Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. 3 Lánsumsókn Búseta: Lögð fyrir hús- næðisstjóm í næstu viku Vonir standa nú til að álit félags- íbúðanefndar um lánsumsókn Búseta verði lagt fram á fundi húsnæðisstjóm- ar næsta miðvikudag. I húsnæðisstjóm verður síðan tekin endanleg afstaða um hvort Búseti fær lán úr bygginga- sjóöi verkamanna. Uppi í Grafarvogi bíður krani og hef- ur beðið í nokkrar vikur eftir því að geta byrjað að grafa grunn fyrir húsi því sem Búseti hyggst byggja þar. En vegna dráttar ákvörðunar um lánveit- ingu til Búseta hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. — Eru Búsetamenn að verða úrkula vonar? „Nei, ekki segi ég það. Hins vegar ef ekkert gerist í þessum málum á næst- unni er útlitið ekki glæsilegt,” segir Reynir Ingibergsson, framkvæmda- stjóri Búseta. Félagssamtökin hafa sent bréf til fé- lagsmálaráðherra þar sem hann er beðinn að greiða götu þeirra. Félags- málaráðherra segist vera allur af vilja gerður í þessu máli. Fyrst verður að afgreiða málið úr fé- lagsíbúðanefnd, sem er undimefnd húsnæöisstjórnar. „Við höfum verið að skoða þetta mál undanfarnar vikur. Það er fyrst og fremst veríð að kanna með hvaða hætti Búseti fellur að lögunum um bygginga- sjóð verkamanna,” segir Grétar Þor- steinsson, formaður nefndarinnar. Hann segist vona að því verki ljúki á næstu dögum og málið verði vonandi lagt fyrir húsnæðisstjóm í næstu viku. APH 24 ÁRA MAÐUR í GÆSLUVARDHALD Sakadómur Reykjavíkur úrskurðaöi 24 ára mann í gæsluvarðhald til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn sl. miðvikudag, en hann hugðist fara utan á fimmtudagsmorguninn. Hann er grunaður um að hafa svikiö um 600 þúsund krónur út úr bönkum og fyrir- tækjum á tveimur sl. mánuðum og not- að peningana til þess að kaupa fíkni- efni erlendis og smygla þeim til lands- ins og selja. Rannsókn á þessum málum hefur staöið yfir í langan tíma. Maðurinn hefur játað en öll kurl eru ekki komin til grafar. Rannsóknarlögregla ríkis- ins vinnur nú við að ná endum saman. -SOS TM-HUSGOGN tCllVM * Sídumúla 30. simi 68-68-22 tcr inc Sófasettíð----------------------------------------- Stórfallegt sófasett á hagstæðu verði skoðið það um heigina iai"!"'d:::„kt:l2,1ik2lo1g;,1r16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.