemi kórsins
var með mesta móti síöastliðið ár, og
endaði starfsárið með söngferð til
Norðurlanda. I ferðinni kom kórinn
víða fram, m.p. í Osló, Gautaborg og
Kaupmannahöfn. Söngstjóri kórsins
var Guðmundur Omar Oskarsson, und-
irleikari Guðni Þ. Guömundsson og
fararstjóri í ferðinni var Guðmundur
Guðmundsson.
Guðmundur Omar Oskarsson hefur
verið söngstjóri kórsins um árabil en
lætur nú af störfum. Hlín Torfadóttir
hefur veriö ráðinn söngstjóri. Formað-
ur Árnesingakórsins í Reykjavík er
Ester Steindórsdóttir.
Félagar í Lionsklúbbi
Hafnarfjarðar
munu um helgina vera með sína árlegu
perusölu. Ákveöið hefur veriö aö allur
ágóði af perusölunni renni til röntgen-
tækjakaupa á Sankti Jósefsspítala í
Hafnarfiröi. Lionsmenn vænta þess að
Hafnfirðingar taki vel á móti þeim eins
og undanfarin ár.
Kappræða um bjór og bjór-
líki
Þriðjudaginn 1. október kl. 20 fer
fram fundur á vegum JC í Reykjavík á
Hótel Borg. Munu þeir Jón Ottar Ragn-
arsson dósent og Jón Helgason dóms-
málaráðherra skiptast á skoðunum um
bjór og bjórlíki.
Fyrirkomulag fundarins verður
þannig að ræðumenn fá 7 mínútna
framsögu fyrst í staö. Síðan 2x3
mínútur í fyrirspurnir og svör hvor til
annars og loks verða fyrirspurnir úr
sal leyfðar. Reka þeir félagar síðan
endahnútinn á fundinn meö 3 mínútna
lokaorðum.
Allir eru velkomnir og aðgangseyrir
verður á bilinu 100 til 150 krónur og eru
kaffiveitingar innifaldar.
Kópavogsganga
Frístundahópurinn Hana nú í Kópa-
vogi gengur aftur á morgun, laugar-
daginn 28. september. Á morgun er
hópnum boöið að skoða listaverk eins
Hana nú-félaga í Hvömmunum. Mark-
mið hinnar vikulega göngu Hana nú er
hreyfing, súrefni og samvera. Lagt er
af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00
fyrir hádegi.
Allir Kópavogsbúar eru velkomnir.
Agnarögn
tveggja ára
Félagsmiðstöðin Agnarögn við Fögru-
brekku í Kópavogi verður tveggja ára
á sunnudaginn. Af því tilefni verður
haldinn unglingadansleikur annað
kvöld og hefst hann kl. 21. Þá mun Val-
geir Guðjónsson Stuðmaður skemmta,
hljómsveitin Band nútímans leika og
einnig veröur danssýning og diskótek.
Á sunnudaginn (sjálfan afmælisdag-
inn) verður opið hús í Agnarögn frá kl.
16 til 19. Þá eru Kópavogsbúar yngri
sem eldri hvattir til að koma og skoða
staðinn og þiggja kaffiveitingar.
6árafangelsi
fyrir hnífstungu
19 ára gamall piltur hefur verið
dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur í sex
ára fangelsi fyrir manndrápstilraun.
Atburðurinn átti sér stað fyrir utan
unglingaskemmtistaðinn Traffík í
apríl sl. Réðst árásarmaðurinn fyrir-
varalaust á 17 ára gamlan dreng og
stakk hann meö hnífi í kviöarholið.
Sá sem fyrir árásinni varð hlaut
mikiö sár af völdum hnifstungunnar en
hefur nú náö svo til fullum bata. Hníf-
stungumaðurinn var látinn sæta geð-
rannsókn og reyndist hann sakhæfur.
Dóminn kvað upp Pétur Guðgeirsson
sakadómari. -EH.
Grænmetið:
Nýrfram-
kvæmdastjóri
ráðinn
I gær var ákveðið á stjórnarfundi
Grænmetisverslunarinnar að ráða
Gest Einarsson rekstrartæknifræðing
sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Gestur tekur því við störfum af Gunn-
laugi Björnssyni sem lætur nú af störf-
um.
Þá var einnig samþykkt á fundinum
að segja upp öllu starfsfólki fyrirtækis-
ins fyrir 1. október. Það er gert vegna
skipulagsbreytinga sem von er á. Búist
er við að flestir starfsmennirnir veröi
endurráðnir. APH