Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. Opið ð laugardögum PANTANIR SÍMI13010 . " KREDIDKOR 'tÁþjONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. GEYMSLUHÚSIMÆÐI óskast sem allra fyrst, 200 ferm, með inn- keyrsludyrum. Húsnæðið verður að vera upphitað. Hafið samband við auglýsingaþj. DV í síma 27022. H -2800. Nauðungaruppboð á lausafjármunum Að kröfu tollinnheimtu rlkissjóðs og Eimskipafélags Islands hf., fer fram opinbert uppboð laugardaginn 12. október 1985 að Kaplahrauni 3, Hafnarfirði og hefst kl. 13.30. Uppboöiö fer fram til lúkningar ógreiddum en gjaldföllnum aöflutningsgjöldum, flutnings- og geymslukostnaði o. fl. Þess er krafist að seld verði ýmiss konar húsgögn og húsgagnahlut- ar, svo sem bekkir, skápar, innréttingar o. fl., stangajárn, 15.362 kg, vörur úr póstverslun, fatnaður, snyrtivörur o. fl., varahlutir, sýnishorn (styttur), leirflísar, postulln, 118 kg, glervara, 114 kg, kornflögur, 1.8201 kg, vinyláklœði, 200 kg, bifreiö, PMW-Audi, brúnn sykur (melassi) kom með m/s Hofsjökli 27.7. 1984, vörulisti nr. 5 (viötakandi óþekktur) og fleira. Baajarfógetinn I Hafnarfiröi, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Uppboð Eftir kröfu Hestamannafélagsins Fáks fer fram opinbert uppboö á hrossum föstudaginn 11. október 1985 kl. 18.00 viö hesthús Fáks að Víöivöllum i Víöidal. A. Grár hestur, ca 6 —8 vetra, tal. eign Jóhanns G. Jóhannessonar. B. Bleikur hestur, ca 6 —7 vetra, tal. eign Jóns Steinbjörnssonar. C. Brúnskjóttur hestur, ca 14 vetra, tal. eign Þórhalls Halldórssonar. D. Leirljós hryssa, ca 14 vetra, og grár hestur, ca 3 vetra, tal. eign Sig- urðar Ottóssonar. E. Leirljóshryssa, ca 10 —12 vetra, tal. eign Kristins Sigurðssonar. F. Grár hestur, ca 4 vetra, og grá hryssa, ca 4 vetra, tal. eign Trausta Finnbogasonar. G. Rauður hestur, ca 6 vetra, tal. eign Sigvalda Ægissona.. H. Hross í óskilum sem ekki er vitaö um eigendur aö. I. Rauöskjóttur hestur, litill, ca 10 vetra. 2. Jarpur hestur, mark fjööur aftan vinstra. 3. Brúnn hestur meöstjörnu, fulloröinn. Hross þessi voru í landi Ragnheiðarstaöa í Gaulverjabaejarhreppi. 4. Jarpstjörnóttur hestur, ca 8 — 10 vetra. Var í landi Arnarholts á Kjalarnesi. Hrossin veröa seld meö 12vikna innlausnarrétti samkv. 56. gr. laga nr. 42/1969. Greiðsla viö hamarshögg. Uppboðshaldarinn i Reykjavik. Styrkir til náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1986—87. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Styrkfjár- hæðin er 3.510 s. kr. á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, en umsóknir skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S —103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknar- eyðublöð fram til 1. desember nk., en frestur til að skila umsóknum er til 15. janúar nk. Menntamálaráðunaytið, 4. október 1985. Mývatnssveit: Tæknibylting í Kísiliðjunni - f ramleiðsla verksmið junnar gengur vel Dieter Brinkmeyer og Gúnter Casimir, Þjóðverjarnir sem unnu við upp- setningu vélasamstæðunnar. Frá Finni Baldurssyni, fréttaritara DVíMývatnssveit: I haust hefur staöiö yfir uppsetning nýiTar vólasamstæðu i Kísiliðjunni h/f. I henni eru sjálfvirkur staflari og plastari og fara pokarnir meö kísil- gúrnum nú frá pökkunarvélum, sem eru þær sömu og verið hafa eftir færi- böndum í staflarann sem raöar pokunum á vörupalla, pallettur, og eru 3 pokar i hverri röö. Þaöan fara palletturnar í pressu og síðan í plastarann sem býr sjálfur til plast- hettur úr plastlengju af stórri rúllu og steypir hann hettu yfir hverja pallettu og hitar síðan plastiö meö gasloga og herpir þaö aö pokunum. Aö lokum skilar þessi vélasamstæöa frá sér 2 plöstuðum pallettum hliö viö hlið á enda kerfisins og þar eru þær teknar meö lyftara og þeim raöaö upp í skemmu, tilbúnum til flutnings frá verksmiðjunni. Þetta mun spara 5 starfsmenn því fækkaö veröur um einn pakkara á hverri vakt og veröa þeir nú tveir í staö þriggja áöur. Vélasamstæöan var tekin í fulla notkun um miöjan september. Hún var sett upp af starfs- mönnum fyrirtækisins. Einnig unnu viö uppsetninguna Þjóöverjarnir Giint- er Casimir og Dieter Brinkmeyer sem stjórnaöi uppsetningu véla. Þeir eru frá framleiöandanum sem er þýska fyrirtækiö Möllers Maschinenfabrik. Árni Pálsson, rafvélavirki í Kísiliöj- unni, stjórnaöi uppsetningu rafkerfis vélasamstæöunnar. Svipaður búnaður var settur upp í Sementsverksmiöju ríkisins á sl. vetri frá þessu sama fyrir- tæki. Eftir 8 mánuöi var framleiðsla Kísiliöjunnar á árinu yfir 19 þús. tonn og stefnir því í nýtt framleiðslumet. Sigurður Arnar Ólafsson að setja pallettur i nýju vélasamstæðuna. Ellert Hauksson að pakka. Ekki var skipt um pökkunarvélar. DV-myndir Finnur Baldursson. Vaskir sveinar og einir á báti — en bryggjusmiðir og siglarar miklir Þeir eru vaskir sveinar og vanir menn á tjörninni vestan Drottningar- brautarinnar á Akureyri, allir 10 ára og í fjóröa bekk Barnaskóla Akur- eyrar. Og búnir aö læra heima þegar viö hittum þá á mikilli siglingu dag einn síödegis. „Viö erum í skólanum fyrir hádegi og siglum hér á tjörninni hvern einasta dag þegar þaö er gott veður. Viö eigum heima hérrétthjá.” Það var sjálfur kafteinninn og út- gerðarmaöurinn, Stefán Freyr Jóhannsson, sem varö fyrir svörum. I áhöfn hans voru þeir Eiríkur Arnar Magnússon og Hilmar Þór Pálsson. AUir eru þeir miklir siglarar og reyndar bryggjusmiöir líka. Eftir þá liggja tvær krossviðarbryggjur viö tjörnina. „Nei, viö erum nú ekki í neinum siglingaklúbb, erum bara hérna fy rir okkur í rólegheitunum. ’ ’ -JGH. Riddarar tjarnarinnar róa í rólegheitum. Frá vinstri: Stefán skipper Jóhannsson, Eirikur Arnar Magnússon og Hilmar Þór Pálsson. — Hvað um skólann? ,,Það er allt i lagi, við erum búnir að læra heima." DV-mynd JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.