Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Síða 32
*re*
44
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Það er heilmikið að gerast í
kvennamálum þessa dagana enda
fer senn að líða að lokum kvennaára-
tugarins margnefnda. Listahátíö
kvenna stendur nú yfir og til þess að
sú hugmynd gæti orðið að veruleika
hafa fjölmargir sjálfboöaliðar lagt
nótt við dag að undanförnu.
Síðastliðinn föstudag gengu konur
fylktu liði frá Ásmundarsal á Skóla-
vöröuholti og niöur að kvennahúsun-
um við Vesturgötu þar sem Listahá-
tíð kvenna var formlega sett. I farar-
broddi göngunnar var lúðrasveit —
eingöngu skipuð konum — og stjórn-
andi Lilja Valdimarsdóttir. Ennþá er
ríkjandi nokkur kynjaskipting í
hljóðfæravali en vel gekk þó að safna
saman konum í sveitina. I ráði var
að hafa karlmann sem tamborsvein í
fararbroddi — í hinu hefðbundna kven-
hlutverki — en það féll niður vegna
„tæknilegra örðugleika”.
Konur eiga ekki aðeins stuðning hjá gufium veðurs og vinda —
alistór hópur karlkynsins sýnir lit á stundum sem þessum.
Uppi f tröppum stóðu fulttrúar beggja tegunda til þess að fylgj-
ast betur með þvi sem fram fór niðri í portinu. DV-myndir PK
Framkvœmdastjóri Lista-
hátíðar kvenna, Guðrún Erla
Geirsdóttir — eða Gerla — i
porti kvennahúsanna við
Vesturgötu. i baksýn hluti
hinna skreflöngu göngu-
kvenna.
Pað var ekkert verið að sniglast þetta i hægðum sínum enda hópur vaskra kvenna á ferðinni.
Skrúðgangan lagði af staö í blíð-
skaparveöri frá Skólavörðuholtinu.
Mikill meirihluti var konur en þó
heilmargir stuðningsmenn af hinni
tegundinni. Fólk úr öllum stéttum,
alþingismenn, húsmæöur, forstjór-
ar, listafólk, fiskverkunarfólk, iönað-
armenn, námsfólk og svo mætti lengi
telja.
Það var farið hratt yfir, í takt við
hressilegan undirleik lúðrasveitar-
innar. Konur láta sér yfirleitt ekki
fyrir brjósti brenna að nota það sem
stendur fram úr ermum og skálmum
en ekki voru allir jafnkátir yfir
ferðahraðanum.
„Þetta er ekki skrúðganga heldur
skrúðhlaup,” sagði lafmóöur ljós-
myndarinn — enda af hinni tegund-
inni. Það er varla hægt að festa þetta
á filmu fyrir látunum, hvert er fólkiö
aðflýtasér?”
Hressilegt skrúðhlaupið brenndi
niður Skólavörðustíg, Bankastræti
og Austurstræti og endaði í porti
kvennahúsanna þar sem hátíöin var
sett meö sömu röggsemi og allir
hvattir til aö mæta á sem flesta list-
viðburði á listahátíðinni.
Framkvæmdastjóri hátíðarinnar
er myndlistarkonan Gerla — Guðrún
Erla Geirsdóttir — og sagði hún
varla hafa verið hafa veriö tóm til að
sofa síöustu daga og vikur fyrir opn-
un hátíöarinnar.
„Það hefur verið svo brjálæðislega
mikið að gera enda dettur engum í
hug að framkvæma svona hluti fyrir
engan pening — nema konum. Við
erum reyndar vanar því og líka að
þurfa að vinna allt í einu — hræra í
pottum með annarri hendinni, halda
á barni með hinni og loka dyrum með
stórutánni í leiðinni. Að þessu hafa
staöið margir hópar kvenna úr öllum
listgreinum og unniö í eitt og hálft ár.
Það er ókeypis aðgangur alls staðar
og í boöi eru myndlistarsýningar,
arkitektasýning, leiksýning, hljóm-
leikar, ljóðalestur, leikþættir og svo
mætti lengi telja. Allt unnið af kon-
um.”
Listahátíö kvenna lýkur svo 24.
október og vonandi að sem flestir
velunnarar kvenpeningsins sjái sér
fært að mæta á næstu dögum og vik-
um.
baj
Veðurguðirnir voru einstaklega kvenhollir þennan föstudag
þannig að venjubundin sjón á slíkum göngustundum — húð-
blautar og hraktar mannskepnur með hugsjónina eina að
vopni — var víðs fjarri. Sólin skein og köld golan bjargaði
nýliðum frá óæskilegu svitabaði.
Lúðrasveit, eingöngu skipuð konum, leggur af stað með
stjórnandann, Liiju Valdimarsdóttur, i fararbroddi.
ff
■ ■■
ÞAÐ DETTUR ENGUM í HUG.
NEMA KONUM”