Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Side 20
20
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 55., 66. og 72. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Melgeröi 2, þingl. eign Hafsteins Sæmundssonar, fer fram að
kröfu skattheimtu rikissjóös í Kópavogi á eigninni sjálfri fimmtudaginn
17. október 1985 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985,
á eigninni Kastalageröi 1, þingl. eign Hafsteins Júlíussonar, fer fram aö
kröfu Brunabótafélags Islands, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Ás-
geirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16. október 1985
kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Kársnesbraut 38 — hluta —, tal. eign Mariu Guðrúnar Walters-
dóttur, fer fram að kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Bæjarsjóðs
Kópavogs og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn
16. október 1985 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbbl. á mb. Auðbjörgu GK-86, þingl. eign
Sigurjóns Sigurðssonar og Sveins Gunnarssonar, fer fram við skipiö
sjálft í Grindavíkurhöfn að kröfu Árna Einarssonar hdl., Inga H. Sigurðs-
sonarhdl.og Póstgiróstofunnarfimmtudaginn 17.10. 1985 kl. 10.00.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninni Víkurbraut 13 í Grinda-
vik, þingl. eign Sveins ívarssonar og Guðnýjar Elvarsdóttur, fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. fimmtudaginn 17.10.
1985 kl. 10.30.
Bæjarfógetinn í Grindavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninni Teigi i Grindavik, þingl.
eign Inga Á. Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu bæjarsjóðs
Grindavíkurfimmtudaginn 17.10. 1985 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn í Grindavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninni Hraunbraut 1 í Grinda-
vík, þingl. eign Gylfa Þórðarsonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
bæjarsjóðs Grindavikurfimmtudaginn 17.10. 1985 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn í Grindavik.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á fasteigninni Hellubraut 6, neðri hæð, í Grindavík,
þinglýst eign Gunnars Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfú
Veðdeildar Landsb. Isl. og Tryggingastofnunar rikisins fimmtudaqinn
17.10. 1985 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn i Grindavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Höskuldarvöllum 15 i Grindavík, þingl.
eign Héðins Smára Ingvaldssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Gylfa Thorlacius hrl. fimmtudaginn 17.10. 1985 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur veriö í Lögbbl. á fasteigninni Efstahrauni 2VÍ Grinda-
vik, þingl. eign Róberts Þórðarsonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Garöars Garðarssonar hrl., Tryggingast. rikisins og bæjarsjóðs
Grindavíkurfimmtudaginn 17.10.1985 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn I Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninní Mánagerði 5 í Grindavík,
þingl. eign Siguröar Vilmundarsonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Garöars Garöarssonar hrl. fimmtudaginn 17.10. 1985 kl. 11.45.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
HIN HLIÐIN:
Gylfi Kristjánsson, fréttastjóri á Dagi, á skrifstofu sinni á Akureyri.
Áhugi á flugi, lærði
gullsmíði, end-
aði í blaðamennsku
— Gylfi Kristjánsson, f réttastjóri á Degi, sýnir
ásér hina hliðina
Golf ið skemmtilegt
— Hvernig verð þú tómstundum
þínum?
„Ég hef verið að reyna í mörg ár
aö ná tökum á því að leika golf eins
og maður en það hefur gengið treg-
lega. Bæði vegna þess að ég hef
aldrei getað stundað það grimmt og
svo er víst eitt og annað sem ég tók í
mig í byrjun sem erfitt er- að losna
við á golfvellinum, eins og rangt
grip, röng sveifla, slæm staða og
þess háttar. Það er eiginlega ýmis-
legtað!
Annars les ég mikið, er blaðasjúkl-
ingur, og svo hef ég fram undir þetta
verið sjónvarpsáhorfandi í frístund-
um.”
— Hvað um framtíðaráformin, þú
ert ekkert á leiðinni til Reykjavíkur?
„Ekki í augnablikinu a.m.k., þótt
aldrei skuli maður segja aldrei. Ég
er í áhugaverðu starfi á skemmtileg-
um vinnustað þannig aö ég er ekki
farinn að hugsa til þess að breyta til.
En mitt fólk er í Reykjavík og vissu-
lega væri gaman að geta skroppið
þangað oftar en hingað til þótt ekki
værimeira.”
-SK.
„Mig minnir aö það hafi verið árið
1967 sem ég byrjaði að skrifa um
körfuknattleik í Morgunblaðið og ég
var þar lausráðinn viö körfubolta-
skrif fram til ársins 1976 að ég réöst
sem íþróttafréttamaður á Vísi sál-
uga. Þar var ég fram til ársins 1981
er leiðin lá til Dags á Akureyri,”
sagði Gylfi Kristjánsson, fréttastjóri
á Degi á Akureyri, er við báðum
hann að rekja í stuttu máli feril sinn í
blaöamennskunni, en Dagur á Akur-
eyri er sem kunnugt er nýlega orðið
dagblað, hiö fyrsta utan Reykjavík-
ur.
„Það er stutt um liðið síðan Dagur
varð dagblað, fór úr 3 blöðum á viku í
5, svo það er ekki komin mikil
reynsla á þau mál,” sagði Gylfi er við
spurðum hann hvernig hefði gengið
að gefa Dag út sem dagblaö. „Þó
verð ég að segja það að þær undir-
tektir, sem við höfum fengið, hafa
verið mjög jákvæðar og áskrifendum
hefur f jölgað mikið.”
Flugið slltaf heillað
— Hvað veldur því að þú hefðir
viljað vera flugmaöur ef blaða-
mennskan hefði ekki orðið fyrir val-
inu?
„Ég veit það varla. Sem unglingur
fór ég oft út á flugvöll í Reykjavík,
bara til að fylgjast með því sem þar
var að gerast. Það var eitthvaö sem
heillaði og ég kann alltaf vel við mig
um borð í flugvél. Hins vegar er ljóst
að ég verð aldrei flugmaður, læknir-
inn minn sagði mér nefnilega eftir
augnskoðun að ég væri litblindur á
rautt og grænt og það gengur víst
ekki í háloftunum.”
— En hvers vegna varö blaða-
mennskan fyrir valinu?
„Þaö var tilviljun í upphafi. Síðar
lærði ég gullsmíði og starfaöi við þá
iðn í 10 ár hjá þeim frábæra smið,
Jens Guöjónssyni. En íþróttimar
toguðu í mig og þegar mér bauðst
starf sem íþróttafréttamaður við
Vísi sló ég til. Þótt ég hafi gengið í
önnur störf bæði á Vísi og á Degi hef
ég lengst af skrifaö um íþróttir jafn-
framt.”
NAFN: Gylfi Kristjánsson
FÆDDUR: 18. ágúst 1948.
EIGINKONA: Birna Blöndal.
BÖRN: 4.
BtLL: Enginn (konan á einn).
STAÐA: FréttastjórL
LAUN: Ekki nógu mikll.
ÁHUGAMÁL: Iþróttir.
HLESTIKOSTUR: Stundvís.
HELSTIVEIKLEIKI: Latur.
HVAÐ FER MEST I TAUGARNAR
A ÞÉR? óstundvísi.
UPPAHALDSMATUR: Það sem ég
éthverjusinni.
UPPÁHALDSDRYKKUR: Létt-
mjólk.
HVAÐA PERSÖNU LANGAR ÞIG
MEST TIL AÐ HITTA? Rene van der
Kerkhof.
UPPÁHALDSLEIKARI, ISLENSK-
UR: GesturEinar Jónasson.
UPPÁHALDSLEIKARI, ERLEND-
UR: Enginn.
UPPAHALDSHUÓMSVEIT: Stór-
hljómsveit Ingimars Eydal.
uppAhaldsstjórnmAlamað-
UR: Stefán Valgeirsson.
HLYNNTUR EÐA ANDVIGUR
RlKISSTJÓRNINNI: Hlynntur.
HVAR KYNNTIST ÞU KONUNNI
ÞINNI? A balli á Hótel Borg.
HA'AÐ VILDIR ÞÚ HELST GERA I
ELLINNI? Hafa það gott.
UPPAHALDSSJÓNVARPSÞATT-
UR: Fréttir.
UPPAHALDSSJÓNVARPSMAÐ-
UR: Ómar Ragnarsson.
UPPAHALDSFÉLAG I IÞRÓTT-
UM: Arsenal.
EF ÞÚ YNNIR EKKI VIÐ BLAÐA-
MENNSKU HVAÐ VILDIR ÞÚ ÞA
HELST GERA? Vera fiugmaður.
úPPAHALDSBLAÐ : Dagur.
UPPÁHALDSTIMARIT: Sportveiöi-
biaðið.
UPPAHALDSSTJÓRNMÁLAMAÐ-
UR, ERLENDUR: Erlendur Paturs-
son.
EF ÞU YRÐIR HELSTIRÁÐAMAÐ-
UR ÞJÓÐARINNAR A MORGUN
HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA
VERK? Fá mér menn í hina stólana.
ANNAÐ VERK: Koma á þjóðarat-
kvæðagreiðslu um bjórinn. EF ÞU
ÆTTIR EKKI HEIMA A ISLANDI
HVAR VILDIR ÞÚ ÞA HELST
BÚA? á Irlandi.
VASKAR ÞÚ UPP FYRIR KONUNA
ÞlNA? Og fyrir sjálfan mig.
MYNDIR ÞO TEUA ÞIG GÓÐAN
EIGINMANN? Það held ég ekki.
FALLEGASTI STAÐUR A IS-
LANDI: Þórsmörk.
FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM
ÞO HEFOR SEÐ: Æi, hvað heitir
húnnú aftur?
HVAÐ ÆTLAR ÞÓ AÐ GERA A
MORGON? Vinna dálitið og slappa
* af.