Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Side 24
36
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985.
Menning Menning Menning Menning
„Ruglað með lofsöngvum“
Eðvarð Ingólfsson:
SEXTÁN ÁRAI SAMBÚÐ,
Æskan, 168 bls.
Ekki er hægt að efast um ein-
lægni Eðvarðs Ingólfssonar þegar
hann mælir gegn reykingum og
áfengi, imprar á voðalegum hryli-
ingi á myndböndum eða greinir frá
krafti bænarinnar í Sextán ára í
sambúð. Og víst er barnsleg ein-
feldni bókarinnar í góðu samræmi
við aldur aðalpersónanna. En ein-
faldleikinn nær einnig til þjóðfé-
lagsmyndarinnar og persónusköp-
unarinnar.
Lísa og Árni eru nýorðin sextán
ára þegar þau ákveða að setja bú
saman og von er á erfingjanum
innan nokkurra mánaða. Allt
gengur samkvæmt áætlun því
pabbi Lisu á íbúð sem hann vill
láta þau hafa endurgjaldslaust þó
þau þráist við að þiggja boðið og
borgi 3.000 krónur í leigu. Árni er
líka alveg sáttur við að hætta öllu
námi og fara að vinna hjá kaup-
manninum á horninu og Lísa ætlar
að taka eina önn í M.H. og hætta
svo í eitt til tvö ár.
Að afbera hversdagsleikann
Meðgangan gengur vel og hvergi
ber skugga á nema hvað einstæð
móðir Lísu er „slæm á taugum og
þurfti að nota róandi lyf til að
afbera hversdagsleikann". (7)
Móðirin skúrar i stálsmiðju og
kvartar um bakverk en Lísa „grun-
aði hana stundum um að bera fyrir
sig bakveiki þegar hún var slæm á
taugum". (18) Lísa flytur líka að
heiman í og með vegna skapsmuna
móðurinnar en um leið rætist
draumurinn: „Marga jafnaldra
þeirra dreymdi um þetta sama: „Að
hefja sambúð með þeim sem maður
var ofsalega hrifinn af. Þurfa ekki
að pukra með blíðmæli og ástarat-
lot.“(10)
Móðirin óstyrka hefur líka orðið
til þess að Lísa nær ekki sambandi
við flugstjórann, föður sinn, sem
yfirgaf fjölskylduna fyrir flug-
freyju. Þegar Lísa byrjar að búa
Bókmenntir
SOLVEIG K.
JÓNSDÓTTIR
sýnir hann hug sinn í verki með
gjöf til hennar: „Stór, sjálfvirk
kaffikanna. Hjartað hoppaði af
fögnuði. Hann hafði getið sér rétt
til, einmitt það sem þau vantaði."
(96)
Nóg til af islenska
kynstofninum
Og faðinnn hefur hitt naglann á
höfuðið því á heimili Árna og Lísu
er rjómaterta og kakó, kók og
annað góðgæti framreitt á hverri
hátíðastundinni á fætur annarri og
velgertvið gesti.
Mamma Lísu reynir svo að fremja
sjálfsmorð og setur þar með þó-
nokkurt strik í reikninginn hjá
ur.ga parinu. Samstarfsstúlka Árna
í kjörbúðinni reynist einnig við-
sjárverð. Hún heitir Maríanna, er
sextán ára, hefur látið eyða fóstri
og er á fleiri máta afvegaleidd:
„Hvað vakti fyrir henni að ná sér
í svartan strák? Var ekki nóg til
af íslenska kynstofninum og öðrum
hvítum að auki.“ (141) Sem betur
fer er hún þó bara að plata Árna
með sögunni um svarta kærastann,
enda líst pilti vel á stúlkuna og á
bágt með að standast tilboð hennar
meðan Lísa er á fæðingardeildinni.
Allt er þó gott sem endar vel og
Árni þakkar með bæn í bókarlok.
Rugltextarnir
innanum
Sextán ára í sambúð íjallar viða
um áhugamál unglinga, popp, bió
og böll og ekki með öllu gagn-
rýnislaust. Þau Árni og Maríanna
ræða til dæmis texta erlendra
hljómsveita:
Þannig er það hjá mörgum
hljómsveitum. Fólk er ruglað með
lofsöngvum um ástina og horfir
framhjá raunveruleikanum.
- Það er allt í lagi að hafa rugl-
textana innan um en þeir mega
ekki vera í meirihluta." (108) Þess-
ar setningar hygg ég að séu ein-
hverjar hinar meitluðustu í bók-
inni og hefði gjarnan mátt prenta
undir kápumyndinni af Árna og
Lísu, lesendum og höfundi til
umhugsunar. -SKJ
»
r-
■
i haskola
SOLUSTOÐUM
Hverer uppáhalds-
fornsöguhetjan?
Snyrtir, söngkona, prófessor og fleiri
Tíska:
Jólafötin á litla fólkið
Jólaskreyting, jólaspil
★-Mc-Mc-Mc-Mt-McMc-Mc-Mc-Mc-Mc
í
★ Veislumiöstödin
★
★
★
í
★
★
★
★
t
í
★
★
Verslunareigendur
Bjóðið starfsfólkinu smurt
brauð eða gómsæta smá-
rétti í jólaösinni.
Pantið í tíma
J-Viðsendum
Látið okkur
sjá um veisluna.
Fullkomin þjónusta
varðandi öll veisluhöld.
Útvegum veislusali
- áhaldaleiga
- horðbúnaður.
T.d. árshátíðir, þorrablót,
brúðkaup, ráðstefnur,
fermingar,
einkasamkvcemi.
Aðeins það hesta.
Veislumiðstöðin
Lindargötu 12 -
Símar: 1 00 24 • 1 12 50
ifr-Mc-Mc-Mc-tc-Mc-Mc-Mc-Mc-k-Mc-Mi
Viðtal við Megas
Lífsreynsla:
Á leigubíl
yfireyðimörkina
Freyr Þormóðsson segir frá
örtölvan, tilvalin
jólagjöf í bílinn
þinn og hans.
Þessi litla og hagkvæma
tölva gefur þér allar
upplýsingar um eyðslu
bílsins og getur sparað
þér yfir 20% í bensín.
lUsölustaöir:
H. Jónsson, Brautarholti 22.
G.T. búðin, Siöumúla 17.
Shellstöðin, Neskaupstað.
Kamburht., Dalvík.
Heildverslunin
*
m
JL
Dugguvogi 2 S.-685405