Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 231. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1985. Ég skil ekki þessi við- brögð Steingríms eftir á „Þetta var borið undir forsætis- ráðherra og það voru hérna hjá mér tveir menn þegar ég talaði við hann í sima og hlustuðu á samtalið. Bæði Indriði Þorláksson og Kristján Thorlacius,” sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í sam- tali við DV í morgun þegar borin voru undir hann viðbrögð forsætis- ráðherra um að hann tryði því varla að Albert hefði gert samning við BSRB. Samningurinn felur í sér 3 prósenta hækkun til allra félaga inn- an BSRB. — Þú skilur þá ekki þessi viðbrögð forsætisráðherra? „Nei, ég veit ekki hvers vegna hann er aö reyna að komast undan því að hafa samþykkt það sem ég er að gera. En þaö er fjármálaráðherra að taka ákvörðun í þessum efnum, ekki forsætisráðherra né ríkisstjórn- arinnar. Þetta heyrir undir mig enn- þá. Eg upplýsti hann bara um þetta sem forsætisráðherra og fékk jákvæðar undirtektir. Eg skil því ekki þessi viðbrögð hans eftir á, enda erum við sammála um aö fólkið er ekkert of launað,” sagði Albert Guðmundsson. Síðdegis í gær sömdu þeir Albert Guömundsson fjármálaráðherra og Kristján Thorlacius, formaður BSRB, um að allir félagar innan BSRB ættu að hækka um einn launa- flokk. Þetta felur í sér 3 prósenta launahækkun og jafngildir um 9 milljóna króna útgjöldum fyrir ríkið á mánuði. Samkomulagið gildir frá l.þessamánaðar. APH m- Selveidimenn á Akranesi hafa gert það gott að undanförnu og veitt allt upp í 400 kílóa seli. Hér er verið að hífa einn vœnan sel í land en í trillunni stendur einn veiðimannanna, Jón Valdimarsson. Notaður er stór herriffill með sprengikúlum við veiðarnar. Sjá nánar á bls. 4. íslendingurinn í Osló neitarað tala — sjá bls.2 Biðraðavetur framundan í Póllandi — sjábls. 10 Geirmestur drengskapar- maðurí íslenskripólitík — sjábls. 13 Hitnarf kolunum hjá Hitaveitu Reykjavíkur — sjá bis. 5 Valgefínn sigurí lokin — sjá bls. 21 Fálkinn íffnuformi — sjá bls. 11 Æskan aðdrukkna fáfengi? — sjá bls. 2 Togari tekinnaf Húsvíkingum — sjábls.4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.