Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Qupperneq 1
Arnarf lugsmenn víða um lönd að semja um skuldir:
„ WÐ ERUM KOMNIR YFIR
ERFIÐASTA HJALLANN”
„Það má segja að við séum komn-
ir yfir erfiðasta hjallann í bili,“
sagði Agnar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, í samtali
við DV í morgun. Vegna slæmrar
fjárhagsstöðu fyrirtækisins var
samgönguráðherra sent bréf í byrj-
un vikunnar og þar gerð grein fyrir
því að rekstrarstöðvun blasti við
fyrirtækinu. Gripið hefur verið til
ýmissa ráða, innheimtuaðgerðir
hertar, samið við lánardrottna og
stefnt að sölu eigna.
Agnar sagði að nú þegar væri
búið að senlja við þrjá lánardrottna
af tíu. í gær sátu stjórnarformaður
Arnarflugs, Haukur Björnsson, og
gjaldkeri fyrirtækisins, Guðmund-
ur Hauksson, fund í London vegna
Kúbusamningsins. Gekk sá fundur
vel að sögn Agnars. Sendir voru
aðilar frá fyrirtækinu til að semja
við viðsemjendur Arnarflugs í
Líbýu, Alsír og Saudi-Arabíu og af
fregnum sem borist hafa hefur er-
indreksturinn í þessum löndum
gengið að vonum.
Fyrir liggur að selja Boeing 707
vöruflutningavél Arnarflugs og
hafa mjög hagstæð tilboð í þá vél
verið að berast undanfarna daga.
Vegna ákveðinna aðstæðna á sölu-
markaði þessum hefur vélin hækk-
að í verði um 300 þúsund dollara
síðan um helgi.
Arnarflug hefur stefnt að því að
fá innlenda bankafyrirgreiðslu til
að greiða frekar úr fjárhagsstöð-
unni en ekki liggur fyrir hvort sú
fyrirgreiðsla fæst.
Um 140 manns vinna hjá Arnar-
flugi í dag.
- ÞG
Hermenn, sem miða rifflum sínum, hljóta að fá sínu framgengt. Blaðamaður á ritstjórn DV, sem horfir inn í byssuhlaupin,
verður að koma boðskap þeirra á framfæri. „Hermennirnir“, leikarar úr Iðnó, verða á Hótel Borg í kvold á skemmtidagskrá
í stríðsárastíl. Kynnt verður nýútkomin plata með lögum úr söngleiknum Land míns föður, sem Leikfélagið hefur nú sýnt um
sextíu sinnum, og sungið og dansað fram á nótt. DV-mynd PK.
Eldvík kyrr-
settíHull
vegna skulda
Eldvík, skip Skipafélagsins Víkur,
var kyrrsett i Hull í Bretlandi á
mánudag eða þriðjudag. Eldvík var
enn í höfn í Huli í morgun, sam-
kvæmt upplýsingum þaðan.
Skipið var stöðvað vegna krafna
frá tveimur aðilum, skipamiðlara og
þeim sem annast uppskipun i Hull.
Hræðsla við islensk ‘ skipafélög í
kjölfar Hafskipsmálsins virðist eiga
þátt í stöðvun Eldvíkur.
Finnbogi Kjeld, forstjóri Skipafé-
lagsins Víkur, segir að ágreiningur
sé við skipamiðlarann um reikning
að fjárhæð 1,2 milljónir króna.
Gámafiskur, sem átti að losa úr
Eldvík á þriðjudag, var ekki losaður
fyrr en í gær. Fór fiskurinn á uppboð
í morgun.
Orðrómur hefur verið um erfiða
fjárhagsstöðu Skipafélagsins Víkur.
Nauðungaruppboð á eignum félags-
ins hefur verið auglýst í dag. Finn-
bogi Kjeld sagði DV að fjárhagurinn
væri ekkert sérstakur en viðunandi.
Sagði hann að nauðungaruppboðið
hefði verið auglýst vegna 30 þúsund
króna skuldar.
-KMU.
'1 r
JolagetraunDV Islandættiað Atvinnulaus
— sjá bls. 28 geta unnið Spán eftir 26 ára
• -sjábls. 20-21 starfhjáHafskip
• - sjá bls. 3
SamruniNT, «5 & .5 1 1
Þjóðviljansog biðja Islending JH
Alþýðu umaðsetja Danskirprinsar
blaðsins? uppskerm íprinsessuleit
— sjá bls. 5 - sjá bls. 2 -sjábls.37
Hafskip á Alþingi:
Umræðunni
útvarpað
fkvöld
í kvöld verður útvarpað frá Alþingi
umræðu um þingsályktunartillögu
Jóhönnu Sigúrðar- dóttur og fleiri
um að skipuð verði rannsóknamefnd
til að rannsaka viðskipti Hafskips
og Útvegsbankans.
Umræðan hefst klukkan átta í
kvöld og er búist við að hún standi
yfir i þrjá tíma.
APH