Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985.
Útlönd Útlönd UtJönd UUönd
Jólasveinninn handtekinn.Lögregla í borginni Saeramento í Kali-
forníu handtekur hér konu eina uppáklædda sem jólasvein eftir
mótmælaaðgerðir fyrir framan verslun eina í borginni.
Tilefni mótmælastöðunnar var að verslunin selur loðdýrafeldi og
var, jólasveinninn" að mótmæla drápi loðdýra.
Hafa dómarann og
gísla á valdi sími
Þrír skothvellir heyrðust í morgun
úr réttarsalnum í Nantes í Frakk-
landi þar sem byssubófar höfðu
þrettán manns á valdi sínu í alla
nótt og biðu þess að lögreglan yrði
við kröfum þeirra um að útvega þeim
langferðabíl.
Mennirnir þrír, vopnaðir hríð-
skotabyssum og handsprengjum,
höfðu ráðist inn í réttarsalinn í gær
síðdegis og tekið nær 30 gísla. Sautj-
án gíslanna slepptu þeir í gærkvöldi.
Þegar lögreglan varð við óskum
þeirra undir morgun og kom með
langferðabíl að dómhúsinu framan-
verðu var af einhverjum ástæðum
hætt við og hann fluttur að bakhlið.
Heyrðust þá þrír skothvellir innan
úr byggingunni en enginn vissi,
þegar síðast fréttist, hvað skeð hefði.
- Ræningjarnir höfðu hótað að taka
gísla sína af lífi ef kröfum þeirra yrði
ekki fullnægt eða ef lögreglan gerði
tilraun til þess að ráðast á þá.
Það var látið eftir þeim í gær að
koma fram í beinni sjónvarpssend-
ingu þar sem sást að þeir höfðu
handjárnað dómarann, sem var að
störfum í réttarsalnum, þegar þeir
gerðu árásina. í sjónvarpsútsending-
unni fordæmdu mennirnir réttarfarið
í Frakklandi. Þeir sögðust vera fé-
lagar i frelsishreyfingu Palestínu-
araba.
Franska lögreglan bar þó kennsl á
einn mannanna sem losnaði nýlega
úr fangelsi þar sem hann hefur af-
plánað dóm fyrir rán.
Shultz uppsigað
við lygamælapróf
George Shultz utanríkisráðherra
svo gott sem hótaði í gær að segja
af sér ef honum væri skipað að gang-
ast undir lygamælispróf sem er liður
í öryggisráðstöfunum er Reagan for-
seti hefur fyrirskipað.
Blaðamenn spurðu hann hvort
hann mundi gangast undir slikt próf
en hann svaraði stutt og laggott:
„Einu sinni!“
forseti hefði fyrirskipað að beitt
skyldi meira en áður lygamælapróf-
um við eflingu öryggisráðstafana til
að hindra upplýsingaleka. Larry
Speakes, blaðafulltrúi hans, sagði að
líklega mundu einhverjir ráðher-
ranna þurfa að gangast undir prófið
eins og annað starfsfólk en í gær
sagði hann að hvert ráðuneyti fyrir
sig yrði látið ráða hvernig að örygg-
isráðstöfunum þessum væri staðið.
Danir skiptu um skoðun
Þá var hann spurður hvort hann
mundi hætta ef honum yrði skipað
að gangast undir prófið og Shultz
svaraði: „Um leið og mér er sagt það
í þessari ríkisstjórn að mér sé ekki
treyst þá stend ég upp og fer.“
Uppvíst varð í síðustu viku, í kjöl-
far njósnahneykslanna í Bandaríkj-
unum að undanförnu, að Reagan
Gunnlaugur A. Jónsson, DV,
Lundi:
Strax eftir áramótin munu hefjast
viðræður um aðild Danmerkur að
norræna sjónvarpsgervihnettinum
Tele ex.
Paul Schluter, forsætisráðherra
Danmerkur, sagði í gær að það væri
mjög þýðingarmikið að Danir tækju
þátt í þessu norræna samstarfi og er
þar með ljóst að stjórn hans hefur
skipt um skoðun í málinu.
Er endanleg ákvörðun var tekin
um Tele ex í haust stóðu Danir einir
Norðurlandaþjóðanna utan við sam-
komulagið.
Tele ex verður skotið á loft haustið
1987.
Laugavegi 26 - Sími 13300-Glæsibæ- Sími 31300.