Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Page 19
VIÐTAL: ERLING ASPELUND DV. LAUGARDAGUR 5. OKTOBE R1985. 19 ,,Ég segi fólki það sem það vill heyra." ég hugsaöi meö mér: Hmmm. . . ég nenni ekki aö vera tala viö þessa náunga án þess aö fá borgaö fyrir það. Eg kæri mig ekkert um þaö. Og þaö var þannig sem þetta fæddist. Þess má geta aö einn þessara þriggja er enn þá fastur viöskipta- vinur. Ég vissi aö þetta var ekkert nýtt. Þaö eru svona tvö ár frá því fyrst fór aö bera á síma-sexi hérna í Bandaríkjunum og ætli þaö starfi ekki rúmlega 100 konur viö þetta núna í New York. Eg ákvaö því aö skella mér í slaginn og auglýsa. En menn skulu ekki halda aö þaö geti hver sem er fariö út í þetta. Maöur verður aö hafa verslunarleyfi, vera viöurkenndur af ríki og borg, fá alls kyns stimpla og pappíra. Þetta er „business” eins og hver annar „business”. Hörku „business”. Ég auglýsti fyrst í janúar síöastliönum í vikuritinu „The Village Voice”. Þetta fór rólega af staö en hófst svo af alvöru í apríl eftir aö ég kom heim úr tveggja vikna fríi til Islands. Þá fékk ég til liös viö mig þrjár ungar kónur sem eru vægast sagt frábærar. Ein er gift, ein er svört og hin sérhæfir sig í að tala við konur. Þær starfa allar heima hjá sér, eins og ég, og viö fáum aö meðaltali um fimm simtöl á dag hver um sig. Viö tökum þrjátíu dollara fyrir símtalið.” Og hvernig fer þetta fram? Fólk hringir og hvaösvo? „Ég'bið um kreditkortanúmer þess sem hringir, heimilisfang og síma og tékka þaö alltaf. Þaö er tryggingin mín. Síöan hringi ég aftur í viökomandi á tilteknum tíma og viö ákveðum um hvaö viö eigum að tala. ” Semur sögurnar jafnóðum — Um hvaö taliö þiö? Hvers konar sögur eru þetta sem þú segir fólki? „Ég segi fólki þaö sem þaö vill heyra. Dæmi: Um daginn hringdi í mig maöur sem býr í tveggja hæöa húsi í New Jersey. Hann býr einn á efri hæðinni en á neöri hæðinni búa ung og tápmikil hjón. Það er mjög hljóöbært í þessu húsi og eftir því sem náunginn segir þá líður varla þaö kvöld aö hann neyöist ekki til aö hlusta á bólfarir hjónanna fyrir neöan. Þannig er þetta búiö aö ganga í tvö og hálft ár og gæinn sagöist vera orðinn svolítið þreyttur á þessu. Sérstaklega vegna þess aö hann fær aldrei aö vera með. Hann spuröi hvort ég gæti ekki bætt eitthvað úr skák. Nú, ég baö hann um aö lýsa aðeins nánar öllum aðstæðum, konunni, húsinu, eiginmanninum og svo fram- vegis og bjó til sögu. Hún hófst einhvern veginn þannig aö konan kemur upp til hans til aö fá lánaöan sykur. Hann býöur henni inn og. . . Og þannig gengur þetta fyrir sig. Þeir leggja mér línurnar og ég skálda út frá því.” Körlunum má skipta í þrjá hópa — Hverjir hringja? AUs konar fólk af öllum stigum og á öllum aldri, bæöi konur og karlar. Kvenfólkinu vísa ég yfirleitt á samstarfskonu mína sem sérhæfir sig í þess konar símtölum en körlunum má skiptaíþrjáhópa. I fyrsta hópnum eru náungar sem eru einfaldlega aö lyfta sér upp. I öörum hópnum eru náungar sem eiga eitthvaö erfitt meö aö fullnægja hvötum sínum. Sumir eru feimnir, aörir kúgaöir. Þeir þora til dæmis ekki að kaupa sér konu eöa biðja maka sinn um aö brydda upp á einhverju nýju í bólinu. Sumir fá ekki aö gera þaö sem þeir vilja vegna þess aö eiginkonan bannar þeim þaö eöa vill þaö ekki. Þessir menn njóta ekki skilnings og þaö er þaö sem ég reyni aö veita þeim. Ég er enginn læknir eöa sálfræðingur, en ég hlusta, er góöleg og sýni vanda- málum þeirra skilning. Ég reyni aö vera sympatísk. í þriöja hópnum eru svo þeir sem ganga of langt, stundum hættulega iangt.” — Það er sumsé hægt að ganga fram af þér. Hver eru þín takmörk? Hvaö gengur þú langt? „Ég hef mín takmörk. Ég geng bara svo og svo langt og ekki lengra. Þaö er óþarfi aö fara neitt nánar út í þaö. En þaö kemur fyrir aö ég neita aö taka við símtölum frá fólki. Þaö kemur líka fyrir aö ég tala viö fólk sem mér finnst vera alveg á mörkunum. Slík símtöl hafa eflaust komiö í veg fyrir mörg ódæðisverkin. Menn fara síöur út í bæ og brjóta eitthvað af sér eftir aö hafa fengið útrás viö aö tala viö mig í síma!” — Spyr ja menn þig um ísland? „Æ, nei. Þeir spyrja hvort ég sé örugglega íslensk feguröardrottning og hvernig ég líti út og þá segi ég þeim það. En þeir spyrja afar sjaldan um ísland.” -- Þetta er þá ekki hugsað sem land- kynning? „Nei:” — Hafa einhverjir Islendingar hringt íþig? „Já, nokkrir, bæöi héöan og aö heiman. Ég hef hins vegar vísað þeim flestum frá mér. Ég er farin að ryöga svolítiö í íslenskunni og get ekki talaö um þessa hluti sem skyldi á móöur- málinu.” „Ég skammast mín ekkert fyrir þetta" — Langar þig aldrei til aö hitta þessa menn sem hringja í þig? „Jú, einstaka sinnum, en ég hef aldrei gert þaö. Slíkt gerir maöur ekki. Þá væri ég í allt öörum bransa. Þetta er ekki vændi. Er ég vændiskona af því aö ég tala í síma? Ég held nú ekki. í þessu blaði, sem ég auglýsi í, eru einnig auglýsingar frá vændiskonum. Þaö sjá hins vegar allir eins og skot aö þær eru aö auglýsa eitthvað allt annaö en ég. — Hefur þér aldrei fundist neitt rangt viö þetta starf þitt? „Nei, annars væri ég ekki aö þessu. Ég skammast mín ekkert fyrir þetta. Ég sagöi mömmu alla sólarsöguna síöast þegar ég fór til Islands og hún sagði: „Fínt! Ef þúgeturunniöþérinn peninga meö þessum hætti þá er þaö ágætt.” Þaö þótti mér gott að heyra. Ég væri ekki svona viss uin þaö sem ég er aö gera ef fjölskyldan stæöi ekki á bak viö mig. Ég er sannfærð um aö þaö er ekkert athugavert við þaö sem ég er aö gera. Dóttir mín, Alexandra, sem er 17 ára, var ekki alveg sátt viö þetta i upphafi, en núna finnst henni þetta allt í lagi. Ég mundi ekki gera þetta nema að ég vissi að hún stæöi meö mér. Annars kæri ég mig ekkert um aö þaö sé litiö á mig og minn „business”, mig og mínar stúlkur, sem eitthvað lágar. Er þaö eitthvaö lágt aö vilja tala um kynlíf? Þaö held ég ekki. Mér finnst þaö skemmtilegt og sniðugt. Og fyrst ég get unnið mér inn pening meö því aö tala um hluti, sem ég hef gaman af, því ekki aö gera þaö? Þaö er til nóg af fólki sem vill borga manni fyrir þetta. Og ég skal segja þér þaö aö viöskiptavinir mínir fá eitthvaö virki- lega fínt fyrir peningana. Þetta er ekkert billegt. Þetta er ekkert slor. Ég og mínar stúlkur erum þær bestu í bransanum. Það fer ekki á milli mála. Viö skellum til dæmis ekki á þegar tíu eöa fimmtán mínútur eru liðnar eins og sumar gera. Þær tala bara í svo og svo langan tíma og skella svo á. Ég tala viö fólk þar til þaö er ánægt og símtalið örugglega búiö. Viö viljum hafa svolítinn klassa yfir þessu.” — Hefuröu hringt annað til aö fá samanburð? „Nei, en þeir sem ég hef talað viö eru allir sammála um aö ég sé sú besta í bransanum. Þeir segja aö þaö sé vegna þess aö ég legg miklu meiri vinnu í þetta en hinar.” Hyggst færa út kvíarnar til íslands — Hvaö hyggstu fyrir í framtíöinni? „Færa út kvíarnar. Ég hef veriö aö auglýsa eftir fleiri stúlkum til starfa og mun ræöa viö fjóra umsækjendur á morgun. Síðan væri gaman að opna umboösskrifstofu á Islandi og fá stúlku til aö starfa fyrir sig þar. Nú, ég er með bók í smíðum, smá- sögusafn, um reynslu mína og annarra í kynferöismálum. Ég hef verið aö vinna aö henni í rúm tvö ár og vonast til aö klára hana fljótlega. Einnig heföi ég áhuga á aö læra sex- therapíu og fara af staö með sjónvarpsþátt hérna í Bandaríkjunum, þar sem fólki yröu veittar ráöleggingar og svör viö ýmsum vandamálurti sem upp geta komið í kynlífi. Þaö er einn slíkur þáttur í gangi hérna núna, þátturinn „Good sex” í umsjá dr. Ruth Westheimer. Ég er að hugsa um aö fara út i samkeppni viö har.a og kalla þáttinn minn „Bad Sex”. Ætli þaö mundi ekki útleggjast sem „Svæsiö sex” á íslensku. . Þá væri athugandi aö fara af staö meö lesendadálk í íslensku blaöi þar sem ég veiti lesendum ráögjöf í kynferöismálum. Þaö er allt til i þessu. Annars ætla ég fyrst og fremst aö einbeita mér aö símabransanum. Mér finnst hann svo æðislegur. Ég get ekki ímyndað mér neitt yndislegra heldur en almennilegt símtal viö aöra yndis- lega manneskju. Sé þaö vel gert er ekkert betra til. Og ég ætla mér langt. Þaö er hægt aö komast óendanlega langt á þessu svo fremi maður hafi fallega rödd og frjótt ímyndunarafl. Og þaö er hægur vandi aö græða á þessu. Þaö veröa nefnilega alltaf til menn sem vilja borga. EA — New York.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.