Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 36
36
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta í
Hjaltabakka 28, þingl. eign Skafta Einars Guöjónssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavlk á eigninni sjálfri þriöjudaginn 15.
október 1985 kl. 14.15.
Borgarfógetaembaettiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaðog síöasta á hluta í Grettisgötu 52, þingl. eign Páls G. Jónssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri
þriöjudaginn 15. október 1985 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á hluta í Hjaltabakka 14, þingl. eign Þorsteins
Hjálmarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og
Landsbanka islands á eigninni sjálfri þriöjudaginn 15. október 1985 kl.
14.00.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 102. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 2. og 8. tbl. þess
1985 á Engjaseli 19, þingl. eign Sigmundar Stefánssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15.
október 1985 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á hluta í Grettisgötu 58B, þingl. eign Árna Jóns Bald-
vinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar
Landsbankans, Gunnars I. Hafsteinssonar hdl. og Tryggingastofnunar
rikisins á eigninni sjálfri þriöjudaginn 15. október 1985 kl. 11.15.
Borgafógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 48., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Kleifarseli 16, tal. eign Þorbjörns Guöbjörnssonar, fer fram eftir kröfu
Veödeildar Landsbankans og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni
sjálfri þriöjudaginn 15. október 1985 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á hluta í Teigaseli 4, þingl. eign Ingibjargar Vilhjálms-
dóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar
Landsbankans og Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn
15. októberl 985 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á hluta í Dalseli 36, þingl. eign Daniels Öskarssonar,
fer fram eftir kröfu Guðjóns A. Jónssonar hdl., Veödeildar Landsbank-
ans og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriöjudaginn 15.
október 1985 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 1. og 11. tbl. þess
1985 á hluta í Skipasundi 56, þingl. eign Kára Einarssonar, fer fram eftir
kröfu lönlánasjóös, Tryggingastofnunar rikisins, Landsbanka Islands,
Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri
miövikudaginn 16. október 1985 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I
Nökkvavogi 15, þingl. eign Sigurðar K. Sigurössonar, fer fram eftir
kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Veödeildar Landsbankans á eign-
inni sjálfri miövikudaginn 16. október 1985 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta í
Sigtúni 25, þingl. eign Einars Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar
Landsbankans, Baldurs Guölaugssonar hrl., Búnaðarbanka Islands og
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miövikudaginn 16. október
1985 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Roger Moore sem James Bond — góður, auðvitaö, en prógrammifl afleitt.
Um prógrömm
Undirritaöur man þá tíö þegar
mikilvægi prógramma fyrir unga
bíógesti var meira en orö fó lýst.
Þetta var fyrir daga textaðra mynda
og þó var prógrammiö lykillinn aö
efni myndarinnar. Án þess skildi
maöur hvorki upp né niður í mynd-
inni og hélt engum þræöi. Og pró-
grammið var marglesið.
Víst hefur þýöing prógramma
minnkað en þau eru sumum samt
jafnnauðsynleg og poppkomiö. Þess
vegna f jallar pistillinn í dag um slíka
bæklinga.
Áöur en lengra er haldiö er rétt og
skylt að vekja athygli lesenda ó því
aö orðiö prógramm er merkt með
spumingarmerki í Orðabók Menn-
ingarsjóös. Þaö þýöir aö orðið er
„vont mól sem forðast ber í ís-
lensku”.
Þetta er rétt aö lesendur festi sér
vel og rækilega í minni og muni, næst
þegar þeir þurfa aö kaupa svona bók-
menntir, að biöja um efnisskrá
viðkomandi kvikmyndar. Eða hvað?
Kvikmyndin Víg í sjónmáli
Mér barst nýlega í hendur efnis-
skrá fyrir ofangreinda kvikmynd.
Ég hef aö vísu ekki séð myndina
em mér hefur veriö sagt aö hún sé
ágæt. Þaö sama get ég alls ekki sagt
um prógrammiö. Þaö er ljótt. Það er
illa gert hvaö varðar útlit, þýöingu,
málfar og stafsetningu.
Þetta er ekki texti sem unninn er
af neinum metnaði. Höfundurinn hef-
ur kastað til þess höndunum. Og
verst er að þaö er algerlega aö
óþörfu. Meö vandvirkni og yfirlestri
hefði mátt bæta úr sumum göllunum.
Og ef höfundurinn heföi ekki treyst
sér til þess heföi hann átt aö leita á
náðir einhverra sem gætu leiðbeint
honum eöa unniö fyrir hann verkið.
Ég hef flokkað þaö sem mér finnst
helst athugavert viö textann.
Það hljóðarsvo:
Smekkleysa
Þaö fyrsta sem mér finnst athuga-
vert er smekkleysa sú sem felst í frá-
gangi bæklingsins.
Forsíðan er greinilega tekin úr er-
lendum bæklingi. Þar er hvert orö á
ensku að því undanskildu aö neðst er
nafn fyrirtækisins sem fjölritaði og
kvikmyndahússins.
Þetta er aö minu mati smekkleysa.
Kvikmyndin heitir á ensku A View
to A Kill sem þýtt er Víg í sjónmáli.
En þrátt fyrir þessa ágætu þýöingu á
heiti myndarinnar er eins og höfund-
ur textans skammist sin fyrir hana
því myndin er alls staöar nefnd á
ensku utan einu sinni, innan sviga á
blaösíðu 12.
Þetta er líka smekkleysa.
Íslensktunga34.
Við þaö bætist að bæklingurinn er
illa hannaöur og uppsetning texta
og mynda ljót. Textinn er settur á
tölvu en setjarinn hefur ekki haft fyr-
ir því aö jafna dálkana sem þó á aö
verahægur vandi.
Þetta var þriöja smekkleysan.
Stafsetningin
Satt að segja eru stafsetningarvill-
umar ekki margar, reyndar undar-
lega fáar. Þær eru nákvæmlega 27
talsins. Þar af eru nokkrar kommu-
villur.
Af villum má nefna aö hans er allt-
af skrifaö hanns, fyrirtæki verður
fyrltæki og flókinn tölvubúnaður
veröur flókin tölvubúnaöur.
Þess má geta aö þrátt fyrir urmul
enskra nafna í prógramminu er ekki
ein einasta ensk stafsetningarvilla.
Þaö er vitaskuld vegna þess að
höfundurinn hefur haft enskan texta
fyrir framan sig.
Á hinn bóginn er rétt aö vekja at-
hygli á því að i orðabók hefur hann
upplýsingar um stafsetningu ís-
lenskra oröa. Og þar eiga menn aö
leita séu þeir í vandræðum.
Málfarið
Þaö er slæmt.
Greinilega er um enska þýðingu aö
ræöa. Það skín í gegnum textann á
mörgum stöðum. Fyrir bregður orö-
um sem hingaö til hafa ekki verið til í
íslensku og veröa vonandi ekki notuö
lengi og sömuleiðis er enskri setn-
ingagerö fylgt eins og skuggi fylgir
þeimsemhanná.
Á bls. 4 er þessi málsgrein: „Eftir
aö hann hefur fjarlægt dvergrása-
tölvukubb af breska njósnaranum
003, sem var drepinn viö lok njósna-
aðgerðar í sovéskri rannsóknarstofn-
un í Síberíu, hefur James Bond (Rog-
er Moore) flóttaaögerö á leiftur-
hraða yfir jökla og ísöræfi norðaust-
ur Rússlands (en sú kvikmyndataka
fer aö mestu leyti fram á Islandi) —
meö stuðningi hinnar undurfögru
Kimerlev James (Mary Stavin).”
Njósna- og flóttaaðgeröir? Hvað á
maöur aö segja? Bull?
Málsgreinin er líka klúöursleg
vegna fjölda innskota og vitlausrar
uppröðunar efnisins. Innskotiö um
kvikmyndatökuna á Islandi er dæmi
um innskot sem betur færi ó annan
hátt. Og mér finnst neyðarlegt að
kynna James Bond til sögunnar sem
„hann”.
Og ísöræfi? Höfundurinn veit lík-
lega að öræfi er í íslensku síöur notaö
um jökla og því grípur hann til þess
óyndisúrræðis aö bæta ís fyrir fram-
an.
I staöinn fyrir að nota sögnina aö
fjarlægja heföi til dæmis máttt nota
aö taka eða hiröa. Og svona mætti
lengi telja.
Nokkru síöar er f jallaö um erkibóf-
ann vellauðuga, Zorin. Hann „hefur
grætt fé sitt af viöskiptum í olíu- og
gasiðnaöinum..segir í pró-
gramminu. Þaö þýöir væntanlega aö
hann hafi grætt á viðskiptum með
olíu og gas.
Nokkrum línum neöar er enn eitt
nýyröi, reiðhestabú. Þar leggja
menn stund á reiðhestablöndun.
Annaö nýyröí!
Leynilögreglumaöur nokkur hlýt-
ur „bráðan endi”, þ.e.a.s. hann
deyr!
Nokkur slagorð eru á bls. 12. Þar
segir meðal annars: Stærsta James
Bond opnun frá upphafi... allra
tima aösóknarmet á stærsta bíó i
London... James Bond mynd allra
tima.
Og þá er víst nóg komið af sýnis-
hornum úr þessu makalausa pró-
grammi.