Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Page 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985. Menning Menning Menning Menning Beitan, vergögn, fisk- verkun og landlegur Lúðvik Kristjánsson: ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR. Teikningar ettir Bjarna Jónsson. Bókaúgáfa Menningarsjóðs. Þetta fjórða bindi Islenskra sjávarhátta er hvorki tneira né minna en hálft sjötta hundrað blaðsíðna í stórbókarbroti, og raunar enn fjölþættara og læsi- legra en þriðja bindið vegna þess hve það gerir ítarleg skil mörgum hliðarþáttum sjálfrar sjósóknar- innar, ekki síst því sem til gamans og dægrastyttingar mátti verða í lífí vermanna, sem oftast var kald- söm vist. Allt yfirbragð þessa nýja bindis er með sömu reisn og myndarbrag og hin fyrri, bæði að ytri gerð og innri snilli. Þorskurinn skreytir bæði spjöld og kápu. Myndir - ljós- myndir og teikningar - eru um 470, þar á meðal þó nokkrar litmyndir. Heimildaskráin er ítarleg og ekki aðeins vitnað til bóka, blaða og handrita heldur einnig munnlegra frásagna. Seiðmagn frásöguháttar Þarna birtist einmitt einn mikil- vægasti þátturinn í þeirri gagn- vönduðu fræðimennsku sem þessi bók er reist á. Lúðvík Kristjánsson hefur ekki látið sér nægja að kanna og heyja sér efni úr þeim firnum ritaðs máls sem til er um sjó- mennsku í íslenskum bókmenntum og raða því síðan í þá bálka sem hann ritar. Hann hefur einnig lagt leið,sfna til aldinna manna hring- inn í kringum landið, rætt við þá og safnað efni af vörum þeirra, numið þar frásagnir af verkum, áhöldum og orðum um hið gamla lag þessa atvinnuvegar, á liðinni tíð. Hann hefur augsýnilega orðið margs víari í þessari leit og nýtir það sem vísindamaður en tekst um leið að láta það varðveita sagnrænt líf sitt og seiðmagn frásöguháttar sem kallar á athyglina. Ég held að Lúðvík hafi það betur á valdi sínu en flestir þeir fræðimenn, sem gert hafa vísindum sínum bókarferju yfir álinn til þjóðarinnar hér á landi, að sameina þetta tvennt - fræðimennskuna og ferjumanns- starfið. Helstu bókarkaflar Efni þessa stóra bindis íslenskra sjávarhátta er í megindráttum þetta: Fyrsti kaflinn er um beituna og notkun hennar áður á öld. Þar er kræklingurinn á fremsta blaði og ítarleg grein gerð fyrir því hvar kræklingsfjörur voru bestar. Síðan vikið að öðrum skelfiski og beitu af ýmsu öðru tagi. Öflun beitunnar er lýst, geymslu hennar og loks beitingunni og gögnum til hennar. Næsti meginkafli er um hand- færaveiðar og síðan kafli um lóða- og netaveiðar. Þá kemur lending, uppsetning og fjöruburður, og koma þar fram ýmis afbrigði í verk- lagi vegna aðstöðumunar, t.d. við sanda Suðurlands og í öðrum landshlutum. Gimilegur kafli er um skiptivöllinn og aflaskiptin sem lutu mismunandi reglum eftir fjórðungum. Bókmenntir ANDRÉS KRISTJÁNSSON Útvegsþættir á þurru landi Það sem eftir er bókar - rúmur helmingur - fjallar alveg um þá þætti útvegsins sem gerðust á þurru landi. Fyrsti kaflinn í þeim bálki heitir Landlegur. Þar er frá mörgu forvitnilegu sagt, fyrst rakin skylduvinna vermanna í landleg- um, en' þar næst getið um margs konar önnur störf og dægradvöl vermanna, þar á meðal leiki margs konar, glímur, þrautir og skáld- skap. Aflraunimar og steintökin eru þar gildur þáttur og frásögnin nákvæm og fjörleg með góðu myndasafni. Og síðan koma ýmsir stuttir þættir um farandmenn og verpósta, félög og námskeið vermanna - og ritstörf þeirra, sem ekki hafa verið neinir smámunir. Þarna fylgir fjöldi mynda af handritum ver- manna,- sumum hinum skrautle- gustu. Vænt safn formannavísna og sjóhrakningarimna er þama að finna, áður en kemur að vergögn- um og fiskverkuninni og því sem henni og nýtingu fisksins heyrir til. Og atriðisorðaskráin í bókarlok er á 50 þrídálkuðum síðum - engin smásmíði. Frábært myndefni Myndefnis þessarar miklu bókar verður að geta að nokkru, svo mikils háttar sem það er. Fyrst er að nefna urmul teikninga Bjarna Jónssonar til skýringar efni og lýsingar hluta - vergagna bæði á sjó og landi. Það er ekki lítill feng- ur að eiga slíkt safn á einum stað. Þessar myndir eru bæði skýrar og einfaldar. í fremsta kaflanum eru allmargar stórfagrar litmyndir af helstu beitufjörum og umhverfi þeirra eftir Bjöm Rúriksson. Að þeim er sannkallað bókarskraut, svo ágætar sem þær eru, engu síðri en myndaval það sem hann á í bókinni Landið þitt. Ýmsar aðrar myndir, svo sem af handritunum og gamlar ljósmyndir af verbúðum, hjöllum, stakkstæðum o.fl. eru til mikillar gagnsemi í bókinni. Ytri gerð bókarinnar er ákaflega vönduð eins og hinna fyrri binda, prentun og bókband eins og best gerist. Eitt bindienn Þegar þriðja bindinu lauk fyrir tveimur árum var talið að atrenna væri hafin að hinu síðasta, en þrátt fyrir stærð hins fjórða er ekki koll- heimt, og enn er bindi eftir. Höf- undur segir í upphafi eftirmála fjórðabindis: „Sökum þess hve margar myndir og teikningar verða í ritinu öllu, eða hátt í tvö þúsund, reynist ekki unnt að ljúka því með þessu bindi, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Enn eru eftir fjórir þættir: - Hval- ur, rostungur, sjávarfuglanytjar og þjóðtrú og getspeki.“ Af þessu má sjá að 5. bindið verður varla síst að skemmtilegu frásagnarefni og myndum. I eftirmálanum segir Lúðvík að ekki sé kunnugt um að þorsk- hausar hafi verið verkaðir til manneldis með öðrum þjóðum en íslendingum. Það er harla fróðleg niðurstaða. Gagnvandað og skilagott Einn skemmtilegasti kaflinn í 4. bindinu er frá verstöðvunum undir jökli. Lúðvík segir að fundist hafi ummerki 134 fiskbyrgja í Bæjar- hrauni á Gufuskálum, þar af 12 alveg heil, en veggir uppistandandi af 63. Þetta sýnir vel hvílíkur út- I kröppum dansi Norman Mailer: HÖRKUTÓL STÍGA EKKI DANS, Þýðandi: Árni Ibsen Útg.: Nótt, Reykjavík, 1985. 328 bls. Nýtt forlag, Nótt, haslar sér völl með þýðingum á merkilegum er- lendum bókum eftir Lessing, Mail- er o.fl. Framtakið er lofsvert og því er rétt og skylt að óska forlaginu langra lífdaga. Áður en lengra er haldið er líka rétt að benda á það að merki þess, hálfmáninn, dregur viljandi eða óviljandi dám af merki hins þekkta sænska kiljuforlags, Mán Böcker(Mánabækur). Von- andi kemur það Nótt ekki í koll. Það er vel til fundið af þeim Nætur-mönnum að einskorða sig við nýlegar bækur erlendra úrvals- höfunda, eins og Hörkutól stíga ekki dans eftir Norman Mailer. Sú stefna hefur þó þann ókost að ný- legar bækur þeirra standa stundum að baki eldri bókum sem nýr le- sendahópur ekki þekkir. Þó má sennilega reikna með því að þeir, sem á annað borð lesa bandarískar bókmenntir, séu kunnugir nokkrum helstu skáld- verkum Mailers, The Naked and the Dead, An American Dream, The Deer Park og Executioners Song. Það sem ég er að reyna að segja er að Hörkutól (Tough Guys Dont Dance) er ekki meðal þessara helstu verka. Þó stöndum við í þakkarskuld við Nótt fyrir að færa okkur fyrstu íslensku þýðinguna á skáldverki eftir hinn óstýriláta bandaríska skáldmæring. Metafýsískur þriller Er Mailer hóf að skrifa þessa bók var hann búinn að skila af sér doðrantinum Ancient Evenings, satt að segja alveg hrútleiðinlegri bók um kynferðismál faraóanra í Egyptó hér á öldum áður. Sá doð- rantur fékk fremur dauflegar und- irtektir, seldist ekki vel og Mailer þurfti að skrifa aðra bók í hvelli til að hafa fyrir skuldum. Þannig urðu Hörkutólin til - eða svo segir sagan. Allt um það er eins og Mailer hafi byrjað á því að skrifa harðsoð- inn þriller í anda Hammetts og Spillane, snaggaralegur titillinn („Lík halda sér saman“, „Fól fara ekki í frí“...) minnir óneitanlega á þess konar bók, en af því að Mailer er nú einu sinni sá sem hann er var hann áður en varði kominn út í gömul áhugamál, veldi tilfinning- anna, baráttuna við hvatirnar, myrkrið í mannssálinni, tilvistar- kreppuna og það allt saman. Hörkutól er því eins konar meta- fýsiskur þriller þar sem fólk er ekki bara að drekka frá sér ráð og rænu, ríða og rista einhvem á hol, heldur einnig (og aðallega) að glíma við demóna, í sjálfum sér og öðrum. í stórum dráttum er atburðarás með klassísku sniði. Konan er hlaupin frá Tim Madden sem er miðaldra og drykkfelldur rithöf- undur af írskum ættum (hvað annað?). Tim er örvinglaður, ráfar um á daginn en hellir í sig viskíi á kvöldin. Kvöld eitt gefur hann sig á tal við girnilega ljósku og fylgdar- mann hennar á bar og saman lenda þau á herjans miklu fylleríi. Morg- uninn eftir vaknar Tim með meiri háttar timburmenn og húðflúr á handlegg og veit ekki hvemig á því stendur að framsæti í Porsche bíln- um hans er löðrandi í blóði. í ofanálag fær Tim upphringingu Norman Mailer gerir kvikmynd frá lögreglustjóra bæjarins sem stingur því að honum að hann ætti að hirða uppskeruna á marijúanas- kikanum sínum áður en einhver fer að hnýsast í hana. Grúttimbraður fer Tim á staðinn, finnur „stöffið" og kvenmannshöfúð í ofanálag. Höfuðið er af ljóskunni frá kvöld- inu áður. Klassískt klandur Ekki líður á löngu uns höfuðin eru orðin tvö, hið síðara tilheyrir burtstrokinni konu Tims, og þá er það 64.000$ spurningin: Fór Tim sjálfur á hausaveiðar í ölæði? Tim Bókmenntir AÐALSTEINN INGÓLFSSON veit það ekki sjálfur. Þá er hann sem sagt í klassísku klandri sem hetjur í bókmenntum hafa þurft að greiða úr allt frá dögum Ödípusar. Ýmis ljón eru auðvitað í veginum fyrir því að Tim komist að hinu sanna. Hvaða skollaleik er Regen- cy sjériff að leika? Á hann ekki mikla sveðju heima hjá sér frá því hann var í „Nam“? Og er ekki dálítið sérkennilegt að Magðalena, kona hans, skuli eitt sinn hafa verið eldheit ástmey Tims og „músa“? Hvað er svo Wardley, fyrrverandi maður burtstrokinnar (og haus- lausrar) konu Tims, að væflast í bænum? Og tveir kunningjar Tims, köngullóin og Stúdi, eru óneitan-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.