Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Side 1
Frjálst, óháð dagblað dagar tiljóla í í i i i i i í DAGBLAÐIЗVÍSIR Alþingi: Kvótií 2arsam- ■' þykktur í i i i á Kvótafrumvarpið var afgreitt sem lög frá efri deild laust fyrir miðnætti i gær. Þorvaldur Garðar Kristjánsson var eini stjómarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Eyjólfur Konráð Jónsson sat hjá en sagðist ætla að berjast gegn frum- varpinu á komandi hausti ef hann yrði enn þingmaður. Aðrir stjómar- liðar greiddu atkvæði með frum- varpinu með hjálp frá stjórnarand- stæðingum, Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur og Helga Seljan. Þing- menn Alþýðuflokks og Bandalags jafhaðarmanna greiddu atkvæði á móti ásamt Ragnari Arnalds og Skúla Alexanderssyni. - APH 292. TBL.-75. og 11. ÁRG.- FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1985. Páll Pétursson stiginn frá borði. Steihgrimur er í dyrununi. í FLug- . málastjórnarvélinni höfðu þeir góðan tímá til að karpa um hvor ferðaðist meira til útlanda. DV-mynd PK. Var menntamálarádherra fljótfærerhann keyptiMS-húsið undir Þjóðskjalasafnið ?: Nýgerður leigusamningur til níu ára undir safnið Fyrir hálfum öðrum mánuði gerði menntamálaráðuneytið bindandi samning til níu ára um 1200 fer- metra húsnæði undir Þjóðskjala- safn. Samið var um að ríkið greiddi tvær milljónir á ári fyrir húsnæðið. í framhaldi af því samþykkti fjár- veitinganefnd 15. desember síðast- liðinn, eftir beiðni frá ráðuneytinu, 1600 þúsunda króna aukafjárveit- ingu á næsta ári til að standa straum af leigunni svo og til endur- bóta á leiguhúsnæðinu. Samningur þessi tók gildi 1. okt- óber síðastliðinn og á að gilda til 30. september 1994. Er húsnæðið í stórhýsi Kristjáns Siggeirssonar hf.áHöfða. Jón Rúnar Pálsson, ritari fjár- veitinganefhdar, staðfesti þetta í samtali við DV. Sagði hann að í ljósi þessara staðreynda hefðu húsakaup menntamálaráðherra komið þeim nefndarmönnum mjög á óvart og sagðist hann ekki skilja hvernig ráðuneytið og ráðherrann hygðist snúa sér í þessu. Hér væri um bindandi samning að ræða, sem ekki væri hægt að rifta. Þess utan — sjá nánari fréttír ábls.2 sagðist hann ekki sjá í fljótu bragði hvernig önnur ríkisstofnun gæti nýtt þetta húsnæði, þar sem það væri mjög sérhæft enda um sér- hæfða stofnun að ræða með sér- þarfir. Þessar 1600 þúsund kr., sem ráðu- neytið bað um frá fjárveitinga- nefnd, áttu að skiptast svo að 500 þúsund áttu að fara f sjóð til að standa straum af húsaleigunni en 1100 þúsund í endurbætur á leigu- húsnæðinu. Samkvæmt upplýsingum DV og því sem fram kemur hér á undan er ekki hægt að rifta svona samn- ingi án skaðabóta og þær geta orðið háar. Því getur allt eins farið svo að ríkið þurfi að greiða þessar 18 milljónir sem leigusamningur- inn gerir ráð fyrir án þess að hús- næðið verði nýtt. - KÞ MEÐ EINKAÞOTU FRÁ FINNLANDI Páll Pétursson, forseti Norður- landaráðs, steig fyrstur úr skrúfu- þotu Flugmálastjómar á Reykjavík- urflugvelli í gær eftir sjö stunda flug frá Finnlandi með millilendingu í Noregi. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra kom annar frá borði en á eftir fylgdu Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra og Snjólaug Ólafs- dóttir, ritari íslandsdeildar Norður- landaráðs. Framsóknarmennimir aftóku að stilla sér upp fyrir ljósmyndara held- ur drifu sig inn í ráðherrabíla og brunuðu á brott í þann mund sem tollverðir komu á vettvang. Náðist því ekki að tollskoða. Eftir því sem DV kemst næst hefur það einu sinni gerst áður að íslenskir stjómmálamenn ferðast til útlanda í einkaflugvél. Það var fyrir tveim áratugum er samið var um álverið. Þar sem erlendir aðilar taka drjúg- an þátt í rekstri Flugmálastjómar- vélarinnar selur ríkið sjálfu sér hvem flugtíma á aðeins 10 þúsund krónur. Flugtímaverð leiguflugfé- laga er hins vegar í kringum 27 þúsund krónur og miðað við það hefði þessi 13 flugtíma Finnlands- ferð með biðtíma kostað um 400 þúsund krónur eða um 100 þúsund krónur á hvem farþega. í áætlunar- flugi hefði farmiðinn kostað'um 50 , þúsund krónur. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.