Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 33
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið íslend- ingarnir á staðnum Það eru ýmsar sögur til af Færeying- um hérlendis og misvirðulegar í við- horfum gagnvart þessum frændum okkar á næstu eyjum. Á ferð um Fær- eyjar urðu á veginum Islendingarnir á staðnum — klettar nærri landi viö norðurenda Austureyjar. Sagan segir að fyrrum hafi Islend- ingar af tröllakyni brugðiö sér til Fær- eyja. Þegar heim átti að halda greip græðgin tröllkonuna heljartökum, hún ákvað aö stela eyjunum og færa til Is- lands. Við tilfærsluna notaði hún reipi mikið sem brugðið var utan um næsta klett og síðan skipaði hún karli sínum að draga eyjarnar af stað. Færeying- um til happs gætti hún ekki tímans, sólarupprásin kom fyrr en varði og hjúin urðu bæði að steini. Þar standa þau öðrum græðgisgötum víti til varn- aöar og enn þann dag í dag benda Fær- eyingar, frásögninni til stuðnings, á djúpt far í klettinn eftir reipi skessunn- ar. baj Enginn skildi Glenn Ford — að honum sjólfum meötöldum — svo hann giftist geðlækninum sínum, Kebrinu Kinkade. „Enginn skilur mig” — sagði Glenn — og giftist geðlækninum Gamla sagan um manninn sem hall- ar sér fram á barborðið og segir þjón- inum að eiginkonan skilji hann ekki hefur árum saman fengið harðbrjósta sálir til þess að flissa af illkvittni. En þetta er síður en svo fyndið og þegar svo er komið að flestir vinir og vanda- menn standa í sömu sporum og eigin- konan fer máliö að vandast. Ef maður- inn svo skilur ekkert í sjálfum sér held- ur er einungis ein leið fær — að leita til geðlæknis og athuga hvort hann veit eitthvað um máliö. Einmitt þetta henti bandaríska leik- arann Glenn Ford á dögunum. Eigin- konur númer eitt og tvö, Elanor Powell og Kathy Hays, höfðu forðað sér með hraði og þegar sú þriðja, Cynthia Hay- ward, fór að dæmi fyrirrennaranna sat Glenn einn eftir og skildi hvorki upp né niður í konunum — hvað þá að hann botnaði eitthvað í sjálfum sér. Það var ekki nema um eitt að ræða — Glenn brenndi til næsta geðlæknis til þess að leita að sjálfum sér. Þaö reyndist vera kvenmaður, um það bil þrjátíu árum yngri en hann, og vissi strax hvernig allt var í pottinn búið. Réttur læknir á réttum stað og til þess að vera viss um að tapa ekki þræðinum smellti Glenn sér í hnapphelduna með lækninum, Kebrinu Kinkade, og fær því meðhöndlun gratís þessa dagana. Hann er búsettur í HoIIywood þar sem einna dýrast er aö týna sjáifum sér og því er þarna umtalsverð rekstrarhag- ræðing á ferðinni. Og þau búa í húsinu hans, glæsivillu í Beverly Hills, og þar syndir Kebrina í sundlauginni alsæl eins og gullfiskur í krús. Lífið getur verið veisla en maður verður að passa aðéta ekki yfir sig Viðtai við indriða G. Þorsteinsson Lífsreynsla: Átu allt nema slátrið Páll Pálsson, fyrrum bóndi, segir frá því er hann bjargaði Bretum í nauð Tíska: Gleraugnatískan Tennis Kynning á íþróttinni Á öðrum fæti erað þessu sinni Einar Kárason rithöfundur og hann heldur einnig áfram dálki sínum Nokkur spursmál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.