Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 5
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985.
Sjóræningjarnir í ítölskum höndum:
Bandaríkin vilja framsal
Ránið á palestínsku hryðjuverka-
mönnunum mun halda lögfræðingum
í vinnu í marga mánuði, segja sér-
fræöingar. Bandaríkjamenn hafa
krafist þess að Palestínumennimir
f jórir verði framseldir. Þeir segja að
bandarískir dómstólar eigi jafnmik-
inn rétt á að fara með mál sjóræn-
ingjanna eins og ítalskir dómstólar.
Italar munu líklega ekki vera sam-
mála.
„Bandarískar orrustuvélar í al-
þjóðlegri lofthelgi neyddu flugvél
annars lands, sem var að borgara
þess þriðja' innanborös, að lenda á
landsvæði þess fjórða,” sagði einn
lögfræðingur og hristi hausinn.
Ef sjóræningjarnir veröa sendir
fyrir bandarískan dómstól eiga þeir
yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir
morðið á gömlum Bandaríkjamanni
i hjólastól sem þeir drápu um borö í
skipinu.
Heimildir innan PLO segja að ná-
inn samstarfsmaöur Yassers Ara-
fats, Abu Abbas, hafi verið um borð í
egypsku flugvélinni með sjóræn-
ingjunum. Talsmaður Bandaríkja-
forseta segir að tveir Palestínumenn
aðrir en sjóræningjarnir hafi verið
um borð og Italir hafi fullvissað
Bandaríkjamenn að þeir verði hafðir
í haldi fyrst um sinn.
Reagan Bandaríkjaforseti sagði í
gær að nú mætti hryðjuv.erkamönn-
um vera ljóst að þeir gætu hvergi
faliðsig.
Læknar gegn kjarnorku-
vá f engu f riðarnóbelinn
Friöarverðlaun Nóbels í ár fá alþjóð-
leg samtök lækna gegn kjarnorkuvá.
Stofnendur samtakanna munu taka á
móti verðlaununum í Osló í desember.
Þeir eru Bandaríkjamaöurinn Bern-
ard Lown og Sovétmaðurinn Evgení
Tsjazov.
Báðir eru nú í Genf þar sem þeir
halda upp á fimm ára afmæli samtak-
anna.
Nóbelsnefndin veitti samtökunum
friðarverðlaunin fyrir að minna menn
á „hinar hörmulegu afleiðingar kjarn-
orkustríðs”.
Iðgjöldin of
há í áratugi
— segja Samvinnutryggingar
um brunatryggingar húsa
Húseigendur í landinu hafa áratug-
um saman greitt hærri iðgjöld af
brunatryggingum en ástæða var til
með hliðsjón af áhættu, segir í frétt frá
Samvinnutryggingum í tilefni af samn-
ingi sem tryggingafélagið gerði við
Hafnarfjarðarbæ þann 8. október
síðastliöinn.
I frétt Samvinnutrygginga segir
ennfremur:
„Við athugun á þróun iðgjalda og
tjóna i Hafnariirði siðastliðin fimm ár
Fáskrúðsfjörður:
Bónus-
samningar
samþykktir
Frá Ægi, fréttaritara DV, Fáskrúðs-
firði:
Á fundi Verkalýðs- og sjómanna-
félags Fáskrúðsfjarðar, sem haldinn
var í gær, voru bónussamningarnir
fyrir frystihús samþykktir með 32
atkvæðum gegn 10. Sjö seðlar voru
auðir.
Bónussamningar fyrir saltfiskverk-
un voru samþykktir samhljóða.
kom í Ijós að af hverjum 100 krónum,
sem íbúar Hafnarf jarðar greiddu í ið-
gjöld, voru þeim greiddar 26 krónur
vegna tjóna.
Þar sem eitt sveitarfélag, eins og til
dæmis Hafnarfjörður, er tæplega
marktæk stærð við slika athugun, var
tjónshlutfall einnig athugað á Stór-
Reykjavíkursvæðinu öllu og kom þá í
ljós svipuö niöurstaöa, það er að segja
25 til 30 prósent tjón af iðgjöldum.
Þegar tilboð í brunatryggingar húsa
í Hafnarfirði voru opnuð þann 17.
september síðastliðinn kom í ljós að til-
boð Samvinnutrygginga var hag-
stæðast fyrir húseigendur í Hafnar-
firði, sem nú hefur leitt til þeirrar
niðurstöðu að bæjaryfirvöld hafa
samið við félagið um tryggingar þess-
ar og með því sparaö íbúum byggðar-
lagsinsumfjórarmilljónir króna.”
I frétt Samvinnutrygginga segir að
tilboð félagsins hafi nú þegar haft áhrif
á iðgjöld í öðrum byggðarlögum og
muni að lokum allir landsmenn njóta
góös af.
„Framtak bæjarstjómar Hafnar-
fjarðar og tilboð Samvinnutrygginga
mun lækka iðgjaldakostnað lands-
manna um tugi milljóna króna.” segja
Samvinnutryggingar. -KMU.
Forseti Rotary Interna-
tional heimsækir ísland
Um næstu helgi kemur hingaö til
lands forseti Rotary International,
bandaríski skurðlæknirinn, Edward F.
Cadman. Hann kemur hingaö ásamt
konu sinni, Mary Jean, í boði íslenska
Rotary-umdæmisins. Cadman er nú á
ferðalagi til að heimsækja Rotary-
klúbba vítt um veröld.
Meðan Cadman dvelur hér
heimsækir hann m.a. forseta Islands,
Landspítalann og Hitaveitu Suöur-
nesja í Svartsengi. Á sunnudaginn, 13.
október nk., situr hann sameiginlegan
hátíðarfund íslenska Rotary-
umdæmisins í hádeginu á Hótel Sögu í
boði Húnboga Þorsteinssonar,
umdæmisstjóra Rotary hér á landi, en
hann er félagi í Rotary-klúbbi Borgar-
ness.
Rotary-fundurinn á Hótel Sögu hefst
kl. 11.30.
Edward F. Cadman.
Það er víðar togad þessa dagana en íþingflokkum stjórnarflokkanna. í átakamiklu
reiptogi, sem efnt var til í gœr milli menntaskólanna við Hamrahlíð og Sund, háru
Hamrahlíðarmenn loks sigur úr býtum. DV-mynd: PK.
=t f
^ - -(ll 4 Þit 4 tír æk 1
PJOfl
-....Xiílil
1
FRÁGANGUR INNFLUTNINGSSKJALA,
*
FRÁGANGUR ÚTFLUTNINGSSKJALA,
BANKAÞJÓNUSTA OG FERÐIR í TOLL,
$
UMSJÓN MEÐ ENDURSENDINGUM
TOLLAFGREIDDRA OG ÓTOLLAFGR. VARA,
$
VERÐÚTREIKNINGAR,
*
PÖKKUN OG UMSJÓN BÚSLÓÐA TIL FLUTNINGS,
*
TRANSIT VÖRUAFGREIÐSLA,
TELEXÞJÓNUSTA,
*
VÉLRITUNAR- OG LJÓSRITUNARÞJÓNUSTA,
ERLENDAR BRÉFASKRIFTIR, VIÐSKIPTABRÉF,