Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Blaðsíða 44
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá
sima 68-78-68. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1985.
Kópavogur:
Fenguhækkun
Bæjarstjóm Kópavogs hefur
samiö við bæjarstarfsmenn um
hækkun launa sem nemur einum
launaflokki. Jafngildir það þrjú
prósent hækkun. Þessi samningur
kemur í beinu framhaldi af samn-
ingi Alberts Guðmundssonar við
BSRB nú í vikunni um sömu hækk-
un. Er þetta fyrsti samningurinn
sem gerður er á þeim grundvelli og
búist er viö aö fleiri fylgi á eftir.
Þá hefur borgarstjóri samþykkt
sams konar hækkun til starfs-
manna Reykjavíkurborgar.
Tilboðsfrestur
ennframlengdur
öskar Magnússon, DV,
Washington:
Frestur til að skila tilboðum i
flutninga sjóleiðis fyrir vamarlíðið
hefur enn verið framlengdur, nú til
4. nóvember. Að sögn Frank Cost-
ello, lögmanns Rainbow Naviga-
tion-skipafélagsins, sem nú annast
þessa flutninga að mestu, mun
þetta væntanlega vera gert til að
fullnægja ákvæðum bandarískra
laga. Þar er kveðið á um samtals 45
daga fyrirvara f rá því að útboðið er
formlega tilkynnt.
20 árekstrar
Ekkert slys hafði orðið á mönn-
um í umferðinni í Reykjavík í gær-
kvöldi, þegar DV fór í prentun, en
þá var búið að skrá 20 árekstra hjá
lögreglunni i Reykjavík. Þess má
geta að 22 árekstrar og eitt slys
varð í umferðinni á föstudegi fyrir
ári. -SOS
Fær ASÍ 3%?
Fær ASI lfka þá 3% kauphækkun
sem BSRB samdi um viö fjármála-
ráöherra?
Þeirri spumingu veröur væntan-
lega svarað alveg næstu daga. ASI
hefur óskað eftir fundi með VSl um
málið og krefst þess að fá þessa
kauphækkun. Hjá VSl vom stif
fundahöld í gær um kröfu ASI.
EINANGRUNAR
GLER
666160
Hér eftir tala menn
bara um Bandalag
ástarinnar...
Fhkksforystan undir
iatkvæöagreidslum
— Steingrímur Sigf ússon alþingismaður féll í stjórnarkjöri
Á löngum og hörðum f ramhaldsað-
alfundi Otgáfufélags Þjóöviljans á
fimmtudagskvöldiö varð flokksfor-
ystan undir í atkvæðagreiöslum bæði
um ritstjómarstefnu blaðsins og
kosningu til stjómar. Meöal þeirra
fulltrúa forystunnar sem féllu viö
stjómarkjörið var Steingrímur Sig-
fússon alþingismaður.
Á fundinum, sem stóð fram yfir
miðnætti, urðu snarpar deilur um
hvort Þjóðviljinn ætti að vera þröngt
flokksmálgagn eða „víðsýnt blað”.
Meðal þeirra, sem mæltu fyrir þvi að
blaðiö yrði á ný fyrst og fremst
flokksmálgagn upp á gamla móðinn,
voru formaðurinn, Svavar Gestsson,
Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi
og Ingi R. Helgason. össur Skarp-
héðinsson ritstjóri, Oskar Guð-
mundsson ritstjómarfulltrúi, Kristín
Olafsdóttir og Olafur Ragnar Gríms-
son voru meðal þeirra sem mæltu
með stuðningi við núverandi rit-
stjómarstefnu og varð sú lína ofan á
í atkvæðagreiðslu með verulegum at-
kvæðamun.
Kosið var til stjómar og vara-
stjómar, samtals 13 manns. Uppstill-
inganefnd, sem starfað hafði í sam-
vinnu við flokksforystuna, gerði til-
lögu um menn, en Hilmar Ingólfsson,
bæjarfulltrúi í Garðabæ, kom með
viðbótartillögur. Af lista forystunnar
féllu m.a. Steingrímur Sigfússon al-
þingismaður og Snorri Konráðsson,
Adda Bára Sigfúsdóttir rétt náði
kosningu — munaði þar aðeins þrem-
ur atkvæðum. Kristín Olafsdóttir og
Olafur Ragnar Grímsson fengu flest
atkvæði í kosningunni. Af nýjum
mönnum, sem kosningu hlutu og
styðja núverandi ritstjómarstefnu,
má nefna Ásmund Ásmundsson,
Hilmar Ingólfsson og Mörð Ámason.
Stjómin kýs formann úr sínum
röðum á fyrsta fundi sínum. Fráfar-
andi formaður er Svavar Gestsson.
Ekki er talið víst að hann nái endur-
kjöri í þá stööu.
-ESJ.
Þeir heilsast með virktum, núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Is-
lands, Magnús Gunnarsson og Þorsteinn Pálsson. Á myndinni eru einnig Víglundur Þorsteinsson, for-
maður Fll, og Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ. Þeir gengu aliir á fund forsætisráðherra i gær.
DV-mynd KAE
Reynt að ná Þórunni ÞH af 130 m dýpi:
Vírinn slitnaði
— Það verður reynt aftur, sagði Heiðar Baldvinsson, eigandi bátsins
Frá Jónl G. Haukssyni — frétta-
manni DV á Akureyri:
„Eg var hræddur um að þetta
væri svona, að vírinn myndi ekki
halda. Þetta em vissulega vonbrigði
en ég sef í nótt. Og það verður reynt
aftur.”
Þetta sagði Heiðar Baldvinsson,
skipstjóri frá Grenivík — eigandi tólf
tonna eikarbáts, Þórunnar ÞH 255,
er reynt var að hífa bátinn upp af 130
mdýpiígærdag.
Söguleg stund. Þetta var í fyrsta
skipti á Islandi sem slíkt er reynt af
svo miklu dýpi. Þórunn ÞH, eða
Titanic, eins og sumir kalla hana,
sökk út af Ölafsfirði í nóvember í
fyrra. Mannbjörg varð. Heiðar,
sonur hans og annar skipverji kom-
ust i gúmbát.
Heiðar fékk þegar áhuga á aö
bjarga bátnum. Hann fékk til liðs við
sig Stefán Hjartarson kafara, en
hann annaöist neðansjávarmynda-
tökuna af gæsluþyrlunni sem fórst á
Vestf jörðum í fyrra.
DV var með Heiöari og fylgdarliöi
við björgunartilraunina í gær. Farið
var á tveimur bátum — flóabátnum
Drangi og Oskari, ellefu tonna báti
Heiðars.
Drangur hífði — spennan var í al-
gleymingi. Vírinn strekktist — þetta
ætlaði að hafast. En því miður, vír-
inn gaf sig. — „Þetta var gott átak og
báturinn hefur liklega veriö að losna
úr sandinum,” sagði Hákon Isaks-
son, skipstjóri á Drangi.
Þess má að lokum geta að þyrla
Landhelgisgæslunnar var hífð upp af
80 m dýpi.
—JGH/-SOS
VSÍ-menn ræda við
Steingrím og Þorstein:
„Stórslys”
„Eins og til var stofnað var farið á
fund Steingríms og Þorsteins til að fá
skýringar og hvað þetta þýddi af sjón-
arhóli stjómarinnar,” sagði Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI, í
samtali við DV í gær.
Um hádegisbil í gær fóru forsvars-
menn VSI á fund Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra og Þor-
steins Pálssonar, verðandi fjármála-
ráðherra, eins og greint var frá í DV í
gær. Tilefni fundarins var launahækk-
un BSRB-manna sem Albert Guð-
mundsson gekk frá á miðvikudag.
„Staðan var rædd fram og til baka
en því miður fékkst engin niðurstaða,”
sagði Magnús aö loknum fundinum.
„Það er ljóst að hér hefur átt sér staö
stórslys sem við eigum eftir að sjá
hvaðaafleiðingarhefur.” -t>G
Þrjár atkvæða-
greiðslurí
útvarpsráði
Á fundi útvarpsráðs í gær var
gengið til atkvæöagreiðslu um um-
sækjendur í stöður á fréttastofu
Rikisútvarpsins.
Fyrir lágu 17 umsóknir um 4 stöð-
ur, 2 stöður til lengri tíma en 2 til
sexmánaða.
Atkvæði féllu þannig að Páll
Benediktsson fékk 7 atkvæði, Hjör-
dís Finnbogadóttir 6 atkvæði,
Bjarni Sigtryggsson 5 atkvæði og
Olína Þorvarðardóttir 4 atkvæði.
Þaö gekk ekki alveg upp í fyrstu at-
rennu að jafna atkvæöunum og tví-
vegis þurfti að endurtaka atkvæða-
greiðsluna.
I fyrstu atrennu voru þrír um-
sækjendur jafnir með 3 atkvæði
hver en í þriðju lotu fékk Olína
fjórða atkvæðið.
Ráðning umsækjenda er í hönd-
um útvarpsstjóra, Markúsar Arnar
Antonssonar. -þg