Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Blaðsíða 10
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Mubarak hef ur farið sér hægt fyrstu árin Pólland: Biðraðavetur framundan Hosni Mubarak er nú aö byrja fimmta áriö sitt sem forseti Egypta- lands og viröist nú aetla aö hrista af sér deyfðina sem einkennt hefur þessi fjögur ár hans sem þjóöarleið- toga. Á hann þó enn viö sömu erfið- leikana aö glíma bæði á efnahags- sviöinu og í stjórnmálunum. Efnahagsþrengingarnar hafa fremur harðnað þennan tíma Mubaraks heldur en hitt. Gjaldeyris- tekjur hafa minnkað bæöi af olíuút- flutningi og launum egypsks vinnu- afls erlendis og innflutningur hefur aukist. En sérfræðingar eru sam- mála um aö til strangra sparnaöar- ráðstafana verði ekki gripið án þess aö eiga á hættu um leið aö úr verði pólitísk sprenging. Hreyfing heittrúaðra múhameös- trúarmanna, sem oft hefur látiö til sín heyra, þótt fámenn sé, hefur á síöasta ári látiö æ meira aö sér kveða. Samskiptin viö fyrri bandamenn í arabaheiminum hafa heldur ekki 'enn færst í samt lag aftur eftir 'friöarsamninga Egypta viö Jsraels- menn. Vandamálin tekin í arf Þetta eru allt mál sem Mubarak hlaut í arf þegar hann, óþekktur utan landsteinanna, hófst úr varaforseta- embættinu upp í leiðtogasætið eftir aö ofsatrúarmúslímar réöu forvera hans, Anwar Sadat, af dögum í október 1981. Eftir fjögurra ára setu í forsetastóinum segja sumir landar Mubaraks að hann sé enn aö liðka sig í nýja starfinu. Breytingar í aðsigi En menn segja aö þetta standi til bóta því aö hinum 57 ára gamla Mubarak hafi aukist sjálfstraust og aö hann sé farinn aö taka á sig rögg. Hann hefur til þessa orðiö aö feta sig sáttastíginn og varast aö æsa upp gegn sér skipulagða andspyrnu. Þaö er sagt að hann hafi látið taka fast á öllum tilburðum ofstækismúslíma til mótmælaaðgerða en án þess þó aö hefja ofsóknir gegn þeim. Á efna- hagssviðinu er hann byrjaöur aö fikra sig áfram og hefur meðal ann- ars nokkrum sinnum á þessu ári gripið til veröhækkana, þó í smáum stíl í hvert sinn til þess aö brenna sig ekki á sama soðinu og Sadat sem missti öll tök vegna óeiröa er brutust út í kjölfar þess aö hann felldi hiöur á einu bretti allar niöurgreiöslur á matvörum 1977. I málefnum arabaheimsins hefur Mubarak komiö Egyptalandi aftur inn í atburöarásina meö því aö koma á að nýju stjórnmálasambandi við Jórdaníu. Hann styður viöleitni Hússeins Jórdaníukonungs sem miö- ar aö friöarsamningum við Israel meö þátttöku Palestínuaraba. Ýmsir fréttaskýrendur hafa trú á því aö Mubarak eigi eftir að reynast Egyptalandi farsæll forseti þegar frá líði þótt vandamál þjóöar hans séu engan veginn auöveld úrlausnar. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur hann setið tvö ár enn án þess aö efna til kosninga en það eru engin takmörk sett því hve mörg kjörtíma- bil sami maöurinn sitji í forsetastól landsins. Karlmannanærföt veröur aftur erfitt aö fá þennan vetur og útiitiö fyrir nægt framboð á ljósaperum er ekki öllu bjartara. En Pólverjar geta þó huggað sig við aö ástandið er nú betra en oft áöur og úrvalið meira. „Þetta er svo erfitt,” hrópaöi kona nokkur yfir sig í stórbúöinni Centrum í Varsjá. Hún hélt á hvítum nærbuxum: „Ég er mjög hamingju- söm yfir aö hafa fundið þær eftir aö hafa leitaö svo lengi.” Næst karlmannajakkarekkunum er biöröð fólks sem hangir um 50 saman til aö kaupa sér makrílsdósir En enginn reynir einu sinni að leita aö ljósaperum. Þær klaruðust allar fyrir tveim vikum. 140.000 viðskiptavinir á dag Fólk kemur alls staöar aö í verslunarhugleiðingum til versl- unarinnar Centrum í Varsjá. Sú búö er flaggskip 36 slíkra búöa í stærri borgum Póllands. Hinar sjö slíkar búöir Varsjá draga aö um 140.000 viðskiptavini á dag. Þrátt fyrir aö sumar nauðsynja- vörur séu af skornum skammti er meira í hillunum en fyrr á áratugn- um. Þá var efnahagur Póllands í rúst eftir aö síendurtekin mistök í stjórn efnahagsmála og ólgu meöal verka- lýös. Endurbætur í efnahagsmálum, sem byr jað var á fyrir þremur árum, hafa þýtt aö Centrum hefur haft meira svigrúm til eigin ákvaröana- taka. Hægt er aö borga starfsfólki bónusa, segir sölustjórinn, Hanna Wojtulewska. koma þeirri vöru á hillurnar í Centrum. Jafnvel sendiráðsbúöirnar uröu uppiskroppa með klósettpappír í síðustu viku en sendiráðin leystu vandann meö því að panta klósett- pappírinn sérstaklega frá Vestur- Berlín. Hagfræðingar með áhyggjur Á meðan pólskir neytendur fagna þeirri aukningu á úrvali neysluvara sem þó má sjá eru hagfræðingar áhyggjufullir vegna mikilla launa- hækkana sem ekki er haldið uppi með aukningu á framleiðslu. Laun hækka um 20 prósent á ári en iðnaöarframleiösla jókst ekki nema um 2,2 prósent á milli janúar og ágúst. Takmarkiö samkvæmt áætl- unum var 4,5 prósent aukning. Opinberar tölur sýna veröbólgu í kringum 13 prósent. Það er reyndar miklu minna en 100 prósentin sem verðbólgan var fyrir tveimur árum en hagfræðingar segja aö verðbólgan sé í raun miklu hærri. Pólverjar geta lítið gert nema yppta öxlum yfir litlu vöruvali og litl- um gæöum, en það gerir ekki sölu á vörum til vestursins auöveldari. Gjaldeyrishagnaður féll á fyrstu átta mánuðum þessa árs niður í 613 milljón dollara, úr 962 milljónum dollara í fyrra. Hagnaöur á viðskipt- um viö útlönd er Póllandi bráönauð- synlegur til að geta borgaö niður erlend lán. Hagfræðingar og tímarit þeirra segja aö grípa veröi til haröra ráö- stafana til aö virkja efnahagslífið. Smábreytingar dugi ekki lengur; þaö þurfi kerfisbreytingar. þykir æði varkár en liklegur til að láta meira að sér kveða eftir fyrstu Hosni Mubarak Egyptalandsforseti fjögur árin 6 forsetastóli. Tveir forverar hans voru líka slíkir menn aö þaö var ekki auðvelt aö setj- ast í sæti þeirra. Gamal Abdel Nasser, sem andaöist 1970, var einn af helstu leiötogum þriðja heimsins á sínum tíma. Arftaki hans, Anwar Sadat, var kynngimagnaður leiötogi sem hikaði hvergi aö kúvenda stefnu þjóöarskútunnar um hálfhring þegar honum bauð svo viö aö horfa. Hann leiddi Egypta og Arababandalagiö til stríös viö ísraelsmenn 1973 en samdi síöan friö viö Israel í algjörri óþökk viö fyrri bandamenn. Hann þáöi áöur margháttaöa aöstoö frá Sovétrikjun- um en rak síðan alla sovéska ráöu- nauta úr landi og tók upp samstarf viö Bandaríkjastjórn. Mubarak, sem er fyrrum stríös- hetja, yfirmaöur egypsku flugsveit- anna sem böröust yfir Sinaí í stríöinu 1973, hefur haldiö sig á lægri nótum í forsetaembættinu. Vörumerki hans er varfærnin sem kemur sér betur í heimi þar sem ofstækið situr jafnan í næsta sæti, eins og forveri hans fékk að kenna á. Mohammed Hassanein Heykal, fyrrum ritstjóri Al-Ahram og einn kunnasti fréttaskýrandi og stjórnmálaskriffinnur þarna eystra, segir aö varfærni Mubaraks eigi ræt- ur að rekja til flugþjálfunar hans og henni megi kenna hve lítiö hefur ver- ið gert. — „Þaö er of mikið gert aö því aö hita upp hreyflana án þess aö reyna flugtak,” segir Heykal. „Viö skulum vona aö það verði einhvern tíma reynt að fara á loft.” I viðtali við fréttamann Reuters lýsti Heykal þessum þrem forsetum Egypta í leikhúsmáli: „Hjá Nasser var leiksýning, enda sæmilegt hand- rit. Hjá Sadat voru ýmsar leikhús- brellur en ekkert handrit og engin leiksýning. Núna er ekkert handrit og ekki einu sinni leikhúsbrellur svo að áhorfendur bíða fyrir auðu leik- sviöinu. Ástandið i búðunum hefur skánað síðan þessi mynd var tekin en ekki nógu mikið. Góð laun = 3000 krónur Laun eru góð hjá Centrum, miðað við aðrar verslanir í Póllandi. Sölu- maöur fær um 10.000 zloty á mánuði (3.000 krónur) en yfirmaður getur fengiö f jórfalda þá upphæö. Wojtulewska segir aö aukin neysla almennings muni gera þaö að verk- um að sala hjá Centrum aukist um 20 prósent og veröi 68 milljarðar zloty, eða einn og hálfur miiljarður íslenskra króna. „Fólk hefur nóg af peningum,” segir Wojtulewska. Ákveður sjálf laun og verð Centrum-keöjan heldur nú upp á 15 ára afmæli sitt. Hún hefur lofað aö bæta þjónustuna, enda fái hún sjálf aö ákvaröa verö og laun og hvaö hún selur. En það eru ljón á veginum. Það ill- vígasta er lítiö framboö frá framleið- endum, segir Wojtulewska. Skortur á baðmull hefur orsakað þaö aö lítið er um nærfatnað á búðarborðunum. Hvað ljósaperurnar varðaöi átti búöin von á sendingu en hún myndi ekki fullnægja eftirspurn. Einna tilfinnanlegastur er skortur- inn á klósettpappír í Póllandi. Wojtulewska segist því miður ekki hafa náð í góðan framleiöanda til aö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.