Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Hann heitir Jói, er harmóníku- jólasveinn og hurðaskellir DV á spástefnu með ungum sérfræðingum í jólasveinafræðum Þær stöllur gáfu sér tíma til að sitja fyrir hjá ljósmyndaranum þegar harmóníkujólasveinninn var tilbúinn. Gulli naut aðstoðar kennara síns, Ingibjargar Sigurgeirsdóttur, við að gera karlinn að reglulegum harmóníkujólasveini. Jólin eru að koma. Hinir árlegu boðberar jólanna skjóta nú upp kollinum úti um allar trissur. Þótt ekki sé von á fyrsta almennilega jólasveininum fyrr en á morgun þá hefur sést til lægra settra bræðra þeirra á stjái síðustu daga. Þeir eru að kanna stemmninguna í byggð- um áður en Stekkjastaur kveður móður sína með kossi og tekur að sinna árlegum skylduverkum sín- um. Hér í borginni hafa uppljómuð jólatré skotið rótum á torgum og túnum. Jólatréð við Austurvöll lýsir nú alþingismönnum og öðrum fastagestum við fótstall Jóns Sig- urðssonar síðustu skrefin í jóla- önnunum. Ekki mun afveita. Kunnáttufólk I skólunum eru börnin tekin að undirbúa jólin af krafti. Það er líka í skólunum sem ílestir ábyggile- gustu kunnáttumennirnir í hinum ýmsu jólafræðum eru saman komn- ir. Við á DV erum auðvitað forvitin um þau fræði. Þess vegna gerðum við innrás í 6 ára bekk Breiðagerð- Svanþór á þá ósk heitasta að eignast vélmenni á jólunum. Gummi reyndi að skýra út hvað væri svona merkilegt við harmóníkujólasveina. Ef þið lesendur góðir skoðið teikning- una vandlega getið þið vafa- laust ráðið gátuna líka. isskóla og settumst við fótskör meistaranna. Þar voru börnin að ferðbúa sér- kennilegan jólasvein fyrir annir næstu daga. „Hann heitir Jói,“ fullyrti Nói, snaggaralegur strákur sem veit hvað hann syngur. „Hann er harm- óníkujólasveinn og hurðaskellir," bætti hann við til frekari skýring- ar. Ætt harmóníkujólasveina er vel kunn hér á landi. Trúlega væri þó alltof langt mál að skýra alla eðlis- kosti þeirra frænda fyrir þeim sem vegna aldurs hafa glatað öllum skilningi á jólasveinafræðum. En ekki voru allir á eitt sáttir með nafnið á Sveinka. Gulli fullyrti að hann væri meira en hurðaskell- ir; hann héti það h'ka. Orri var aftur á móti viss um að þetta væri Stekkjastaur. Og þannig spunnust hinar fræðilegu deilur fram þar til að nöfn allra jólasveinanna voru nefnd til sögunnar ásamt nokkrum afbökunum og auknefnum. Senni- lega verður ekki skorið úr þessari deilu fyrr en á jólum þegar allir jólasveinarnir eru komnir til byggða. Þá ætti ekki lengur að fara milli mála hver erhver. Af hverju ekki kerti og spil? En það eru ekki bara jólasveinar sem fá börnin til að standa agndofa á jólunum. Jólagjafirnar eru líka ómissandi þáttur. Og hvað skyldu börnin svo vilja i jólagjöf? Kertin og spilin eru víst ekki i tísku lengur þótt enn sé boðlegt að syngja um þau. Nú eru óskalistarnir miklu skrautlegri því það er orðið í það minnsta að fá bara kerti og spil. „Ég vil fá vélmenni,“ sagði Svan- þór, „af því að ég á ekkert." Við komum þeirri ósk hér með til jóla- sveinanna. Þeir bregðast varla kröfum tækninnar. Gummi vildi fá kastalann úr Legó safninu. „Hurðin á honum er svo- lítið sniðug. Svo þekki ég strák sem á hann.“ Þar með var tilgangslaust að efast um að kastalinn væri stór- merkilegur. Haraldur vildi fá Snákafjallið. Hann þekkti lika strák sem réð yfir því ágæta fjalli. Svo hafði Jóla hvað? Svavar kunni skil á öllu þessu jólastandi en það voru ekki allir sammála honum. Það vantaði ekki að margar hendur væru á lofti þegar spurt var um nafnið á jólasveininum. Svörin reyndust hins vegar vera jafn- mörg og hendurnar. Haraldur líka séð þetta eftirsótta fjall í sjónvarpinu. Svavar vildi fá fjarstýrðan tor- færujeppa alveg eins og þann sem Bjössi vinur hans á. Þannig bílar eru mjög hagkvæmir í rekstri. „Það þarf ekkert bensín á þá,“ sagði Svavar. Stelpurnar voru ekki eins ákveðnar í óskum sínum. Hjördís sagðist alls ekki vita hvað hana langaði í og Hafdis hafði „ekki séð neitt sem hana langaði að fá“. Þorbjörg vissi það alveg en vildi ekki segja frá því fyrst. A endanum kom þó í ljós að hana vantaði fleiri Barbídúkkur. Þannig hljóðuðu óskir barnanna á meðan harmóníkujólásveinninn góði var að komast í sinn rétta búning. Það er kátur karl sem undantekningarlaust fékk rauða húfu frá börnunum. Annar klæðn- aður reyndist vera öllu fjölbreytt- ari enda eru jólasveinar glysgjarnir mjög. Þegar við yfirgáfum staðinn var enn langt í land að samkonulag næðist um nafn á karlinn. Það var líka lítil hjálp að gestunum við að ráða þá gátu. Þeir reyndust koma af fjöllum þegar vísdómur um jóla- sveina var annars vegar. - GK -(k. n ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.