Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 6
.cku aaaoTMO ,si huoaíwaouAvI ,vo DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. Erlend bóksjá Erlend bóksjá )0M ATHAN PHILIPS ARTSAND ENTCKTAÍHHENT GAME Veistu svarið? UTTERLY TRIVIAL KNOWLEDGE. The Arts and Entertainment Game. Höfundur: Jonathan Philips. The Politics Game. Höfundur Michael Morrogh. Penguin Books, 1985. Hvers vegna eru börn hrifin af Theodore Roosevelt, forseta Bandaríkjanna? Hvaða þjóðhöfðingi bar óbeint ábyrgð á dauöa Descarters? Þegar Halifax lávarður hitti hann fyrst árið 1937 hélt hann að maöurinn væri dyravörður og rétti honum hatt sinn. Hvaöa maður var það? Hvaöa stjórnmálaflokkur fékk nafn sitt af írskum þjófum? Þetta eru aðeins fjórar spurn- ingar af 228 sem er aö finna í of- angreindri spumingaleikjabók um stjómmál. Sú er ein í röö slíkra bóka, sem Penguin Books hefur gefið út. Hinar fjalla m.a. um skemmtanaiönaöinn, íþróttir, tónlist og viðskiptalífið, svo dæmi séu tekin. Bækur þessar eru þannig upp- byggöar að auövelt er fyrir les- endur að keppa við félaga sína óg vini. Spurningarnar eru bæði um mikilvæg atriði og algjör smámál eins og reyndar samheiti bók- anna gefur til kynna. Ef þessar tvær bækur um stjómmálin og skemmtanalífið eru dæmigerðar fyrir þessa bókaröö, eru hér á ferðinni að- gengilegar og f jölbreyttar spurn- ingabækur. Þótt að sjálfsögðu sé nokkur bresk slagsíða í spurn- ingavalinu er einnig mikið um „alþjóðlegar” spurningar, sem islenskir lesendur ættu að hafa sömu aðstöðu til að svara og Bretar. Og spurningarnar hér aö ofan? Allt í lagi, svörin eru þessi: 1. Eftir Teddy Roosevelt eru leik- fangabangsar, Teddy Bears, nefndir. 2. Kristín Svíadrottning —Descarte ofkældist er hann var kennari hennar. 3. Adolf Hitl- er. 4. Breski íhaldsflokkurinn (TheTories). Góða skemmtun! STANLEY OG KVENFÓLKH) STANLEY AND THE WOMEN Höfundur: Kingsley Amis. Penguin Books, 1985. Breski rithöfundurinn Kingsley Am- is var hér áður fyrr einn hinna „ungu, reiðu manna”, sem hristu upp í ensku listalífi á sjötta áratugnum. Þá skrif- aöi hann skáldsöguna Lucky Jim, napra ádeilu á breskt háskólalíf. Þeirri bók var afar vel tekiö. Svo virðist sem Kinsley Amis sé enn reiður, en andúð hans beinist nú inn á aðrar brautir. í þessari nýjustu skáld- sögu hans, sem vakið hefur mikið umtal bæði í Bretlandi og Bandaríkj- unum, eru það kor.ur sem fá fyrir ferð- ina. Höfuðpersónan, Stanley, hefur sem sé þá skoðun að konur séu al- mennt talaö kiikkaöar. Þaö á þó alveg sérstaklega við um femínista. 1 því efni virðast skoðanir höfundarins og aöalpersónunnar fara nokkuð saman. Amis er nefnilega það sem eitt sinn var í tísku að kalla karlrembusvín og er bara harla ánægöur meö þaö. Stanley kallinn á við mörg vanda- mál að stríða í sögunni. Hann er kom- inn á miðjan aldur og er kvæntur öðru sinni (fyrri konan, leikkona, fór frá honum til að giftast leikstjóra, sem reyndar stýrir einkum flöskunni). Síöari eiginkona hans er aðstoöarrit- stjóri bókmenntatímarits. Hjá honum býr einnig uppkominn sonur af fyrra hjónabandi. Daglegt líf Stanleys virð- ist í tiltölulega föstum skoröum þegar sonurinn tekur allt í einu upp á því aö geggjast — fær ofsóknarbrjálæði. Af þeim sökum raskast hversdagurinn heldur betur hjá Stanley. í þessum vandræðum með soninri reynir mikið á samskipti Stanleys viö konur. Þar koma sérstaklega við sögu núverandi og fyrrverandi eiginkonur og svo sálfræðingur einn, sem hefur Steve til meðferöar en virðist þó aö áliti Stanleys, frekar þurfa sjálf á geð- lækni að halda. Verður þessi reynsla síst til þess að bæta álit Stanleys á kvenfólki. Kinsley Amis dregur persónur sínar skörpum, skýrum dráttum svo þær öðlast líf og lit. Hann segir söguna afar vel, kryfur samskipti persónanna til mergjar og kryddar frásögnina hvassri fyndni og nöpru háði, sem sumum kann að þykja jafnlítiö um og viöhorf Stanleys til kvenna. En þaö sem meginmáli skiptir er aö skáldsag- an er bráðskemmtileg aflestrar, enda líklega með því besta sem Amis hefur skrifað. Og vafalítiö á aumingja Stan- ley ýmsa þjáningar- og skoðanabræð- ur. á V Sherlock Holmes afturgenginn THE FURTHER ADVENTURES OF SHERLOCK HOLMES. Ritstjóri: Richard Lancelyn Green. Penguin Booka, 1985. Það gerist stundum að sögu- persónur lifa höfund sinn í verkum annarra manna. Nýjasta dæmið þar um er sköpunarverk Ian Flemmings, breski njósnarinn James Bond. Um hann hafa verið samdar margar skáldsögur eftir að Flemming lést. Þetta á ekki síður við um einka- spæjarann snjalla, Sherlock Holmes'. Þegar skapari hans, Sir Arthur Conan ; • HH t! ÍUii! « SiH s ‘5 0! SHERLUCK HOLMES AFTLR SiK ARÍ HUK CON'AN IX)VÍL tiHUt U K Ax’i * JS > n\ Ríchard Linicciyii Green BANDARÍKIN BANDARÍKIN 1. Stephen King: THINNER. 2. Frederick Forsyth: THE FOURTH PROTOCHOL. 3. Beica Plain: CRESCENT CITY. 4. Alice Adams: SUPERIOR WOMEN. 5. Jeffrey Archer: FIRST AMONG EQUALS. 6. Daniele Steel: FULL CIRCLE. 7. Andrew M. Greeley: HAPPYARETHE MEEK. 8. Valerie Sherwood: LOVESONG. 9. Helen Hooven Santmyer: ....AND LADIESOFTHE CLUB". 10. JohnSaul: BRAINCHILD. RIT ALMENNS EÐLIS: 1. John Madden og Dave Anderson: HEY. WAIT A MINUTE IIWROTEABOOK!) 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 3. David Abodaher: IACOCCA. 4. Thomas J. Peters og Robert H. Waterman jr.: INSEARCH OF EXCELLENCE. 5. Carfos Castaneda: THE FIRE FROM WITHIN. (Byggt i Nm Yortc rno Book Hoviow) Doyle, var allur fóru aðrir höfundar brátt að skrifa sögur um Homes. Þær eru af margvíslegu tagi, sumar hefðu án efa orðiö Doyle lítt að skapi. I þessu safni smásagna eru hins vegar ellefu frásagnir af Holmes, eftir jafnmarga höfunda, þar sem áhersla er yfirleitt lögð á að líkja sem mest éftir frásagnarmáta Doyle sjálfs. Sögu- maðurinn er í flestum þeirra Watson læknir, sem heimsækir vin sinn í Bakerstræti og lendir í ævintýrum með honum sem fyrr. Yfirleitt er hér um minniháttar glæpi að ræða, en engu að síður á stundum erfiða viöfangs, nema auðvitaö fyrir Sherlock Holmes. Margar þessara frásagna eru hagan- lega geröar og hin besta skemmtun. Eftirminnilegust er þó saga hins þekkta reyfarahöfundar, Julian Symons. Þar tekur Holmes sér smá- hvíld frá býflugnaræktinni, sem hann stundar á efri árum, til þess að fletta ofan af sviksamlegu athæfi gagnvart ungri stúlku — sem reynist svo vera enn önnur og síðar víðfræg reyfaraper- sóna. Ritstjóri bókarinnar, Richard Lancelyn Green, gerir í formála, stutt og hnitmiðað, grein fyrir tilurð hverr- ar sögu. Sem sagt: ágæt viöbót við hin einu sönnu ævintýri Sherlock Holmes. Úrval frá fimmta áratugnum THE PENGUIN NEW WRITING 1940-1950 RKstjórar: John Lehmann og Roy Fuller. Penguin Books, 1985. Um þessar mundir er margt gert til þess að fagna fimmtíu ára afmæii Penguin-bókaforlagsins. Það er vel við hæfi á afmælisárinu að leita til fortíðarinnar og gefa út að K nýju ýmislegt þaö besta, sem athygli vakti í útgáfustarfsemi forlagsins á fyrstu árunum. I þeim hópi var ritröð- in The Penguin New Writing, sem reyndar mátti kalla tímarit. Ársfjórð- ungslega var gefin út undir því heiti pappírskilja með nýjum verkum eftir innlenda og erlenda rithöfunda. John METSÖLUBÆKUR BRETLAND 1. SueTownsend: THE GROWING PAINS OF ADRIAN M0LE.I1). 2. Frederick Forsyth: THE FOURTH PROTOCOL. (3). 3. Sue Townsend: THE SECRET DIARY OF AORIAN MOLE, AGED 13 3/4.14). 4. TomSharpe: WILTON HIGH.I2). 5. Stephen King og Peter Straub: THE TALISMAN. 15). 6. Jeffrey Archer: FIRST AMONG EQUALS. (6). 7. WlburSmhh: THE LEOPARD HUNTS IN DARKNESS. (9) 8. F. Scott Frtzgarald: TENOERIS THE NIGHT. <-). 9. J.G. Balard: EMPIRE 0FTHESUN.I8). 10. James Herbert: DOMAIN. (7). (Töéur innan iviga tákna röð viðkomandi bókar á bstanum vðtuna á undan. Byggt á The Sunday Times). Lehmann ritstýrði þessu riti, sem varð gífurlega vinsælt og eftirsótt, ekki síst á stríðárunum. Nú hefur Lehmann, í samvinnu viö Roy Fuller, valið besta efnið úr tíma- ritinu frá áratugnum 1940 til 1950 og Penguin gefiö það út í þessari pappírs- kilju í tilefni afmælisins. Hér eru bæöi sögur, frásagnir og ljóð eftir marga góöa höfunda. Nægir þar aö nefna George Orwell, W.H. Auden, Odysseus Elytis og Elizabeth Bowen. Bókinni er skipt í f jóra meginkafla. The Panorama Of War er safn 14 frá- sagna sem tengjast beint stríðinu. PAPPÍRSKILJUR DANMÖRK 1. Dea Trier Mörch: VINTERBÚRN. 2. J.P. Jackobsen: FRU MARIE GRUBBE. 3. Inge Eriksen: STILLEHAVET. 4. HermanWouk: NATALIE 5. Christopher Isherwood: FARVEL TIL BERLIN. 6. Emmna Gad: TAKT OG TONE. 7. Dorrh Willumsen: MARIE. 8. Lise Nörgaard: STJERNEVEJ. 9. John Inring: HOTEL NEW HAMPSHIRE. IByggl á Poitik«i Söidag). I The Poets eru rúmlega fjörutíu ljóö eftir tugi ljóöskálda. Þeirra á meöal eru Auden, Cornford, Lorca, MacNeice, Spender, Sitwell, Elytis og Pasternak. INSItmálw JOHN UiMnHLAMM R«V«JSU« Þriðji kaflinn, Stories, Memoirs, Impressions, hefur að geyma smá- sögur og frásagnir m.a. eftir Orwell, Isherwood, Sarte, Bowen og Maclaren- Ross. Lokakaflinn, The Critical Estimate, eru svo safn greina um listamenn og verk þeirra. Það úrval, sem hér birtist, skýrir vel þann mikla áhuga, sem unnendur góðs skáldskapar og læsilegs texta höfðu á þessari ritröð Penguin á sinni tíð. Erlend bóksjá Umsjón: Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.