Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. „Sumir eru f rjálsari en allir JL að eru blikur á lofti í íslenskum stjómmálum. Innanflokks- deilur um starfshætti og leiðir aö hinum göfugu markmiöum hafa borist út fyrir herbúöir flokkanna — og raunar er fólk hætt að jésúsa sig yfir deilum í Alþýöubandalaginu, Sjálfstæðisflokknum eöa Bandalagi jafnaöarmanna — fljótlegra er að segja aö engar heyranlegar deilur séu í Framsóknarflokknum. Og að þess vegna sé sá flokkur hugsanlega dauöur úr öllum æöum. Alþýöubandalagið hélt miðstjómar- fund um síðustu helgi og þar var stundum gripiö til breiöu spjótanna. „Þaö kom fram bullandi gagnrýni á vinnubrögð forystu flokksins, bæöi formannsins og þingflokksins,” sagöi heimildarmaður DV að fundi loknum. „Þaö voru ekki mikil átök, en menn ræddu af mikilli hreinskilni til aö ná áttum í flokknum,” sagöi annar. Formaöurinn, Svavar Gestsson, sagöi eftir fundinn: „Þaö var margt gagnrýnt. Þessar deilur um flokks- starfiö eru ekki stórbrotnar. Menn eru þarna eins og félagar aö leita aö sameiginlegriúrlausnáhlutunum...” Við settumst niöur ásamt Svavari daginn sem Þorsteinn Pálsson flutti inn í fjármálaráðuneytið, Sverrir geröist menntamálaráöherra, Ragn- hildur ráöherra tryggingamála og Albert fór nöldrandi í iðnaðarráðu- neytið. „Það er auövitaö þannig,” sagöi Svavar — „aö í stjómmála- flokki, eins og í öðrum félögum, þarf stööugt að vera að endurskipuleggja vinnuna með tilliti til breyttra aöstæöna. Núna stendur yfir hressileg umræöa í Alþýöubandalaginu um starfshætti flokksins. I þeirri unræöu er allt á dagskrá. Eg vona að út úr þeirri umræðu komi þaö sem geri flokkinn færari í baráttunni út á við áður en langt líöur. Þetta er róttæk umræöa í róttækum flokki. Ekkert er heilagt — ekki formaðurinn frekar en annað. Þessi umræða á að geta skilað okkur áleiðis.” — Er deilt um valdsvið for- mannsins — færö þú ekki að ráða því sem þú vilt? „Ég er nú ekki þannig formaður að ég sé endilega að hugsa um aö fá aö ráða því sem ég vil. Fyrir mér er aðalatriðið að flokkurinn sé samstiga og að menn séu í sameiningu aö leysa verkefnin. Ég er gagnrýndur fyrir það að vera of frekur til fjörsins. Sumir segja aö ég sé of sterkur. Aðrir segja of veikur. Eg get ekki sjálfur dæmt um þaö. Málið er mér of skylt til aö ég geti haft vit á því. Viö þurfum að bæta starfshætti flokksins til að tryggja betur samstarf og áhrif hinna einstöku félaga — og daglegar ákvaröanir eins og unnt er. Aö því lýtur t.d. tillaga um aö kjósa formann flokksins beint af flokksfélögum — og fleira. Viö erum að reyna — við erum aö reyna aö gera flokkinn betri. En flokkur verður aldrei fullkominn, sá flokkur sem er fullur af sjálfumgleði er dauöanum merktur. Hin pólitiska eilíföarvél hefur ekki veriö fundin upp, sem betur fer.” Reynir á þrekið. . . Alþýðubandalagið hefur komið illa út í skoðanakönnunum. Spilla þessar deUur, eða þessi umræða, ekki fyrir — verður flokkurinn ekki veikur í stjórnarandstöðu? „Ég held að Alþýðubandalagið sé ekki veikt í stjómarandstöðu miðaö viö þaö sem oft gerist. Þaö sem er erfitt núna er staða verkalýöshreyf- ingarinnar. Og hvort þetta kemur vel eöa illa út fyrir flokkinn skal ég ekki um segja. Þaö getur vel veriö að þetta komi að einhverju leyti illa út. Það getur lika vel verið að menn líti jákvæöum huga til flokksins, segi sem svo aö þarna séu menn að skoöa hlutina — þarna séu menn að skoöa sjálfa sig ekki siður en aöra. Þessi umræöa í flokknum reynir á lýöræðis- legt þrek flókksins. Menn þurfa auðvitaö aö vera tilbúnir til aö taka þátt í umræöu meö eðlilegum hætti. Lýöræöi er ekki bara uppbygging á einhverjum valdapíramíða. Lýðræði er spurningin um þaö hvort þú ert tilbúinn aö hlusta og reyna að átta þig á þeim sjónarmiöum sem þú heyrir. Lýöræði er þaö að bera virðingu fyrir manninum sem með þér er á hverjum tíma. Þetta hafa ýmsir menn séð — eins og t.d. Davíð Oddsson og einræðisherrar fyrr á öldinni — aö lýðræðið er seinvirk stjómunaraöferö. En lýðræðið er sú stjómunaraðferö sem ég vil hafa — og meirihluti þjóðarinnar vill áreiöan- lega hafa. Fyrir mér er aöalatriöiö að ég hef trú á því aö í þessari umræðu sé nægilega mikill heiðarleiki og góöur vilji þannig aö flokkurinn verði sterkari á eftir en fram kemur núna.” — Ekki „leiðinlegur, staðnaður kerfisflokkur”? „Nei! Þaö hlýtur aö vera nauösynlegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.