Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Page 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Litlir fingur hafa mjög gaman af því að föndra úr trölladeigi. Systurnar horfa áhugasamar á litla bróður sinn í sköpunarstarfinu. Jólaskraut úr trölladeigi Hægt er að búa til alls konar hluti úr trölladeigi, t.d. upplagt að nota myndakökuformin til þess að stinga út hina ýmsu hluti. Trölladeig er mjög sniðugt til þess að búa til alls kyns skraut úr. Það er hins vegar ekki til þess að borða - rétt að taka það skýrt fram! Til eru ýmsar uppskriftir að slíku deigi. Eina rákumst við á í jóla- blaði Húsfreyjunnar, en hún er svona: 3 hlutar hveiti, 1 hluti borðsalt, 1 hluti sjóðandi vatn, 1-2 mat- skeiðar edik og 2 dropar matar- olía. Notið fínt salt og látið saman við hveitið og bætið vatninu út í og hnoðið þar til deigið er orðið mátu- legt. Ef ekki á að nota deigið strax er ráðlagt að geyma það í plast- poka. Deigið er flatt út með kefli, þykkt eða þunnt, og má nota myndaköku- mótin til þess að skera út myndir. Einnig er hægt að búa til fléttu- brauð, kringlur og kransa, allt eftir því hvað hverjum dettur í hug. Nota má blöndu af ediki og vatni fyrir „h'm“ og einnig til þess að slétta áferðina á listaverkunum. Trölladeigsmyndirnar þarf að baka í bakarofninum við ca 150 Hægt er að búa til fíngerðasta hár eða þræði með því að þrýsta trölladeiginu i gegnum hvít- laukspressuna. gráður C í um það bil eina klukku- stund. Hlutina má síðan mála með skil- talitum og þegar þeir eru þurrir er lakkað yfir með glæru lakki. Það virðast nokkrar uppskriftir að trölladeiginu vera í gangi. Hér er önnur sem við sáum í norsku blaði: 2 bollar hveiti 2 bollar salt 1 bolli vatn 2 matskeiðar veggfóðurslím Þegar deigið hefur verið hnoðað er það geymt í plastpoka í kæli- skápnum þar til það er notað. Hægt er að geyma það í nokkra daga. Breiðið smjörpappír yfir það sem þið hafið búið til og látið þoma í einn sólahring. Ef hlutirnir eiga að vera með deiglitnum á að pensla þá með mjólk áður en þeir eru bakaðir í ofninum. A.Bj. Þeir sem eru sérlega lagnir geta búið til svona kertakransa úr trölladeigi. Þeir eru svo málaðir í rauðu og grænu þegar búið er að baka þá í ofninum. DV-myndGVA Hagsýnasta hús- móðirin deilir stórinnkaupunum á allt árið „Ég biðst afsökunar á því hvað bókhaldsseðillinn er seint á ferðinni hjá mér, en hér kemur hann. Ég hef ekki gert grein fyrir haust- innkaupunum okkar en við keyptum okkur bæði slátur og kjöt. Ég deildi kostnaðinum niður á 12 mánuði. Ég býst við að þetta dugi okkur með kaupum á fiski (söltuðum) og unnum kjötvörum sem við kaupum endrum og eins, saltkjöti, hangikjöti, bjúgum o.fl. sem maður hefur á borðum til tilbreytingar," segir í bréfi frá vin- konu okkar i Grindavík sem við höfum stundum nefnt „hagsýnustu húsmóður landsins" hér á neytenda- síðunni. Þessi húsmóðir hefur verið með lægstan meðaltalskostnað í heimilis- bókhaldinu. Enn er hún með lægstu upphæðina, um 3 þús. kr. á mann í dagleg matarinnkaup í nóvember- mánuði. Grindavíkurhúsmóðirin hefur gef- ið okkur skýringar á þessum lágu meðaltalstölum. Daglegur neyslu- fiskur er frír, lítið er keypt af unnum mjólkurvörum, eins og t.d. jógúrt, ekki keyptir aðrir ávextir en epli og appelsínur og fyllsta sparnaðar gætt á öllum sviðum. Og bréfið heldur áfram: „Kartöflur, rófur og gulrætur erum við enn að borða upp úr lóðinni hjá okkur. Liðurinn „annað“ er upp á 12.500 kr. í því er enginn fatnaður, en ljós og hiti, tóbak, meðul, áskrift dag- blaðs og ýmis smáútgjöld eins og happdrættismiðar sem alltaf er verið að betla. Svo óska ég ykkur á DV gleðilegra jóla! - G.J.“ Sælkeramatur helgarinnar: Hleypt súkkulaði með appelsínusafa Ábætisrétturinn á að vera sætur, en eitthvað bragðsterkt, eins og dökkt súkkulaði og ristaðar möndl- ur, gefa ábætisréttinum sérstakt bragð. Ef einhverju súru er bætt út í verður rétturinn ferskari. Hér er uppskrift að súkkulaðibúð- ing með möndlukökum. 50 g dökkt súkkulaði peli rjómi safi úr 3 appelsínum rifinn börkur af einni appelsínu Stífþeytið rjómann. Rífið appels- ínubörkinn og blandið saman við rjómann. Bræðið súkkulaðið í vatns- baði og látið út í rjómann. Þegar heitt súkkulaðið kemur út í kaldann rjómann hleypur súkkulaðið. Búið til litlar kúlur úr súkkulaðinu með tveimúr teskeiðum og berið fram í litlum skálum með appelsínusafa. Möndlukökur fara mjög vel með þessum rétti: 30 g smjör 150 g möndluspænir 3 eggjahvítur 25 g hveiti 130 g sykur Bræðið smjörið. Blandið öllu nema eggjahvítunum út í. Þeytið þær létt og látið saman við. Smyrjið bökunar- plötu og látið deigið með tveimur teskeiðum á plötuna. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í ca 10 mín., eða þar til þær eru ljósbrúnar. Kökurnar renna dálítið út, þannig að gott er að hafa rúmt um þær á plötunni. Framfærslan farið fram úr kaupmættinum „Hjálagður upplýsingaseðill þarf aðeins skýringar við,“ segir m.a. í bréfi frá „Einni úr Grindavík" sem oft hefur skrifað okkur áður. „Matarliðurinn einkennist af kjöt- útsölunni en liðurinn annað af hús- næðisláni sem er á gjalddaga í nóv- ember ár hvert. Þar sem verðlækkunin á kjötinu var allveruleg ákváðum við að birgja okkur vel upp því okkur finnst hækkun á framfærslukostnaði hafa farið talsvert fram úr kaupmætti nú upp á síðkastið." Tæp 5 þús. á mann Þótt þessi vinkona okkar úr Grindavík hafi birgt sig upp af út- sölukjötinu var meðaltalskostnaður- inn hjá henni ekki nema rétt tæplega 5 þús. kr. á mann. Liðurinn „annað“ var upp á tæpar 35 þús. kr. Það er ekki hægt að segja annað en að þær séu hagsýnar, fjöl- skyldurnar í Grindavík. A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.