Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 37
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Nancy hlustaði alltaf Áður hefur veriö skýrt frá því hér á síöum hvernig leikkonan Jane Wyman þjáöist í hjónabándi meö þeim málglaða Ronald Reagan sem aldrei þagnaði — jafnvel ekki í svefni. En það er sjálfsagt að segja frá ævintýrum sem enda vel og svo var um samband Ronalds við Nancy Davis sem dáðist aö orðsnilldinni hvað sem á gekk. Hann haföi horfst í augu við vandamálið með málgleð- ina sem rænt hafði hann eiginkonu, börnum og einstaka vinum — og var tekinn upp á að hlusta á aðra svona til tilbreytingar. En þá kom Nancy. Hún gat ekki dregið dul á hrifningu sína hvaö sem Ronald malaði og þar með var fjand- inn laus — hann endaði sem forseti Bandaríkjanna nokkrum árum síð- ar. Því meira sem af vörum hans hraut þeim mun hrifnari og áhuga- samari varð Nancy — ómetanlegur æfingabolti fyrir mann sem gerir ræðumennsku að lífsstarfi. Hún lítur upp til hans á öllum sviðum og ekki Iþarf annað en skoða myndir af þeim hjónum eða sjónvarpsupptökur — Nancy lítur ekki af gullinu sínu og gleymir aldrei að leggja eyrun við gullkornum eiginmannsins. Nýleg mynd af þvi fræga Gaborgengi og þarna er mamman komin í hópinn. Smám saman fór hún að fylgja enda erfitt að greina nokkurn aldursmun þegar frá leið. GABOR-GENGIÐ Barnamyndir eru alltaf með ein- dæmum vinsælar og hér kemur ein af Gaborgenginu en það eru þær systur Magda, Zsa Zsa og Eva Gabor. Þær eru einkum þekktar fyrir að giftast vel fjáðum karlmönnum og taka þátt í ljúfa lífinu af krafti. Eitthvað er nú tekið aö draga af þeim systrum á síð- ari árum — aldurinn að færast yfir — en móðirin hefur svo líka bæst í hópinn og sér um að þær gangi ekki of langt í hressileikanum. Fyrrnefnd mynd er í miklum metum hjá Zsa Zsa sem segir hana minna sig á horfna dýrðardaga bernskunnar heima í Ungverjalandi þegar móöirin fór með þeim í óperuna á hverjum laugardegi — allar voru með f jóluvönd í fangi. Lífið fór síðar ómjúkum hönd- um um þær systur — einkum þó Evu og Zsa Zsa — og í dag forðast þær hjóna- bönd eins og heitan eldinn — enda báð- ar með langa reynslu af hjónalífi sem alltaf endaði meö skilnaöi. Mynd af Gaborgenginu i Ungverjalandi. Sætar og saklausar Magda, Zsa Zsa og Eva og höfðu ekki grun um Ijúfa lifið sem beið þeirra með tilhoyrandi þyrnum hinum megin Atlantsála. Zsa Zsa var 5 ára þegar myndin var tekin og segir þetta með betri minningum á lífsleiðinni. „Það besta sem ég fæ er banani, kornflex og seriós," sagði vinkonan, Helga Margrét, og lét snjókarlinn hneigja sig virðulega fyrir Mikka mús. Börn og fullorðnir eru oft ekki á einu máli um bragðgæði hinna ýmsu fæðu- tegunda og því hefur færst í vöxt aö sérstakur barnamatseðill er boöinn á helstu veitingahúsum þar sem búast má viö yngra fólkinu í hópi gestanna. Flugleiöir hafa ákveðiö aö feta í þessi spor og fengu í lið með sér barnahóp úr Keflavík til þess að velja matseðilinn aö eigin höfði. Það var því ys og þys í kaffiteríu Flugleiða þar sem bragð- prófunin fór fram og krakkarnir ófeimnir við að gefa matnum einkunn. „Síðast þegar ég fór í flugvél var bara bleikt skyr þar —' ojbara — það var ekki gott,” segir ein kotroskin með fléttur í trúnaðarrómi. Og bætir við: „Ég hef þrisvar sinnum farið í flug- vél og man ekki hvað ég fékk að borða í hin skiptin en það var ekki gott held- ur.” Vinkona hennar kemur að borðinu með bakkann sinn og sú stutta upplýsir okkur um að hún sjálf heiti Jana María Sigurðardóttir en vinkonan Helga Mar- grét Olafsdóttir. „Brostu, Helga Margrét, sérðu ekki aö maðurinn er að taka mynd af þér? Skipunartónninn setur Helgu Margréti út af laginu þannig að feimnin nær ger- samlega yfirhöndinni. „Veistu aö mamma mín er svo hrædd við hundinn hennar Helgu Mar- grétar?” Þetta er sagt í trúnaðarrómi. „Þegar hún er berfætt og hundurinn þefar af fótunum á henni, segir hún: Farðu Konní! ” Meö fylgir hress hlátur og smávægileg viðbót. „Svo verður mömmu minni svo flök- urt þegar hún heyrir í flugvél að hún getur ekki einu sinni horft út um glugg- ann!” „Eg hef aldrei farið í flugvél, nema í maganum á mömmu,” skýtur vinkona hennar hógvær inn í og Jana er fljót að hugga. „Ein stelpa sem ég þekki hefur aldrei á ævi sinni farið upp á völl.” Svipurinn sem fylgir bendir til aö þarna séu ótrúlegar staðreyndir á ferð- inni. Vinkonurnar sýna matnum mik- inn áhuga og ræða innihaldið af þekk- ingu. Eru reyndar báðar með jógúrt og banana á bakkanum, ásamt korni og brauöi. Segjast aðspurðar alltaf boröa svona í morgunmat og því eigi að gera þaö í flugvél líka. Enda þyki þeim þetta gott. Starfsfólk Flugleiða er á þönum í kringum gestina við að taka niður ósk- ir hinna ungu dómara og gæta þess að ekkert fari úrskeiöis. Þær stuttu fylgj- ast rólyndislega meö athöfnum þeirra eldri og svo segir Jana stundarhátt: „Þeir eru ruglaðir, þessir karlar — núna taka þeir bakkana og allir eftir að borða það sem er á þeim! ” Þessu fylg- ir kitlandi fliss yfir heimsku og fáfræði hinna fullorönu. „Annars er skrýtið að fara í flugvél. Síðast var ekkert að gera, bara blað að skoða.” Fullyrðingin kom vegna smáhluta sem verið var að sýna þeim, en um borö í Flugleiðavélum fá börnin lita- bækur, liti, spil og önnur smáleikföng til þess að stytta stundirnar. „Þetta er skemmtilegt, ég kann ólsen-ólsen og veiðimann,” segir Jana, lítur snöggt upp, bendir á mann við langborðið meö sýnishornunum og seg- ir: „Vá, hvað maðurinn fær sér mikið, núna er hann búinn með tvo svala! ’ ’ Það er liöið aö lokum þessarar bragðprófunar og í ljós kemur að börn- in hafa mun betri matarsmekk en hinir fullorðnu höfðu gert sér grein fyrir í upphafi. Langflestir vildu jógúrt, korn og ávexti en inn á milli voru svo súkku- laðistangir og sleikipinnar. Á útleið smellir Jana sér að boröinu og sýnir poka sem hún fékk að skilnaði. „Fékk Flugleiðaspil, Flugleiðakort, liti, litabók og kall.” Henni veröur litið á bakkann á borðinu og bætir snögg- lega viö. „Eigum við ekki að ganga frá þessu og hvað á að gera við þessa brauð- mylsnu?” Hún þrífur bakkann, tekur bréfþurrkuna af, hellir mylsnunni í hvelli á gólfið og setur þurrkuna vand- lega á aftur. Sléttar svo ánægö yfir, kveður og snarast út. Bragöprófun fyr- ir Flugleiöafyrirtækið er lokiö af henn- ar hálfu. ^n„úrapo—-uta ~ -..III Áfram Skapstærsta par veraldar — Tatum O’Neal og Joe McEnroe viröast hafa fundiö aöferð til þess aö hanga saman þrátt fyr- ir hörkuátök inn á milli. Tatum er stórkostlegur stuöningur á vellinum — hávær öskur og hvatningaróp ýta undir Jóa karlinn og rugla andstæöing- ana í ríminu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á einum kappleikjanna, núna í haust og segja meira en mörg orö um ómetanlega hæfi- leika Tatum sem vallargests!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.