Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Síða 19
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985. 19 Menning Menning Menning Menning Portúgalsferö Gabriellu Ein af myndum Baltasars úr bókinni. sem hann sendir af bendum boga. Hann hittir oft í mark og rýfur skurnina en kemur þá gjarnan að annarri og harðari. Þannig vill gagn- rýnum og vitrum trúarskáldum fara, en sú afstaða verður þeim oft ofraun á undanhaldi lífsins, og þeir sjá ekki annað bjargarráð en drekkja sér í auðmýktinni og bljúgu bænakvaki. Víst getur það líka verið skáldskap- arefni eins og Hallgrímur sýndi og sannaði. Ingimar heldur enn karl- mennsku sinni lítt slævðri, en hún er þó í nokkurri hættu en við skulum vona að hann haldi enn um sinn áfram að vera örvaskáld á guðs vegum. Sem stendur virðist trúarjátning hans og himnakall vera orðum lýst í þessu stefi: Hver og einn leitar síns himneska kalls, heiminum Kristur var sendur. Hugur minn reikar frá stalli til stalls, stefnir svo heim í guðs lendur. Bókmenntir ANDRÉS KRISTJÁNSSON Það er til marks um þá rökhyggju, sem Ingimar bindur enn trú sína, að hann er ekki farinn að rita guð með stórum staf. Skáldið talar til lesanda síns skýrum orðum og yrkir oft betur en vel, en samt er boðunarkrafan farin að reyna uggvænlega á skáld- skaparstoðirnar. - A.K. GABRIELLAI PORTÚGAL. Höfundur: Sveinn Einarsson. Myndskreyting: Baltasar. Útgefandi: Almenna bókafélagið 1985. Almenna bókafélagið virðist á uppleið hvað varðar útgáfu á barnabókum. Undanfarin ár hefur útgáfan að nokkru leyti vikið sér undan þeirri skyldu vil ég segja, að gefa út fyrir yngstu lesendurna sem eru fjölbreytilegur lesenda- hópur ekki síður en fullorðnir. í ár sendir AB frá sér nokkrar barna- og unglingabækur, þar á meðal bókina Gabriellu í Portúgal eftir Svein Einarsson og Baltasar. Dálítil ferðasaga „Vitið þið hvernig er sumarleyfi í útlöndum? Fyrst er borðaður morgunmatur, svo er legið í sól- inni, svo er borðaður hádegismatur og svo er legið í sólinni, svo er borðaður kvöldmatur og svo fara allir að sofa.“ Og Gabriella skelli- hlær og stingur sér á bólakaf í sundlaugina.“ (bls 57) Gabriella gerir reyndar ýmislegt fleira í Portúgal en þessi yfirlýsing hennar á bls. 57 gefur til kynna. Bókin hefst á nokkuð kómískum samningaviðræðum milli foreldra og dóttur um það hvort hún skuli með til Portúgal eða ekki og síðan hvaða farangur sé nauðsynlegur og hvað skuli verða eftir heima. Svo er lagt af stað til Portúgal og er þar eytt tveimur ágætum vikum í vellystingum svo sem vera ber. Pabbi stjanar við mömmu og lætur allt eftir henni en fer samn- ingaleiðina að Gabriellu og miðlar henni af veraldarvisku sinni meðan mamma les og sleikir sólina. Það er t.d. undarlegt að „Þegar mömmu langar í ilmvatn eða eitthvað svo- leiðis, sem varla getur talist nauð- synleglegt, á pabbi alltaf nóga peninga og segir: elskan min, er ekki eitthvað fleira, sem þig langar Bókmenntir HILDUR HERMÓÐSDÓTTIR í, (...) En ef um er að ræða sælgæti í flughöfnum (...) þá verður pabbi allt í einu svo verulega sparsamur og fer að tala um að maður megi nú ekki spreða í hvað sem er. Alltaf á hann samt peninga fyrir bjór handa sjálfum sér.“ (bls. 15) Fjölskyldan hefur það notalegt í Portúgal þar sem sólin skín frá morgni til kvölds og hægt er að fara í skoðunarferðir, fræðast um Mára, fara á veitingahús, borða góðan mat, fara á bari og drekka bjór og límonaði og ekki síst slappa af, synda og nota fyrrnefnda sól. - En þar erum við komin að því sem sex ára manneskja kann lítt að meta. Það reynir nefnilega mjög á þolinmæðina að liggja í sólbaði. Heilmikil veraldarviska Svo sem fram hefur komið er Portúgalsferð rammi þessarar sögu. En ekki síður er hún byggð í kringum samband föður og dóttur, - notaleg samtöl þeirra og vanga- veltur um margvísleg málefni. Svo og hvunndagskrytur og samn- ingaviðræður innan fjölskyldunn- ar: Hvert á að fara, - hvað á að borða, - hvernig á að snúa sér í þessu eða hinu málinu? Frá öllu þessu er sagt í glettnislegum tón. Sögupersónur fá vissa fjarlægð frá höfundinum sem gefur honum færi á að skopast góðlátlega að þeim. Samt er frásögnin mjög persónuleg og oft á tíðum fullnákvæm sé miðað við þolinmæði ungra neytenda. Sem dæmi um slíkt má taka ítar- lega veikindasögu á 7. degi og veitingahúsaferðir. Einnig virðist mér höfundurinn á stundum taka fullspaklega til orða til að megin- þorri barna geti skilið. Dæmi um þetta er á bls. 39: „Gabriella vill láta blóm og tré og runna heita eitthvað, enda sagði Tómas, að landslag væri lítils virði, ef það héti ekki neitt." Spakur maður sagði eitt sinn að geti fullorðið fólk ekki notið þess að lesa barnabók sé ekki nema tvennt til: bókin sé ekki góð barna- bók eða hinn fullorðni ekki góður lesandi. Ef til vill er of mikil til- hneiging hjá okkur í dag að ein- falda hlutina þ.á m. mál og um- ræðuefni, um of fyrir börn, - tala niður til þeirra. Ég býst við því að flest fullorðið fóik geti haft gaman af að hlusta á Svein Einarsson rabba við útvarpshlustendur um tónlist en bókin er í líkum anda. En ég er hrædd um að meirihluti barna innan við 10 ára aldur þurfi hjálp til að komast til botns í sög- unni og hafa gaman af henni. Gabriella er mjög hugsandi og bráðþroska sex ára bam. Þau böm sem á einhvern hátt geta sett sig í spor hennar myndu líklega njóta ferðarinnar með henni vel ef ein- hver fullorðinn væri með í för og útskýrði og svaraði spurningum eins og pabbi Gabriellu gerir. Ríkuleg myndskreyting Myndskreyting Baltasars er mjög ríkuleg og fellur skemmtilega að textanum. Um hana mætti kannski nota orð sem Laxness notar ein- hvers staðar: þ.e. „alvöruglettni". Myndirnar eru prentaðar i rauð- brúnum lit á þykkan, gráan pappír og gefur þetta sögunni mildilegan blæ. Kápan er hins vegar klædd gráum striga sem hefði þurft að vera plasthúðaður til að standast betur tímans tönn. HH BESTA ELDHÚSHJÁLFM TRAUST MERRIMEÐ ÁRATUGA REYNSLU AISLANDI Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta THORN HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HF LAUGAVEGI 170 -172 SIMAR 11687 - 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.