Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. Utlönd Uttönd Utlönd Utlönd HEILAKIRTLAR TILSÖLU Halldór Carlsson,DV, Austur- ríki: Austurríska dagblaðið Kurier sagði frá því fyrir skömmu að upp hefði komist um einkasölu lækna á heilakirtlum látinna sjúklinga á sjúkrahúsum víðs vegar um landið. Tveir menn, læknir og eigandi og rekstraraðili apóteks, hafa nú verið kærðir og dregnir fyrir rétt, sakaðir um „röskun á friðhelgi látinna". Heilakirtlar innihalda horm- óna sem ráða vexti líkamans og hafa mikil áhrif á vatnsinnihald hans. Þeir eru að staðaldri not- aðir af vísindamönnum til lyfja- gerðar. Að sögn blaðsins er talið að líkskurðartekjur læknisins og apótekarans nemi tugum millj- óna króna. Enn skrílslæti í knattspyrnunni Áhorfendur knattspyrnuleiks í Portsmouth börðust i gær upp á líf og dauða með bareflum og hnífum, skömmu áður en leikur milli Portsmouth og Tottenham Hotspur frá London átti að hefj- ast. Lögreglan skarst í leikinn og þurfti að fjarlægja um 50 verstu ólátabelgina. Hitt þótti mesta mildi að engan skyldi saka í látunum. Sprengjuárás eft- /r ráðherrafundinn Ensk-írska ráðherranefndin tekin til starfa Sex lögreglumenn særðust þegar ráðist var í gær með sprengjuvörpu á lögreglustöð í Tynan í Armagh- héraði eftir fyrsta fund hinnar um- deildu ensk-írsku ráðherranefndar sem nýlega var sett á laggirnar. - Það er talið að Irski lýðveldisherinn hafi staðið að árásinni. Fyrr í gær höfðu 38 lögreglumenn særst í ryskingum við mótmælendur, sem el'nt höfðu til andmæla í tilefni fundarins, óánægðir með að írska lýðveldið í suðurhluta landsins (þar sem kaþólskir eru í yfirgnæfandi meirihluta) skuli eiga fulltrúa í ráð- herranefndinni og þannig hafa hönd í bagga með stjórnun Norður- írlands. Peter Barry, utanríkisráðherra Irska lýðveldisins, og Tom King N-Irlandsráðherra sögðu í sameigin- legri yfirlýsingu eftir fundinn að Yfir 40 manns slösuðust á Norð- ur-írlandi í gær í átökum mót- mælenda og lögreglu í Armagh á landamærunum við Irland. Mótmælendur andmæltu fund- armönnum ensk-írsku ráðher- ranefndarinnar er kom í fyrsta sinn saman í gær. ákveðið hefði verið að auka löggæslu sunnan landamæranna í baráttunni gegn hryðjuverkum lýðveldissinna fyrir norðan. Jafnframt hefur lög- reglunni í norðurhlutanum verið gert að bæta framkomu sína í starfi til þess að koma á betri samskiptum við kaþólska. Samstarf lögreglunnar beggja megin landamæranna verður aukið en IRA hefur hótað að drepa hvem þann sem starfar að 150 milljón sterl- ingspunda áætlun bresku stjórnar- innar um byggingu nýrra fangelsa og nýrra lögreglustöðva. Krefjast skaðabóta Ríkisstjórn Nýja-Sjálands krafðist Bandaríkjadala í skaðabætur frá þess í dag að fá allt að 11 milljónir Frökkum fyrir hlutdeild þeirra í því Skilnaöarmál De Lorean á hreint Christine Ferrare, fyrrum eigin- konu bílaframleiðandans John de Lorean, var úrskurðað forræði tveggja barna þeirra. Hins végar úrskurðaði dómarinn að John de Lorean gæti haldið fyrir sig þeim eignum sem hann hefði átt fyrir Dómur gekk í skilnaðarmáli iðnjöfursins fyrrverandi, DeL- orean, og konu hans, Christine Ferrare, í Los Angeles í gær. Christine fær forræði barna en DeLorean fékk að halda veru- legum hluta eigna sinna vegna kaupmála er saminn hafði ve- rið. hjónaband þeirra Ferrare. - Bæði fögnuðu þau niðurstöðu málsins sem sigri hvort fyrir sig. Christine er gift að nýju fyrrum framkvæmdastjóra hjá ABC-sjón- varpinu, Anthony Thomapoulos. Hjá henni hafa bæði börnin verið að undanförnu, 13 ára fóstursonur De Loreans og 7 ára dóttir þeirra beggja. Á hún að fá mánaðarlega 2 þúsund dollara meðlög með þeim, auk þess forræði sjóðs sem varðveitir milljónir dollara er börnin fá þegar þau verða myndug. Hún fær ekki eyri af 20 milljónum dollara sem De Lorean átti þegar þau giftust vegna kaupmála sem þau gerðu. að sökkva Rainbow Warrior, skipi grænfriðunga, í sumar. I yfirlýsingu David Lange, forsæt- isráðherra Nýsjálendinga, er birtist í dag, kemur fram að Nýsjálendingar krefjast skaðabótanna vegna skemmda er hlutust af sprenging- unni, kostnaðar vegna leitarinnar að skemmdarverkamönnunum og málskostnaðar vegna umfangsmik- illa réttarhalda yfir tveim útsendu- rum frönsku leyniþjónustunnar er játað hafa á sig ódæðisverkið. Að elska náungann... Halldór Carlsson, DV, Austur- ríki: Samkvæmt nýjustu skýrslum lögreglunnar og innanríkisráðu- neytisins hér í Austurriki gerast 47% allra glæpa í landinu út frá fjölskylduerjum eða öfund ein- hvers konar. Á árunum 1983 og 1984 voru samtals framin 295 morð og morðtilraunir. í 44% tilvikanna áttu erjurnar sér stað innan hjónabands eða milli skyld- menna. í skýrslunni kom líka fram að önnur 19% morðanna og morð- tilraunanna áttu sér stað milli fólks er var í kunnugleikum. í ÚRVALI Rúmteppi, IS^ullorain^erberCÍ og barnapúðar með trúða- og barnamvndum. Póstsendum. 99 Rúm”-bezta verzlunlandsins INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK, SIMI 81144 OG 33530 Sérverzlun med rúm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.