Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Page 36
48 DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985. Andlát Jóna Hallsteinsdóttir frá Skorholti v lést í Sjúkrahúsi Akraness að morgni miðvikudagsins 18. desember. Björgvin Samúelsson húsasmiður, Brekkuseli 29, Reykjavík, andaðist á Grensásdeild þann 18. desember. Þórhallur Jónasson, fyrrverandi bifreiðarstjóri, Hafnarstræti 33, Akureyri, sem andaðist 15. desember sl., verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju laugardaginn 28. des- emberkl. 11. Ásta Sigríður Ólafsdóttir, sem lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. þ.m., verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 21. desember kl. 14. * Steinunn Jónsdóttir, Hliði, Eyrar- bakka, sem andaðist 13. desember, verður jarðsungin frá Eyrarbakka- kirkju laugardaginn 21. desember kl. 13.30. Rútuferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 12. Sigmundur Friðriksson vörubif- reiðarstjóri lést 10. desember sl. Hann fæddist í Reykjavík 10. nóv- ember 1898. Foreldrar hans voru Ingveldur Hafliðadóttir og Friðrik Sigmundson. Lengst af stundaði Sigmundur vörubifreiðaakstur og var með sína eigin bifreið hjá Eim- skipafélagi íslands í hartnær 40 ár. Eftirlifandi eiginkona hans er Vil- borg Þorvarðardóttir. Þau hjón eign- uðust fjórar dætur, ein lést nýfædd. Útför Sigmundar verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 15. Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri lést 13. desember sl. Hann fæddist i Hafnarfirði 2. des- ember 1914. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson og Vilborg Þorvaldsdóttir. Guðmundur var verslunarstjóri við Verslun Þor- valdar Bjarnasonar í Hafnarfirði árin 1934—46. Síðan framkvæmda- stjóri Fiskveiðifélagsins Stefnis og skrifstofustjóri hjá Jóni Gíslasyni, útgerðarmanni í Hafnarfirði, til árs- ins 1958. Þá tók hann við störfum framkvæmdastjóra Lýsis & mjöls og gegndi þeim fram til ársins 1966 er hann réðst til Sparisjóðs Hafnar- fjarðar. Þar var hann ráðinn spari- sjóðsstjóri þann 1. ágúst 1967 og því starfi gegndi hann til dánardægurs. Eftirlifandi eiginkona hans er Elísa- bet Magnúsdóttir. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið. Útför Guð- mundar verður gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag kl. 13.30. 80 ára verður sunnudaginn 22. des- ember Sigurður Pétursson, bifreið- arstjóri á Seyðisfirði. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum að Miðtúni 2 þann dag. Tilkynningar Frímerkjaútgáfur 1986 Tekin hefur verið ákvörðun um eftir- taldar frímerkjaútgáfur á næsta ári. 1. Frímerki með íslenskum fuglum, samtals fjögur, verðgildi: 6 kr. maríuerla, 10 kr. grafönd, 12 kr. smyrill og 50 kr. álka. Útgáfudag- ur 19 mars 1986. 2. Evrópufrímerki í tveimur verð- gildum, 10 kr. og 12 kr. Þau eru að þessu sinni helguð umhverfis- vernd og er myndefni íslensku Evrópufrímerkjanna sótt í þjóð- garðana að Skaftafelli og í Jökuls- árgljúfrum. Útgáfudagur er 5. maí 1986. 3. Norðurlandafrímerki í tveimur verðgildum, 10 kr. og 12 kr., og er sameiginlegt myndefni þeirra að þessu sinni tengt vinabæja- hreyfingunni. Myndefni íslensku Norðurlandafrímerkjanna verður frá Seyðisfirði og Stykkishólmi. Útgáfudagur 27. mai 1986. 4. Frímerki í tilefni aldarafmælis Landsbanka Islands í tveimur verðgildum, 13 kr. og 500 kr. Útgáfudagur 2. júlí 1986. 5. Fjögur frímerki í tilefni tveggja alda afmælis Iteykjavíkur. Út- gáfudagur 18. ágúst. 6. Tvö frímerki í tilefni af því að 80 ár verða liðin frá því síminn kom til landsins og að símakerfi lands- ins verður allt orðið sjálfvirkt. Útgáfudagur 29. september 1986. 7. Smáörk (blokk) á degi frímerkis- ins, 9. október 1986. 8. Jólafrimerki í tveimur verðgild- um. Þau teiknar að þessu sinni Björg Þorsteinsdóttir. Útgáfudag- ur 13. nóvember 1986. Landssöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, Brauð handa hungruðum heimi, gengur mjög vel. Svo virðist sem það sé orðin föst hefð hjá mörgum í jóla- undirbúningnum að taka þátt í hjálparstarfi kirkjunnar. Enda er þörfin nú ekki síður brýn en áður. Munaðarlaus börn í Eþiópiu og af- ganskt flóttafólk treystir á skilning og samstöðu íslendinga fyrir þessi jól. Söfnunarfé verður varið til hjálp- arverkefna í þágu þessa fólks. Nú síðustu dagana fyrir jól verður áhersla lögð á lokaátakið í söfnun- inni og treyst á að sem flestir skili söfnunarbaukum og framlögum í söfnunina. Hægt er að koma framlögum og söfnunarbaukum til skila í banka, sparisjóði og póstafgreiðslur, á skrif- stofu Hjálparstofnunarinnar, Suður- götu 22, og Kirkjuhúsinu, Klappar- stig 27. Þá munu flestar kirkjur í kaupstöð- um, kauptúnum og á höfuðborgar- svæðinu verða opnar sunnudag kl. 14-17 og á Þorláksmessu kl. 20-22 og taka á móti söfnunarbaukum og framlögum. Söfnunarbílar verða á verslunar- tíma föstudag, laugardag og Þorláks- messu í Reykjavík við Hlemm, í Austurstræti, við Laugaveg nýja, Kjörgarð, Hagkaup og Miklagarð. Á Akranesi verður söfnunarbíll við Akratorg á Þorláksmessu og um kvöldið verður tekið við framlögum og baukum í safnaðarheimilinu. í Keflavík verður söfnunarbíll á Þor- láksmessu við verslunina Stapafell frá kl. 13-23. Á Akureyri verður söfnunarbíll á Þorláksmessu í göngugötunni og tekur við söfnunar- baukum og framlögum. Þá verður þeim sem greiða vilja framlag með greiðslukorti gefinn kostur á því með því að hringja á skrifstofu Hjálparstofnunarinnar í síma 91-26440 og 91-25290. Alafossbæklingar fyrir árið 1986 Nýlega komu út Álafossbæklingar fyrir árið 1986. Að þessu sinni eru bæklingarnir tveir, einn sem sýnir kvenfatnað og annar sem fjallar eingöngu um fatn- að fyrir karlmenn. Báðir bæklingarnir endurspegla þá stefnu Álafoss hf. að hanna og fram- leiða fatnað sem fylgir ráðandi tísku á hverjum tíma. Litagleðin er nú allsráðandi og hafa hinir hefð- bundnu sauðalitir nú að mestu leyti lotið í lægra haldi. Á fundi í Kaupmannahöfn fyrir viku voru umboðsmenn Álafoss frá 14 löndum samankomnir til þess að skoða fatnaðinn fyrir 1986. Umboðs- mennirnir voru sammála um það að Álafoss-fatnaðurinn og bæklingarnir fyrir árið 1986 væru með því besta sem komið hefði frá Álafossi. Bjartsýni ríkir því og hefur kaldur vetur í Evrópu gert sitt til þess að ýta undir hana. Umboðsmennirnir voru einnig ákaflega stoltir og ánægðir yfir því að á forsíðu bæklingsins er mynd af ungfrú heimi, Hólmfríði Karlsdóttur. Þess má geta að þetta er í annað skiptið sem myndir af Hólmfríði birt- ast í Álafossbæklingi. Prentsmiðjan Oddi sá um alla gerð bæklinganna og hafði Halldór Þor- steinsson umsjón með framkvæmd fyrir Odda. Upplag bæklinganna er 50.000 eintök og verður þeim dreift til söluaðila Álafoss hf. IEI-DFAXI5 Eiðfaxi, 12. tbl. 1985, erkominn út. Þar er um að ræða þykkt jólablað. Kynbótabúið á Hólum er heimsótt og grannskoðað, sagt er frá íslenska hestinum í keppni í Kanada, birtur kappreiðarannáll Sigurbjörns Bárð- arsonar fyrir árið 1985, unglingar í Kópavogi kynna félagsstarf sitt í þættinum Folahlaup, ættbók hryssna nr. 6239-6357 er birt, sagt er frá Gufuneskappreiðunum árið 1948, Mörður frá Staðarstöðum er kynntur, sagt frá hestaþingi Loga í Biskupstungum, sagt frá Vallarmót- inu, sem er hestamót Trausta í Laug- ardal og Grímsnesi, sagt frá enskum töltara af smáhestakyni, sagt frá aðalfundi Félags hrossabænda og aðalfundi Félags tamningamanna. Einnig er birtur ritdómur um bæk- urnar Hestar og Með reistan makka. Jóladagatalshappdrættl Kiwanisklúbbsins Heklu Dregið hefur verið í jóladagatals- happdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu. Eftirtalin númer komu á eftirtöldum dögum: 1. des. 1115 13. des. 2450 2. des. 0959 14. des. 1793 3. des. 2231 15. des. 0385 4. des. 2419 16. des. 1502 5. des. 0043 17. des. 0154 6. des. 2287 18. des. 1026 7. des. 0547 19. des. 1233 8. des. 0591 20. des. 1429 9. des. 0156 21. des. 1967 10. des. 2230 22. des. 1644 11. des. 1291 23. des. 0588 12. des. 0456 24. des. 0401 Flugbjörgunarsveitirnar efna til landshappdrættis í fyrsta sinn Landssamband flugbjörgunarsveita efnir um þessar mundir til lands- happdrættis til styrktar starfsemi flugbjörgunarsveita víðs vegar um landið. Stærsta verkefnið sem safnað er til er bygging nýs húss undir starf- semi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík sem búið hefur við ófull- nægjandi húsakost um iangt árabil. 1 landshappdrætti flugbjörgunars- veitanna eru alls 194 vinningar að verðmæti um sjö milljónir króna. Þar af eru þrjár bifreiðar af gerðinni Toyota Tercel 4WD, þrjár bifreiðar af gerðinni Toyota Corolla DeLuxe og þrfr Yamaha vélsleðar af gerðinni XLV sem er tveggja manna vélsleði. Auk þessara stóru vinninga eru tölvur, myndbandsupptökuvélar, myndbandstæki, ferðahljómtæki, utanlandsferðir og Soda-Stram tæki meðal vinninga. Sá háttur verður hafður á í þessu happdrætti að fyrst verða dregnir út fimm aukavinningar þann 23. des- ember en aðrir vinningar verða dregnir út 17. febrúar næstkomandi. Þannig geta fallið tveir vinningar á sama miðann því vinningsnúmerin í aukadrættinum 23. desember verða aftur með í aðaldrættinum 17. febrú- ar. Vinningarnir sem dregnir verða út 23. desember eru tvö myndbands- tæki, tvær myndbandsupptökuvélar og ein heimilistölva. Myndböndmeð leikfimiæfingum Heilsa og sport sf. hefur nýlega sent á markaðinn þrjú klukkustund- arlöng myndbönd með leikfimiæfing- um. Það er Hanna Ólafsdóttir Forr- est íþróttakennari sem leiðbeinir. Skýrir hún æfingarnar jafnóðum og er notaður þráðlaus hljóðnemi við upptökurnar ásamt tónlistarundir- leik afplötum. Hanna hefur verið með eigin leikfimiþætti í sjónvarpi í 33 fylkj- um Bandaríkjanna sl. 15 ár. Þar að auki hefur hún skrifað rit um leik- fimi sem selst hafa í milljónaupplagi og nú rekur hún eigin heilsuklúbb í Columbus, Ohio, USA. Hanna hefur lagt sérstaka áherslu á að hjálpa fólki sem af einhverjum orsökum hefur misst í nótt varð stjórnarfrumvarp, um að hæstiréttur skipi 3ja manna nefnd til að kanna viðskipti Hafskips, að lögum. Það voru 27 þingmenn sem voru samþykkir í neðri deild, einn var á móti og fjórir sátu hjá. Allir stjórnarþingmennirnir studdu frumvarpið. Þeir fengu stuðn- ing frá þingmönnum Alþýðuflokks og þremur þingmönnum Alþýðu- bandalagsins, þeim Garðari Sigurðs- syni, Geir Gunnarssyni og Guðmundi J. Guðmundssyni. Guðmundur Ein- arsson, BJ, var einn á móti. Hins vegar sátu Svavar Gestsson, Stein- grímur J. Sigfússon og Guðrún Helgadóttir hjá og það sama gerði Guðrún Agnarsdóttir. Það kom fram að þingmenn voru óángæðir með að enginn hljóm- grunnur væri meðal meirihlutans um að þingmenn fengju að fylgjast með. Svavar Gestsson skýrði frá því að Samningur um kaup á frystum fiskafurðum frá fslandi var undirrit- aður í Sovétríkjunum á þriðjudag. Samningurinn gildir fyrir allt næsta ár. Samið var um að Sovétmenn keyptu af íslendingum fjórtán þús- und tonn af karfaflökum, sex þús- und tonn af ufsaflökum og sama magn af heilfrystum fiski. Heildarsöluverðmæti umsamdra afurða er um 37 milljónir dollara, eða Nýttverkstæði Nýlega var opnað Verkstæðið Þing- holtsstræti 7b. Þar eru til sölu nýst- árlegar vörur úr íslenskri ull og lambsskinni í ýmsum litum unnar á Verkstæðinu eftir eigin hönnun og hugmyndum. Á boðstólum eru ýmsar gerðir af flíkum, jakkar, hattar, húf- ur, treflar, múffur, barnaföt o.fl., unnið úr skinnum. Verkstæðið Þing- holtsstræti 7b er opið alla virka daga kl. 1-6, en sýningargluggi er á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Eigendur eru Edda og Iðunn Óskars- dætur. líkamsþrótt sinn og heilsu vegna slysa eða veikinda. Æfingarnar eru ákaflega fjölbreyttar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikfimi I: Æfingar ætlaðar fólki sem þjáist af bakveiki, vöðvabólgu og/eða gikt. Leikfimi II: Æfingar ætlaðar byrj- endum og eldra fólki. Leikfimi III: Æfingar ætlaðar fólki í góðri líkamlegri þjálfun. Kostirnir við myndbandaleikfimi eru margir, en aðallega sá að leið- .beinandinn er alltaf við höndina, hvenær sem tóm gefst til æfinga. Ráðlegt er að fara hægt af stað í byrjun, taka t.d. 10 mínútur í fyrstu og bæta við æfingum eftir því sem þrekið eykst. Útsölustaðir eru Hagkaup Reykjavík, Akureyri og Njarðvík. skiptaráðandi, Markús Sigurbjörns- son, hefði komið á fund þingmanna. Hann hefði upplýst að rannsókninni lyki eftir 3 til 5 mánuði. Einnig skýrði hann frá því að ekkert væri því til fyrirstöðu að þingnefndir fengju að glugga í gögn sem kæmu frá skiptaráðanda áður enn rann- sókn lyki endanlega. Þessari hug- mynd hafnaði Matthías Bjarnason bankamálaráðherra algjörlega. Það hefur vakið athygli hvernig atkvæði alþýðubandalagsmanna hafa fallið í þessu máli. í efri deild greiddu allir þingmenn flokksins frumvarpinu atkvæði. Þó mun Skúli Alexandersson hafa verið andvígur því á þingflokksfundi. Einnig klofn- aði Bandalag jafnaðarmanna í af- stöðu sinni. Skýringin á því mun vera sú að Kolbrún Jónsdóttir áttaði sig ekki á með hverju hún var að greiða atkvæði. -APH sem næst einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Meðalhækkun sölu- verðs frá síðasta samningi er 11,6%. Hækkunin er í samræmi við verð- hækkanir þessara fisktegunda á öðrum mörkuðum. Um samningsgerðina sáu Benedikt Guðmundsson,fyrir hönd Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Ólaf- ur Jónsson fyrir hönd Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. -HGÍ Hsnna Ölafsdðttlf FonttsJ er útskúf»(ð |rá Iþrótta- kennaraskóta IsLafrda áríö 1958. Hör» ítefur vttriÖ meö leikffrnfþæUS I LEIKFIMII Æfíngar ætlaöar gtgtv«ikum, bakvcikum c þeím sem þjést af Skiptaráðandi í Hafskipsmálinu: Rannsókn lýkur eftir 3-5 mánuði — Alþingi samþykkir 3ja manna nefnd til að annast rannsókn SamiðíMoskvu: Sovétmenn kaupa karfa og uf sa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.