Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Page 36
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1985.
Fjármálaráðuneytið:
Neitar
Búseta um
skatta-
frádrátt
—tökufyrstu
skóflustungu
frestað
Það virðist ekki blása byrlega
þessa stundina hjá húsnæðissam-
vinnufélaginu Búseta. I dag átti aö
taka fyrstu skóflustunguna að bygg-
ingu 46 íbúða á vegum Búseta en
ljóst er að það verður að fresta því
vegna þess aö dregist hefur að veita
lán úr Byggingasjóði verkainanna.
Þá hefur fjármálaráðuneytiö úr-
skurðað að félagar í Búseta geti ekki
nýtt sér svokaliaða húsnæðissparn-
aðarreikninga, sem samþykktir voru
á Alþingi í vor.
Samkvæmt úrskurði fjármála-
ráðuneytisins geta þeir einir nýtt sér
þessa reikninga sem eru ekki að f jár-
festa í eigín húsnæöi og að félagar í
Búseta falli ekki undir þá skilgrein-
ingu. Samkvæmt þessum reikning-
um eiga þeir sem þá nýta aö fá
ákveðinn skattafrádrátt. Búseti, hef-
ur, í samvinnu við Alþýðubankann,
unniö aö gerö slíks sparnaðarreikn-
ings fyrir félaga í Búseta. Urskurður
fjármálaráðuneytisins hefur það i
för með sér að Búseti getur byrjað
með þennan sparnaðarreikning í
bankanum en mun, að svo stöddu,
ekki geta nýtt sér hann til skattafrá-
dráttar.
Að sögn formanns Búseta, Jóns
Rúnars Sveinssonar, fclldi félags-
málaráöherra þann úrskurð í janúar
sl. aö Búseti ætti rétt á láni úr Bygg-
ingasjóöi verkamanna. Búsetí sótti
um 30 milljón króna lán eða þriðjung
* af kostnaði viö framkvæmdirnar.
Umsókn var lögð inn fyrir um tveim-
ur mánuðum en ekkert bólar á láni.
„Það sem hefur gerst er að hús-
næðismálastjórn hefur verið sein að
koma þessu frá sér og þetta er orðinn
ákaflega leiðinlegur seinagangur,”
segir Jón Rúnar.
APH
The/t'Ttf£!l2m
EINANGRUNAR
GLER
666160
Hluti glæsilegs saf ns íslenskra f rímerkja til sölu erlendis:
Metinn á minnst
ellefu milljónir
Glæsilegasta safn, sem hefur ver-
ið sett saman af íslenskum frímerkj-
um, verður selt á uppboði í Málmey í
október. Aöeins hluti af safninu
veröur seldur þá, en andvirði þessa
hluta er áætlaö um 11 milljónir
króna. Taliö er að dýrasta hluta
safnsins verði haldið eftir og hann
seldur síöar ef markaður reynist
góöur.
Það var sænskur iönjöfur, aö
nafni Holger Crafoord, sem setti
saman þetta safn, en hann er nú
nýlátlnn. Safnið er heimsfrægt og
hefur veriö verðlaunað á frímerkja-
sýningum út um víða veröld. Kom
það m.a. á sýningu hér á landi 1973
og fékk verðlaun. Safnið mun vera
svo heilsteypt og gott að nánast er
ókeift að setja saman svipaö safn í
dag.
Heyrst hefur að nokkrir íslending-
ar hafi hugsaö sér aö far út til Sví-
þjóöar á uppboðiö. Eru það bæði
kaupmenn og safnarar. Telja má þó
ólíklegt að þeir hafi bolmagn né að-
stöðu til aö bjóöa í merkin. Þetta
kom fram í viötali við Finn Kolbeins-
son, varaformann í Landssambandi
íslenskra frímerkjasafnara, en
mörgum íslenskum söfnurum leikur
hugur á að eignast þessi merki. SMJ
Bónussamningarnir:
Felldir í
Höf n og Þor-
Víkurfréttir hreinsaðar út úr Grindavík í gær:
„Dreifum blaðinu til
kaupenda þar aftur”
Í 1 -*— ■ ..;-»r
Ritstjórar Vikurfrétta, Páll Ketilsson og Em’il Páll Jónsson, halda hér á
þeim 400 eintökum sem Grindvikingar skiluðu í gær.
„Viö erum ákveðnir í að kæra þá er
skrifuöu þetta bréf. I því er atvinnu-
rógur af verstu gerð. Þetta eru gerræö-
isleg vinnubrögð sem nefndin hefur í
frammi með því að gera blaðið upp-
tækt í Grindavík,” sagöi Páll Ketils-
son, annar ritstjóri Víkurfrétta, í sam-
tali viðDV.
I gær dró til tíöinda í svokölluðu
„Víkurfréttamáli”. Nokkrir Grindvík-
ingar tóku sig þá til og hreinsuðu blað-
ið upp þar til varla var að finna eintak í
þorpinu, og héldu með 400 eintök á rit-
stjórnarskrifstofur Víkurfrétta í Kefla-
vík, en blaðinu var dreift á Suöurnesj-
um í gær. Nefnd sú, sem kosin var á
borgarafundinum í Grindavík fyrir
skömmu, stóö að baki þessum aðgerð-
um og einnig dreifði hún bréfi til allra
Grindvíkinga í gær þar sem vegið var
harkalega aö Víkurfréttum og Grind-
víkingar beönir um að hundsa blaöið
alfarið og auglýsa ekki í því. Þá voru
þeir beðnir að hafa samband við vini
og kunningja í sama tilgangi.
„Við erum sko ekki búin aö gefast
upp. Við höfum fengið okkur lögfræö-
ing og ætlum að lögsækja ritstjóra Vík-
urfrétta. Með þessum aðgerðum í gær
vildum við sýna ritstjórunum í tvo
heimana. Það er skoðun okkar að upplag
Víkurfrétta eigi heima á sorpeyöingar-
stöð,” sagði Berta Grétarsdóttir, einn
nefndarmanna, í samtali við DV.
„Við erum ekki búnir aö gefast upp.
Fjöldi Grindvíkinga hringdi í okkur í
gær og vildi fá blaðiö. Við munum
dreifa því eftir nýjum leiöum í Grinda-
vík í dag,” sagöi Páll Ketilsson rit-
stjóri. -SK.
lákshöfn
Bónussamningar fiskvinnslufólks
hafa verið felldir á tveimur stöðum, í
Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði.
Verkalýösfélög viða norðaniands og
austan hafa fengiö frestað atkvæða-
greiðslu þar til nánari skýringar
hafa fengist á samningunum.
I flestum stærstu verstöðvunum
liafa samningarnir verið samþykkt-
ir; i Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla-
vík, Grindavík, á Akranesi, í Olafs-
vik, á Siglufirði, Eskifirði og i Nes-
kaupstaö.
I Þorlákshöfn og Hornafirði er
unniö eftir nýju samningunum. Nýtt
bónusverkfall hefur ekki veriö boðaö
þar. Guömundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands-
ins, taldi skýringuna á andstööunni
að hluta mega rekja til þeirrar sér-
stöðu þessara staða að þar væri
meira pakkaö á Bretlandsmarkaö en
sú vinna hefði vegna einhverra mis-
taka ekki fengið jafnmikla hækkun i
samningunum og aörar greinar.
-KMU.
Dagamunur hjá Degi:
DV FYRST TIL AÐ
GEFA DEGIBLÓM
Dagblaðiö Dagur kom út úr prent-
vélunum um níuleytið í gærmorgun.
Söguleg stund. Þetta var fyrsti dag-
ur blaðsins sem dagblaðs. Sannar-
lega ástæða til að gera sér dagamun.
Enda var það gert. Tappar skutust
úr kampavínsflöskum með viðeig-
andi hljóðum. Skál! Síðan var snitt-
um rennt niður í leiðinni. Og fljótlega
tóku haming juóskaskeytin aö berast.
Það vorum samt viö á DV sem
komum fyrstir með blómin. Góöan
daginn, með forláta blómvendi og
allt það. Ritstjórinn, Hermann
Sveinbjörnsson, tók við rósunum.
Með blómvendinum fylgdi auðvit-
að umslag. Utan á því stóö: „Dag-
blaðið Dagur.” Þá var það sjálft
kortiö. Hamingjuóskirnar voru þess-
ar: „Dagur eitt. Kæri Dagur. Inni-
legar hamingjuóskir meö daginn.
Megir þú sem helsti keppinautur DV
á Noröurlandi eiga góöa daga. DV.”
Og strax á eftir skutust fleiri tapp-
ar úr kampavínsflöskum.
-JGH.
DV fyrst til að fagna nýjum Degi með blómum. Jón G. Hauksson,
blaðamaður DV á Akureyri, afhendir hér ritstjóra Dags, Hermanni
Sveinbjörnssyni, blómvöndinn.