Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Síða 12
12 Ú gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórriarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSÓN Ritstjórar: JÖNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12-14,SlMI 686611 Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI 27022 Afgreiösla.áskriftir.smáauglýsingarog skrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022 Sími ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SIÐUMÚLA12 Prentun: ARVAKUR H F. -Áskriftarverð á mánuði 400 kr. Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblaö 45 kr. Leikur með stóla Ráðherrum Sjálfstæðisflokksins verður skákað milli stóla, hverjum og einum. Ekki eru augljós rök fyrir öllum þeim breytingum. Margt af því virðist sýndarmennska. En eitt er víst: Þetta sýnir, hver hefur tekið völdin í Sjálf- stæðisflokknum. Sagt var, að það hefði fyrst verið í fyrradag, sem Þor- steinn Pálsson varð raunverulegur formaður Sjálfstæðis- flokksins. í upphafi formennsku Þorsteins skrifaði Morgunblaðið, að hann ætti að vera eins konar „blaðafull- trúi”. Þorsteini hefur aldrei liðiö vel í hlutverki blaðafull- trúa, hvorki fulltrúa ríkisstjórnar né Sjálfstæðisflokks. Margsinnis hefur sést, hversu lítil áhrif hann hefur haft á gerðir ríkisstjórnar og þar af leiðandi á stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins. Nú lýkur Þorsteinn störfum sem misheppnaður blaðafulltrúi og verður, vonandi, farsæll leiðtogi Sjálfstæöisflokksins. Ekki er nú augljóst til dæmis, hvaða erindi Matthías Bjarnason á í starf viðskiptaráöherra. Albert í iðnaðar- málin og Sverrir í menntamálin. Þýðir þetta, að þessir menn hafi staðið sig illa í fyrri stöðum? Það verður að minnsta kosti ekki sagt um Albert Guðmundsson, sem hefur reynt að skera niður ríkisútgjöld að megni, en það er eitt hið þarfasta verkefni nú á tímum. Skipt verður um f jármálaráðherra til þess að Þorsteinn Pálsson setji meiri svip á þessa ríkisstjórn. Staða fjár- málaráðherra er oft hérlendis talin ganga næst stöðu for- sætisráðherra að virðingu. Augljóst er, að Þorsteinn gat ekki með góðu móti sætt sig við minna embætti nú, þegar hann ætlar að taka völdin í Sjálfstæðisflokknum. Við bíðuiri spennt eftir því, hvort Þorsteini tekst betur en Albert að fá fagráðherrana til að skera niður útgjöld sín. Vitað er, að menn þurfa töluveröan tíma til að ná fót- festu í nýjum ráðuneytum. Það gengur út af fyrir sig gegn ákvörðun um að skipta mjög mikið um ráðherrastóla. En kannski nýtist Þorsteini í einhverju, hversu litla reynslu sumir ráðherrarnir hafa á nýjum vettvangi og verði því opnari fyrir tillögum Þorsteins um niðurskurð. Ríkisstjórnin hefur auðvitað fengið þá andlitslyftingu, sem lengi hefur verið rædd. Mörgum landsmönnum mun um hríð finnast sem þeir hafi fengið nýja stjórn. Þessi til- finning kann að vara skammt, kannski bara vikur eða mánuði. Meginmálið er, að ríkisstjórnin verður fljótt að sýna, að hún hafi eitthvað traustara til mála að leggja en hin „gamla”. Ella munu landsmenn fljótt sjá, aö breyt- ingin hafi bara verið til að sýnast. Verkefnin hlaðast upp. Róðurinn veröur þungur: fyrst að koma saman fjárlögum, síðar að standa að kjara- samningum. Margt gefur til kynna, að næstu kjarasamningar verði erfiðir og verði prófsteinn á stjórnarsamstarfiö. Verð- bólga vex. Launþegar reyna að knýja fram verðtrygg- ingu launa. Ekki er ólíklegt, að stefni í hörð átök á vinnu- markaði, takist ríkisstjórninni ekki að taka forystu og finna nýjar leiöir. Enn má spyrja, hvort þessi gamla ríkisstjórn með nýja andlitið fái enn að njóta „hveitibrauðsdaga”. Munu landsmenn vænta hins bezta og veita henni svigrúm til að sýna, hvers hún er megnug? Líklegt er, að slíkir hveitibrauðsdagar verði ekki lang- ir. Þorsteinn Pálsson og ríkisstjórnin verði hið bráðasta að sanna, að nú sé stjórnin betri en áður. DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. Hin ýmsu andlit rit- skoðunarinnar Ritskoðun getur tekið á sig ýmsar myndir. Eitt andlit hennar hefur ný- verið birst hjá hinum lögskipuöu rit- skoðendum Ríkisútvarpsins, út- varpsráði. Meirihluti þess hefur ákveðið að alþjóðlegir listamenn, sem leggja lag sitt viö hvítu valda- stéttina í Suður-Afríku, skuli ekki láta ljós sitt skína í Ríkisútvarpinu. Þessi ákvörðun er til samræmis við alþjóðlegar samþykktir, sem Islend- ingar eiga aöild að og hafa átt um skeiö, en þær eru aftur gerðar í fullu samráði við forystumenn suðurafr- ísku þjóðarinnar, sem á nú í sífellt blóðugra stríði við hvíta minnihlut- ann. Þegar þjóöir heims sameinast um slíkar aögerðir verða þær annað og meira en táknrænar, þær verða mikilvægt framlag í þágu þess mál- staðar sem barist er fyrir. Ástæða til hneykslunar? Vart hefur orðið nokkurrar hneykslunar á þessu tiltæki útvarps- ráðs og útvarpsstjóra og þær raddir hafa heyrst að hér sé tilgangurinn látinn helga meðalið. Hljóðvarpi og sjónvarpi ber aö fylgja ákveðinni dagskrárstefnu. Ut- varpsráð ber ábyrgð á þessari stefnu (sbr. 6. gr. núgildandi útvarpslaga) sem skal m.a. felast í því að „virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlut- drægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofn- unum, félögum og einstaklingum.” (3. gr. sömu laga). Með réttu má segja að stjórnendur útvarpsins sýni hlutdrægni þegar þeir hafna viðhlæj- endum ríkisstjórnar Suöur-Afríku. Ef þeir höfnuðu þeim ekki væru þeir hins vegar að draga taum kúgar- anna í Suður-Afríku í augum alls heimsins. Þar með væru þeir einnig sekir um hlutdrægni, en að vísu í víð- ara og flóknara samhengi. I þessu máli gildir, eins og raunar svo oft endranær, og hvort sem okkur líkar betur eða verr: Sá sem ekki er með mér er á móti mér. Eg lít þannig á að styrjaldar- ástand ríki í Suður-Afríku. Islending- ar hafa tekið afstööu í þeirri styrjöld höfum, eins og gerðist nýlega, og senda þá til baka svo rækilega heila- þvegna að þeir skrifa pistla í blöö sín á Islandi, sem viröast teknir næstum orðréttir upp úr áróðursbæklingi Suður-Afríkustjómar frá árinu 1953 eða þar um bil, sem ég komst einu sinni í á háskólabókasafninu í Edin- borg. Bón svartra Suður-Afríkubúa er þessi: „Opnið ekki heimili ykkar fyrir bandamönnum bööla okkar.” Okkur ber að hlýða því kalli ef stuðn- ingur okkar á aö vera meira en orðin tóm. ÞORBJÖRN BRODDASON DÖSENT í FÉLAGS- FRÆÐI VIÐ HÍ Kallinu svarað Ríkisútvarpið hefur nú svarað þessu kalli á sinn hátt og um leið gef- ið okkur kærkomið tilefni til að ræða þessa samviskuspurningu. Aörir fjölmiölar bregðast við hver með sín- um hættir, en þeirra vandi er minni að því leyti að þeir eru óbundnir af lagaskyldum um að halda í heiöri lýðræðislegar grundvallarreglur og tjáningarfrelsi. Það er enda jafngott því ekki líður dagur án þess að dag- blööin, öll með tölu, vanvirði þessar A „Ritskoöun felur nefnilega ekki einvöröungu í sér aö hafna og útiloka. Hún felur einnig í sér aö velja og samþykkja.” og þeir væru ósamkvæmir sjálfum sér ef þeir tækju aö hampa lista- mönnum sem leggja hvíta minnihlut- anum lið. Listamönnum, vísinda- mönnum og íþróttamönnum hefur oft tekist að halda uppi alþjóðlegu samstarfi þrátt fyrir pólitískar erj- ur, en þær stundir renna líka upp í samskiptum þjóöa þegar enginn get- ur skorist úr leik. Viö skulum ekki fara í neinar grafgötur um að ríkis- stjórn Suður-Afríku reiknar sér til tekna hvern einasta erlendan lista- mann sem lætur sig hafa að heim- sækja landið. Ekki er fögnuður þeirra minni þegar þeim tekst að tæla til sín einfeldninga norðan úr hugsjónir. Ekkert væri fjær mér en að leggja til aö lög yröu sett til höfuðs dagblöðunum í þessu efni eöa öðrum, ,en það er eigi að síður dapurleg niðurstaöa að svo illa skuli komiö fyrir þessum grónu fjölmiölum að hvergi í heiminum (svo langt sem kannanir ná) njóti dagblöð minna trausts en á Islandi (sbr. gildakönn- un Hagvangs 1984). Ríkisútvarpið hefur hins vegar gott trúnaðarsam- band viö þjóöina ef marka má hlust- endakönnun frá sl. vori. Þrátt fyrir skort á trausti efast ég alls ekki um að dagblöðin, einkum þau útbreidd- ustu, séu mjög áhrifaríkir fjöimiðl- ar. Utbreiðsla Morgunblaðsins er slík að í raun réttri má líta á það sem þriðja ríkisfjölmiðilinn, viö hlið hljóövarps og sjónvarps. Rætur trúnaöarbrests dagblað- anna viö almenning liggja djúpt, en ein veigamikil ástæða hygg ég aö sé það viröingarleysi sem þessi blöð eiga til að sýna lesendum sínum. Þar á ég m.a. við ritstjórnarstefnu sem umber dagleg sóðaskrif Svart- höföa í DV svo árum skiptir og þá sérstæðu smekkvísi ritstjóra Morgunblaðsins að halda úti föstum þætti fyrir tregsáran fasistaáróður þar sem sami maöur hefur skrifaö á annaö hundrað heilsíðugreinar af því tagi í blaðiö á umliðnum árum. Ríkisútvarpinu héldist ekki deginum lengur uppi slík framkoma í garð al- mennings. Hverju á að hafna — hvað á að velja? Ritskoðun felur nefnilega ekki ein- vörðungu í sér að hafna og útiloka. Hún felur einnig í sér aö velja og samþykkja. Allar ritstjórnarákvarð- anir eru á vissan hátt ritskoðunar- ákvaröanir. Höfnun á einni grein, einni frétt, einni mynd, einu sjónar- horni, táknar jafnframt val á ann- arri grein, annarri frétt, öðru sjónar- /horni, annarri mynd. I ljósi þessa er eölilegt að spyrja hvort Suður-Afríka hafi fengið þá umfjöllun sem henni ber í íslenskum fjölmiðlum. Þeirri spurningu verður þó seint fullsvarað vegna þess að ætíð má mæta henni meö gagnspurn- ingum: Hverju heföi átt að sleppa í staðinn? Er nokkur leið að hafa efnistök þannig að öllum líki? Hvað með Afganistan? Hvaö með Kampútseu? Hvað með Nicaragua? Hvaö með PóUand? Hversu mikið magn af hörmungarfréttum er hægt að láta dynja á þjóðinni áður en hún snýr sér til veggjar í samein- uöu átaki? Allar þessar spurningar og hundraö aðrar eiga fullan rétt á sér vegna þess að okkur er lífsnauð- syn aö fylgjast með þessum og öör- um heimsviðburöum. Einmitt þess vegna verður það þeim mun sárara þegar fjölmiðlar okkar eru staðnir að fádæma einhliða og einfeldnings- legum málflutningi og jafnvel glóru- lausum þvættingi. Og þeim mun meira gleöiefni veröur birting efnis á borð við grein Gísla Gunnarssonar um Suður-Afríku í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Um þessar mundir eru svo afdrifa- ríkir atburðir að gerast í Suður- Afríku aö gild rök hníga að því að fjölmiðlum beri að leggja sérstaka rækt við málefni hennar, jafnvel á kostnað annarra heimshluta. Stjórn- . endum Ríkisútvarpsins ber að svara þeirri gagnrýni, sem beint hefur ver- ið gegn þeim í Suður-Afríkumálinu, með því að efna til aukinnar fræðslu og umræðna um málefni þessa ógæfusama lands. Ognaratburðirnir, sem þar hafa orðið og munu verða, ef mark er að spádómum Tutps biskups, snerta okkur öll, ekki aöeins tilfinningalega og siðferðislega, heldur geta þeir breytt lífskjörum okkar og jafnvel teflt heimsfriönum í hættu. Aörir fjölmiölar verða einnig að axla betur þá ábyrgð sem þeir hafa gengist undir. Bregðist þaö töp- um viö öllu. Þorbjörn Broddason. ( Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.