Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Page 16
16 DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. Spurningin Ferðu oft í kirkju? Siguröur Ólafsson: Þaö keniur fyrir en er núna oröið langt síöan. Gísli Kristjánsson: Nei, þaö er ekki nema viö giftingar og jarðarfarir núoröiö. SigmarSigurösson: Nei, mjög sjaldan. Eg færi þó oftar ef þaö væri ekki alltaf sama ræöan sem væri flutt. Erlendur Kristjánsson: Ekki get ég nú sagt þaö. Sjálfsagt ætti maður að fara oftar. Hildur Siguröardóttir: Nei, ég fer ekki oft í kirkju, það er einna helst aö ég fari viö sérstök tækifæri, s.s. fermingar. Oskar Páisson: Eg fór um daginn en geri þó yfirleitt lítið af því aö fara í kirkju. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur r Anægður með Tarkovski Sjónvarpsáhorfandi hringdi: ,,Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir frá- bært sjónvarpskvöid á mánudaginn. Þar var einn fremsti kvikmynda- geröarmaöur heims tekinn fyrir og ein besta mynd hans sýnd. Fyrir okkur sem höföum séö hana áöur var þaö enduitekin ánægja aö sjá þetta meistarastykki en fyrir aðra hlýtur iiún aö hafa komiö skemmtilega á óvart svona á mánudagskvöldi. Aö vísu naut hún sín ekki sem skyldi í sjónvarpi en þetta var þó viröingar- verö tilraun. Vonandi heldur sjónvarpiö áfram á sömu braut og flytur okkur sanna menningu heim í stofu.” Valsstúlkur vilja fá meiri umfjöllun um kvennaknattspyrnu i fjölmiðlum. Fleiri myndir af stelpum í fótbolta TværíVal skrifa: Viö erum hér tvær sem æfum fót- bolta og viljum við kvarta undan íþróttasíðum dagblaöanna. Á hverjum degi eru birtar myndir af fyrstu deild karla í knattspyrnu og öllum öörum deildum nema kannski þeim yngstu en þeir flokkar koma alltaf á laugar- dögum, en aldrei koma stelpur í blööin og þaö er mjög móögandi því viö erum ekkert verri en strákar í fótbolta. Hér sést Tarkovksi vera að leiðbeina aðlleikkonunni i mynd sinni, Nostalgia, sem sýnd var i sjónvarpi, áhorfendum til mikillar ánœgju. Akranes: ÞAKKA SAMHUG í VERKFALLI Kristjana Vagnsdóttir skrifar: „Mig langar til, þótt seint sé, aö fá aö þakka fyrir þær baráttukveöjur sem viö fiskvinnslufólk á Akranesi fengum í stríöi okkar viö refsi- bónusinn í sumar. Lítinn sem engan stuöning fengum við frá vinnu- félögúm okkar, við vorum frekar sniögengnar meö svip sem sýndi fyrirlitningu á frekju okkar. Mig langar aö fá aö þakka fyrir skeyti sem viö fengum og samhug í réttlátri baráttu. Okkur var meinað aö hengja skeytin upp á vinnustað svo viö gætum sýnt aö þaö væru ein- hverjir sem skildu þarfir okkar.” Hvalveiðar: VORUMST ARODUR GRÆNFRIÐUNGA 11 Konráö Friðfinnsson skrifar: Þaö er kannski aö bera í bakkafullan lækinn að nefna vísindahvalveiöarnar en ég ætla nú samt að gera það. I okkar málflutningi hefur því veriö haldiö fram aö grænfriðunarsamtökin séu ofstækisfull og hafi lítið vit á því sem þau tali um, þau spili inn á tilfinningar en hiröi lítiö um skynsemi. Þetta er alveg rétt, en erum viö nokkuð skárri? Höfum viö ekki keyrt þetta mál áfram af ofstæki? Því þarf allt í einu núna að rjúka í vísindaveiöar þegar andstaöan er svona mikil? Eru virkilega ekki til neinar rannsóknir á ástandi hvalstofnanna þó þeir hafi veriö veiddir síöan um aldamót? Ég legg til aö beöiö veröi í eitt til tvö ár og tíminn notaöur til aö undirbúa jaröveginn vel. Má viö þaö nota sömu aðferöir og grænfriöungar, þaö kostar að vísu töluverðan pening en má ekki líta svo á aö honum sé vel variö. Þaö er staðreynd aö almenningur í Bandaríkjunum er ótrúlega illa upp- Hvaifriðunarmenn við mótmælastöðu. Margir óttast áhrifamátt þeirra ef þeir beita sér gegn fisksölu íslendinga. lýstur og ég er sannfærður um aö hann hefur ekki minnstu hugmynd um þaö sem viö höfum fyrir stafni uppi á Islandi né gildi hvalveiða fyrir okkur. Hins vegar veit hann allt um hval- drápiö. Auðvitaö reyna forráðamenn Hvals h/f að halda sínu fyrirtæki gangandi, þaö liggur í hlutarins eöli. Þeim ber hreinlega skylda til þess þvi Hvalur h/f er traust og gott fyrirtæki sem staöiö hefur á traustum grunni. En allt er breytingumháð. Hvar stöndum viö íslendingar ef stefna grænfriöunga nær hylli al- mennings? Þá er ég hræddur um aö til lítils sé að vera meö öll frystihús landsins full af góöri vöru ef enginn er káupandinn. Viö mættum illa viö þessu. Vanmetum ekki grænfriöunga né al- menningsálitiö. Beitum skynseminni og látum tímann vinna meö okkur. Ég er sannfærður um aö þaö er heilla- vænlegast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.