Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Page 14
14 DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. Frjálst, óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfofmaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMII 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Fimm flokkarnir Vilmundur heitinn Gylfason stofnaði Bandalag jafnað- armanna og sagði, að það mundi aldrei verða flokkur. Vilmundur gekk úr Alþýðufiokknum, af því meðal annars að honum geðjaðist ekki flokksræðið. Bandalag jafnaðarmanna er nú orðið flokkur. Bandalagsmenn hafa gjarnan talað um gömlu flokkana sem fjórflokkana eða jafnvel fjórflokkinn. Þeir hafa þótzt skera sig úr. Þeir væru grasrótar- eða regnhlífar- samtök. Þar væri rúm fyrir ýmsa áhangendur jafnaðar- stefnu, þótt allir væru ekki sammála um allt. Raunar er vitað jafnt um Bandalag jafnaðarmanna og kvenna- listana, að klofningur kemur upp, þegar þessi samtök komast til einhverrar ábyrgðar og þurfa að taka afstöðu til mála. Einfalt er að vera í stjórnarandstöðu, mótmæla stjórnarstefnu og skírskota óljósum orðum til þess, sem fagurt er. Það gerðist í Bandalagi jafnaðarmanna, að forystumenn urðu að taka í alvöru afstöðu til mála. Þetta olli strax klofningi. Annars vegar eru frjáls- hyggjumenn, sem vilja kerfisbreytingu og fráhvarf frá ríkjandi aðferðum fyrirgreiðslupólitíkurinnar. Hins vegar eru þeir, sem vilja leggja áherzlu á hefðbundna jafnaðarstefnu eða sósíalisma. í odda skarst. Landsfundur breytti Bandalagi jafnaðarmanna í flokk um síðustu helgi. Fámennur fundur tók þessa mikilvægu ákvörðun. Fáir mættu á fundinn úr röðum andófs- manna, þeirra sem fylgja hefðbundinni jafnaðarstefnu og mótmæla frjálshyggju hinna, sem mest ber á. For- ystumenn frjálshyggjunnar, Kristófer Már Kristinsson og Valgerður Bjarnadóttir, mættu ekki heldur. Þing- mennirnir Guðmundur Einarsson og Stefán Benedikts- son réðu lögum og lofum á fundinum. Þeir voru kosnir til forystu í flokknum. Eftir fundinn sögðu foringjarnir, að draugur sundurlyndisins hefði verið kveðinn niður. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess, að andstæðing- arnir innan flokksins mættu ekki á landsfundinn. Eftir stendur hópur, sem kannski getur staðið saman um hríð. En flokksræðið í nýja flokknum er slíkt, að hvergi var vikið til að koma til móts við hina óánægðu. Afleið- ingin varð strax sú, að einn fjögurra þingmanna flokks- ins, Kristín S. Kvaran, gekk úr þingflokknum. Nýi flokkurinn hóf feril sinn með því að klofna. Þannig horfir illa fyrir Bandalagi jafnaðarmanna. Samtökin voru sprottin af persónufylgi Vilmundar Gylfasonar. Enginn hefur komið í hans stað. Fyrir flokknum getur átt að liggja að lognast út af. Það er líklegasta niðurstaðan, og hún er sorgleg. Bandalag jafnaðarmanna hefur boðið upp á stefnu, sem verið hefur ólík stefnu annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn kann til að mynda að boða einstaklingsfrelsi en er í reynd einn fyrirgreiðsluflokkanna. Bandalag jafnaðar- manna bauð valkost. Nú kann sá kostur að vera fyrir bí. Engu síður er margt gott í stefnu Bandalags jafnaðar- manna. Það er rétt, að þingmenn eiga ekki að sitja í stjórnum og ráðum, sem heyra undir ríkisstjórn. Æski- legt væri, að ríkisafskipti gætu horfið, þegar ákveðið er verð sjávarafurða. Rétt er að fella niður útflutnings- uppbætur og niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum. Gjaldeyrisverzlunin á að vera frjáls. Vinnustaðafélög launþega yrðu heppileg. Ekki verður á móti mælt, að bezt værí að gera ríkisbankana að almenningshlutafé- lögum. Þarna er boðuð frjálshyggja. Haukur Helgason. Það kom mér ekki á óvart að greinarkorn, sem ég skrifaði hér fyrir hálfum mánuði um húsnæðis- mál, færi fyrir brjóstið á einhverj- um. Ekkert kemur eins við kaun þeirra sem sigla undir fölsku flaggi í pólitískum aðgerðum og þegar bent er á vinnubrögð þeirra. Það hefur einmitt gerst í þessu dæmi. Alllengi hefur ákveðinn sjálf- skipaður hópur fólks sagst vera hinn eini sanni málsvari húsbyggj- enda á íslandi. Þessi hópur varð til upp úr fjölmennum fundi fólks sem átti í erfiðleikum með að standa við greiðsluskuldbindingar vegna húsbygginga. Fundur sá var haldinn í samkomuhúsinu Sigtúni í Reykjavík og við það hús er hópurinn síðan kenndur og kallað- ur Sigtúnshópurinn. Þessi hópur hefur ákaflega ein- falda afstöðu til stjórnvaldsað- gerða í húsnæðismálum. Þær eru einskis virði - basta. í hvert sinn sem stjómvöld hafa komið til móts við húsbyggjendur hafa þessir sjálfskipuðu forsvarsmenn þeirra birst ábúðarfullir í íjölmiðlum - ekki síst ríkisíjölmiðlunum - til þess að birta fólki þann sannleika að hinar opinberu aðgerðir væru í besta falli gagnslausar og stundum að manni hefur virst til bölvunar. Ráðgjöf, þar sem fólki hefur verið bent á skástu leiðir út úr ógöngun- um, hefur verið afskrifuð sem gagnslaus. Lenging lána hefur verið kölluð þeim háðulegu og lítt smekklegu orðum „lenging í heng- ingarólinni". Þegar veitt hafa verið sjálfskuldarábyrgðarlán til iangs tíma, án þess að veð þurfi að vera fyrir láninu, til þess að grynna á lausaskuldum er rokið til að dreifa fölsuðum upplýsingum á prenti þar sem þessu atriði er beinlínis snúið við. Að vísu skilst mér að einn af forystumönnum þessa hóps hafi í sjónvarpsviðtali um daginn talið að síðustu ráðstafanir, nefnilega að fara þess á leit við banka að þeir afnemi verðtryggingu, væru spor í rétta átt. Líklega hefur bless- aður maðurinn þar séð draumsýn sína rætast, nefnilega að þurfa ekki að borga skuld sína að fullu. Sparifé stolið Til þess að draga athygli frá raunverulegum kröfum grípa for- svarsmenn þessa hóps gjarna til þess ráðs að níða niður það fólk er byggði á verðbólgutímum vinstri óráðsíunnar, þegar sparifé lands- manna eyddist í verðbólgubálinu og vextir voru hvað neikvæðastir. Hjal um þetta er meginuppistaða í greinum tveggja kvenna er sent hafa mér tóninn hér í DV undan- ‘ farið. Önnur er verkfræðingsfrú í Breiðholtinu og kallar sig því hógværa nafni „húsfreyju", hin er Steinunn frænka mín Jóhannes- dóttir leikkona. Enda þótt vesalingur minn skipti litlu máli í þessari umræðu þá vill svo til að skrif verkfræðingsfrúar- innar eru tilvalinn umræðugrun- dvöllur um veigamikil almenn at- riði. Því ætla ég að svara henni nokkrum orðum. Þegar við hjónakornin byggðum íbúðina okkar í byggingarsam- vinnufélagsblokkinni í Kópavogi var verðbólga lítil miðað við það sem síðar varð. Þó var þá þegar orðið erfitt að fá lán - bankalán var eins og happdrættisvinningur. Okkar vinningur var ekki hár því það orð lá á að það fé sem laust væri færi fremur til annarra hluta en blokkaríbúða einstaklinga. Þessi ár risu nefnilega miklar verslana- og skrifstofuhallir og sá grunur hefur nú oft læðst að mér að það hafi fremur verið vegna eigenda þeirra en blokkaríbúða í Breiðholti og Kópavogi sem svo lengi var haldið i neikvæðu vext- ina. Þau lán, sem á annað borð voru veitt á þessum tíma, (árunum fyrir 1970), voru með venjulegum vöxt- um en ekki verðtryggð. Fyrst í stað kom það ekki að sök því að verð- bólga var lítil í lok viðreisnartí- mans. Greiðslubyrði var því tal- svert þung fyrstu árin, enda kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir þegar talað er um að böm þekki vart foreldra sína. Það tók mig nefnilega mánaðarsumarfrí að fá son minn til þess að þekkja mig og vilja fara með mér einum í göngut- úr. En þegar vinstri stjórnar verð- bólgufylliríið byrjaði skömmu síð- ar snarléttist greiðslubyrðin. Þá upphófst sparifjárbruninn og lánin urðu að engu. En mér finnst unga fólkið, sem mest fjasar yfir þessu, nú gleyma einu. Það lætur eins og því komi þetta ekkert við. Ekki það, nei? Það skyldu nú aldrei hafa verið foreldrar þess, þetta vonda fólk, sem græddi á sparifjárbrunan- um? Það skyldi nú ekki vera að þetta fé hafi verið notað í föt, sólar- Iandaferðir og menntunarkostnað handa þessu sama unga fólki? Líti hver í eigin barm. Svo breyttist tíðin Fyrst í stað var þessu mætt með því að brenna spariféð á verð- bólgubáli. Síðan voru tekin erlend lán. Það er í raun fyrst og fremst erlent lánsfé sem nú er lánað í húsnæðislánunum, þó auðvitað megi alltaf fara í orðaleik um uppruna fjár. Svo var ákveðið að breyta til og láta fólk borga lánin, eins og gert var „þegar amma var ung“. Fólk var varað við, en það tók ekki allt mark á viðvörunun- um. Sumir grófu of stórar holur, bæði uppi í Breiðholti og víðar, og vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir áttuðu sig á að þeir áttu að borga það sjálfir sem í holurnar færi. Sumir brugðust skynsamlega við, aðrir ekki. Ég veit dæmi um fjöl- skyldur sem hafa lagt ákaflega hart að sér og lifað sparlega. Sumar hafa komist yfir erfiðleikana og MAGNÚS BJARNFREÐSSON aðrar ekki. Aðrar hafa ekki reynt þetta, farið í sínar árlegu sólar- landaferðir, farið út að borða um nær hverja helgi og kastað skít í þjóðfélagið á virkum dögum. Við hjónakornin, sem verkfræð- ingsfrúin í Breiðholtinu heldur að vöðum í peningum og fyrirlítum húsbyggjendur i erfiðleikum, búum enn í blokkaríbúðinni okkar með krökkunum okkar - og kunnum því vel. Við ákváðum að grafa ekki holu - Guði sé lof. Og við höfum heldur ekki þurft að standa emj- andi á torgum til þess að formæla þjóðfélagi og stjórnvöldum fyrir okkar eigin glópsku. Hið sama á við um yfirgnæfandi meirihluta fólksins í þessu landi. Margir hafa grafið holur og átt fyrir því. Það er vel. Aðrir lenda í ógöngum og neyð þeirra getur vissulega verið sár. Slíku fólki á að hjálpa innan skyn- samlegra marka og það er reynt að gera. En kannski er það alvar- legasta afleiðing verðbólgufyllirís síðasta áratugar að sú æska, sem þann tíma hefur alist upp, hefur talið sjálfri sér trú um að hún væri fædd með silfurskeið í munni, enda þótt það sé aðeins ryðguð járnspik. Það er orðið lítið pláss til að svara henni Steinunni frænku. Það má líka vera lítið. Hún notar gamalkunna komma-aðferð, nefni- lega að láta líða það langan tíma frá grein að flestir séu búnir að fleygja henni, skrifa svo grein, gera höfundi fyrri greinar upp orð og skoðanir og slást við þennan til- búning undir drep í von um að fæstir muni hvað stóð í fyrri grein- inni. Þar sem ég veit að frænka kann að lesa get ég enga aðra skýringu fundið á hennar grein því hún heldur því fram að ég hafi kallað það fólk, sem á í erfiðleikum vegna húsbygginga, þjófa! Það er sagt svo, Steinunn frænka, að ónefndur herramaður lesi ónefnda bók á vissan hátt, en það er ég viss um að hann er sárgramur yfir því að vera ekki frændi þinn, eins og ég! Magnús Bjarnfreðsson. „Sumir grófu of stórar holur, bæði uppi í Breiðholti og viðar, og vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir áttuðu sig á að þeir áttu að borga það sjálfir sem í holurnar færi.“ a „Alllengi hefur ákveðinn sjálfskipað- ^ ur hópur fólks sagst vera hinn eini sanni málsvari húsbyggjenda á íslandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.