Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 2
"V. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. ÞRKMUNGUR UNGS FÓLKS í REYKNUM Á sama tíma og niu af hverjum tíu ungmennum nota áfengi meira eöa minna eru þaö aðeins þrír af hverjum tíu sem nota tóbak. Sígar- ettureykingar eru þar mest stund- aöar og þar eru stelpur i meirihluta. Þetta er ein af þeim niöurstöðum sem koma fram eftir könnun land- læknis og fleiri á vímu- og ávana- efnaneyslu ungs fólks úr árgöngun- fleiri stelpur en strákar reykja sígarettur um 1968, 1966 og 1964. Af 2.136 sem svöruðu, svöruöu 30,7% þannig aö þau notuðu tóbak, 33,8% stelpna og 27,9% stráka. Mest tóbaksnotkun var í ár- gangnum 1964 og þar reykja 42,4% kvenna og 38,4% karla. I hinum ár- göngunum er notkunin áþekk en nokkru minni en hjá þeim elstu. Sem fyrr segir eru sígarettureyk- ingar algengasta tóbaksnotkunin. Karlkynið notar einnig nokkuö bæði vindla og píputóbak, kvenkynið ber þaö aðeins viö. Meira aö segja eru til stúlkur sem taka í nefiö eöa vörina þótt piltar séu þar ögn fleiri. Flestir byrja aö reykja á aldrinum 14—17 ára en ætlað er aö 5—9% unga fólksins byrji reykingar 13—14 ára eða yngri. Rúmlega 44% sógöust reykja heima aö staöaldri, 25% í skólanum eða nágrenni en 31% annars staöar. I könnuninni kom einnig fram aö 41,4% sögöu feður sína reykja og 37,5% mæöur sínar. t>á sögöu 31,2% systkini sín reykja. -HERB. Þorsteinn úr nef nd Vegna þess aö Þorsteinn Pálsson tekur við starfi fjármálaráðherra veröur hann að fara úr fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar en þaö er eina nefndin sem hann á sæti í á Al- þingi. Samkvæmt venju sitja ráðherrar ekki í nefndum Alþingis. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki enn ákveöið hver tekur sæti Þorsteins í nefndinni. Þingflokkarnir hafa allir valiö sína formenn. Ástandiö er óbreytt nema aö Sigríður Dúna Kristmundsdóttir tekur viö formannsstarfi af Kristínu Hall- dórsdóttur í Samtökum um kvenna- lista. Olafur G. Einarsson heldur áfram sem þingflokksformaður hjá Sjálf- stæðisflokki, Páll Pétursson hjá Fram- sóknarflokki, Eiöur Guðnason hjá Al- þýðuflokki, Guömundur Einarsson hjá Bandalagi jafnaðarmanna og Ragnar Arnalds hjá Alþýðubandalagi. Á þriöjudag veröa væntanlega kosn- ir þingforsetar og varaþingforsetar. Líklegt þykir aö óbreytt skipan veröi í þau störf. APH Flest bendir til að pólitiskar sefingabúðir hafi risið á flötinni fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Ungir mennskælingar æfa þar nú hlaup í skarðið á sama túninu og ráðherrarnir lærðu þann fjöruga leik. DV-mynd GVA. RÁÐHERRA- LEIKUR? Þriðjungur af lífeyri í hitaveitukostnað DV ræðir við ellilífeyrisþega á Akureyri Mikil reiði ríkir nú meöal Akur- eyringa vegna hárra orkureikninga frá hitaveitu staöarins. Má segja aö tveir menn hittist ekki svo aö hita- veituna beri ekki á góma. Páll Halldórsson, 83 ára ellilífeyris- þegi, er einn þeirra sem hafa fengið óvænta sendingu frá Hitaveitu Akur- eyrar. Þann 1. október sl. barst honum reikningur upp á 7.366 krónur fyrir septembermánuö. Páll starfaöi áður sem trésmiöur. Sér til framfæris hefur hann nú ellilaun og greiðslur úr lífeyrissjóöi trésmiöa. Þaö gerir samtals um 20.000 krónur á mánuði. Af því fer rúmur þriðjungur til hitaveitunnar. Páll býr í einbýlishúsi aö B jarmastíg 6 á Akureyri. Þaö er meðalstórt, byggt 1942. „Hitakostnaöur hjá mér er nú hærri en nokkru sinni fyrr,” sagöi Páll. „Eg er ekki einn um aö vera óánægður meö þetta því hálfur bærinn talar um þessa háureikninga.” Þetta mun rétt vera sem sést best á því að stööugur straumur fólks hefur verið til hitaveitunnar undanfarna daga. Eru menn aö láta kanna siná reikninga því að margir álíta aö hita- veitan hafi áætlað um of aö þessu sinni. Jón G. Hauksson/Akuroyri. „Hitakostnaður hjá mér er hærri nú en nokkru sinni fyrr," segir Páll Halldórsson. DV-myndJGH. Hlaðvarpinn: Fékk 2 millj- óna styrk f rá Albert Fjármálaráöherra, Albert Guö- mundsson, veitti Hlaðvarpanum, húsi kvenna viö Vesturgötu 3, tveggja milljóna kr. styrk sl. mánudag. „Þetta er styrkur til menningar- stofnunarinnar sem konur eru aö setja á stað við Vesturgötu,” segir Albert Guömundsson. Þessi styrkur kemur Vesturgötu 3 - mjög vel og var fyrirsjáanlegt aö erfiðlega mundi ganga aö greiöa afborgun af húsunum sl. mánudag sem nam 1,35 milljón krónum. „Þetta bætir hag okkar mikiö og gefur okkur tíma til aö vinna áfram aö uppbyggingu menningarmiö- stöðvar kvenna að Vesturgötu 3,” segir Helga Bachmann, formaöur stjórnar Vesturgötu 3 hf. APH Alþýðuflokkurinn frestar vantrausti: Ætla að sjá hvaðbýrí Þorsteini Á flokksstjórnarfundi Alþýöu- flokksins, sem haldinn var í Borgar- nesi á dögunum, var samþykkt aö lýsa yfir vantrausti á ríkisstjómina í þingbyrjun. Nú virðist hins vegar ætla aö verða bið á þessari van- traustsyfirlýsingu. „Við erum nú ekki endilega hættir við það. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekiö af okkur ómakiö og lýst yfir vantrausti á efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar, og fjármálaráðherra sérstaklega, með þeim mannaskiptum sem nú hafa oröiö. Viö ætlum því aö bíða átekta og sjá hvaö þessar breytingar þýöa pólitískt séö. Við munum því bíöa eftir nýju fjárlagafrumvarpi nýs fjármálaráöherra vegna þess aö það mun skera úr um það hvort hérna sé um aö ræða breytingar í efnahags- málum eöa ekki,” segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýöu- flokksins, í viötali viö DV og segir aö vantraust á ríkisstjómina verði endurskoöaö þegar Þorsteinn er bú- inn aö sýna hvaöa breytingar veröa gerðar. APH Nýja Dauphin- þyrlan afhent í næstu viku Aerospatiale-verksmiöjumar frönsku afhenda Islendingum Dauphin-þyrluna nýju næstkomandi miðvikudag, 16. október. Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fara út á mánudag eöa þriöjudag til aösækjaþyrluna. Þeir sem fara út eru flugstjórarn- ir Páll Halldórsson og Benóný Ás- grímsson, Páll Halldórsson tækni- stjóri og Jón Pálsson yfirflugvirki. Ekki liggur fyrir hvaða daga þyrl- an kemur til Islands. Gæslumennira- ir þurfa einhverja daga í þjálfun á þyrluna og til aö kynnast nýjum tækjabúnaði. Þá mun taka þrjá eða fleiri daga að fljúga þyrlunni heim í áföngum. -KMU. olBiL ast0 ÞROSTUR 685060 vö Flytjum allt frá smáum pökkum upp í heiiar bú- slóðir innanbæjar eða hvert á land sem er. 685060 LÖGGJÖF SETT UM VERÐBRÉFAMARKAÐ Að sögn Steingríms Hermannssonar forsætisráöherra verður lagt fram frumvarp til laga um veröbréfa- markaöinn hér á landi á Alþingi í vetur. Hann sagöi að mikilvægt væri aö sett yrðu lög um þennan markað svo hægt væri aö hafa stjórn á fjármagnskostn- aöi og vöxtum. Hann benti á aö aðeins 22 prósent af útlánsfé færu í gegnum bankana. Afgangurinn færi í gegnum lifeyrissjóöi og „hinn opna markaö á götuhomum” eins og hann orðaöi þaö. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.