Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 38
50 > * V j. HJÁLPUM ÞEIM - ÍSLENSKA HJÁLPARSVEITIN Sennilega hafa margir verið vantrúaðir á að íslenskt Band- Aid lag þyldi samanburðinn við lög stórpopparanna í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sá ótti reynd- ist ástæðulaus. Lag Axels Einars- sonar hæfir þessum fjöldasöng einkar vel og íslenskir popparar geta verið stoltir af þátttöku sinni í hjálparstarfmu. MY HOMETOWN/SANTA CLAUS IS COMING TO TOWN - BRUCE SPRINGSTEEN (CBS) Aldrei þessu vant er það béhlið- arlagið á þessari smáskífu sem selur plötuna og vekur athygli. Þetta er tíu ára gömul upptaka á jólaperlunni: Santa Claus is Coming to Town. Springsteen ferst þetta vel úr hendi og skemmtir sér manna best sjálfur. Það er alltaf góðs viti. MERRY C-HRISTMAS EVERYONE -SHAKIN STEVENS (EPIC) Þrátt fyrir afleitar umsagnir í bresku popppressunni get ég ekki annað en haft gaman af þessu nýja jólalagi Stebba. Merry Christmas Everyone er svo gríp- andi að allir ættu að geta sungið með, hafandi heyrt það einu sinni. Svona eiga jólalögin að vera: hressileg, mátulega hátíð- leg, einföld - og óskaplega leiðin- leg þegar til lengdar lætur. Þá eru jólin líka búin! FEGURÐARDROTTNING- RAGN- HILDUR GÍSLADÓTTIR (SPOR) Eftir að hafa heyrt þetta lag í sjónvarpsþætti síðastliðið vor (eða var það í sumar?) taldi ég víst að lagið kæmi fljótt út á plötu og yrði rosasmellur. Nú drukknar það í jólaplötuflóðinu - illu heilli. Lagið, textinn og söngurinn er fyrsta flokks en undirspilið hefði mátt vera fjölskrúðugra. WEST END GIRLS - PET SHOP BOYS (PAARLOPHONE) Sum lög tekur óratíma að ná vinsældum og þetta ku fyrst hafa komið út fyrir hálfu öðru ári. Ekkert tímamótaverk en gletti- lega heillandi við nánari kynni og eitt besta lagið á breska listan- um þessar vikurnar. SJÁ OG SIGRA - BOGART (SPOR) Minnugur þess að gagnrýni eigi að vera jákvæð tek ég þá afstöðu að fæst orð beri minnstu ábyrgð. DON’T YOU JUST KNOW IT - AMAZULU (ISLAND) Ég kann ekki að útskýra svona poppglundur sem virðist saman- sett af lítilli kunnáttu og engum metnaði. Popp í sinni verstu mynd. - -Gsal Frumleg og virkilega góö Öðru hvoru kemur út íslensk plata þar sem virkilega kveður við nýjan tón og þá oftar en ekki látið í léttu rúmi liggja hvort hún selst eða ekki. í slíkum tilfellum fæst yfirleitt eng- inn útgefandi, enda ekki nema alvin- sælustu plötur sem standa undir sér hér á landi, svo menn gefa út á eigin ábyrgð og eru síðan ár og daga að borga víxla og skuldir. Það er því ofur skiljanlegt hve fáir leita nýrra fanga en að sama skapi ákaflega virðingarvert þegar það er gert og markaðslögmálum haldið utan við listsköpunina. Plata Smartbandsins er af þessum toga, hún er frumleg og talsvert öðruvísi en þær plötur sem best selj- ast. En hún er ekki bara frumleg heldur líka virkilega góð. Á henni eru fjögur gæðalög, öll eftir Kjartan Ólafsson sem jafnframt er útgefandi. Auk hans er hljómsveitin á þessari plötu skipuð þeim Kristjáni unga Eldjárn, Magnúsi Ragnarssyni, Pétri Grétarssyni og Skúla Sverrissyni. Fyrsta lagið, sem jafnframt er poppaðast, heitir Ég Vil Vera Bláu Augun og er stórskemmtilegt, sungið með drynjandi djúpri rödd, og svona til að laða að hlustendur vil ég jafna þessu lagi við gott Stuðmannalag þó stíllinn sé ekki ýkja líkur. Eða hvað? Merkilegt nokk detta mér gjarnan Stuðmenn í hug þegar ég hlusta á Smartbandið og svo er, veit ég, um fleiri sem heyrt hafa plötuna. Það eru þá helst þeir Stuðmenn sem eitt sinn völsuðu um á Sýrlandi. Annars skil ég ekki alveg af hverju umrædd hljómsveit kemur upp í hugann en ef til vill er það bara vegna ferskleik- ans sem einkennir Smartbandið og einnig gömlu Sýrlandsplötuna. Seinna lagið á síðu 1 heitir Morg- unn og byggist upp á fallegri melódíu sem leikin er aftur og aftur á píanó. Inn á milli heyrist í hálfsofandi manni sem vill ekki vakna. I þessu lagi er mikill friður og það er svo myndrænt að hugurinn heldur ósjálfrátt inn á draumalendur. La Líf er sérstæðasta lagið á plöt- unni og í einu orði sagt yndislegt. Það er rólegt og skemmtilega fram- andi, sungið á máli sem ég átta mig ekki á hvað er. Mér dettur helst í hug að svipuð lög hafi verið samin í Mið-Evrópu á 18. öld, annars er það ólíkt öllu sem ég hef heyrt. Platan endar á lagi sem heitir Veiðimaðurinn og enn kveður við svolítið skrítinn tón. Aðalhljóðfærin eru trommur og pípuorgel. Eins og í laginu Morgunn er hér um margfalda endurtekningu að ræða en öðru hvoru uppbrot og síðan lætur sama dimma röddin, hálf draugsleg, í sér heyra. Það verða allir að heyra þá rödd. - JSÞ. MAGNUS THOR - CROSSROADS Metnaðurhjá Magnúsi Með nýjustu plötu sinni, Crossro- ads, ætlar Magnús Þór sér greinilega meira en að vinna hug og hjörtu íslendinga. Gott ef hann ætlar ekki að sigra heiminn! Það verð ég þá að segja að aldrei hefur hann verið jafn sigurstranglegur og nú. Það hafa margar ómerkari plötur slegið í gegn um víða veröld og mér finnst ósann- gjarnt ef þessi selst ekki að minnsta kosti í milljón eintökum! Það er allavega ferskur blær yfir henni þrátt fyrir að hún sé afskap- lega vönduð og mikil hugsun að baki útsetningum. Þá er hljóðfæraleikur- inn slíkur að unun er að hlusta á hvert einstakt hljóðfæri, enda eru þau öll í öruggum höndum; það kemur skýrt fram að Crossroads er gerð af fagmönnum. En platan er meira en vönduð vinnubrögð, á henni eru níu full- boðleg lög, flest margskipt og sum er örugglega óhætt að kalla góð lög. Þegar þau eru öll flutt á jafn meist- aralegan hátt og áheyrn ber vitni get ég ekki annað en hrifist af plötunni og verið ánægður með Magnús. Hann semur allt efni plötunnar að undanskildum tveim textum sem eru eftir John O’Connors og reyndar þeir besí sömdu. En Magnús semur líka býsna góða texta og honum lætur vel að tjá sig á ensku. Hann er prýðis söngvari og með skýran framburð, í sumum lögum minnir rödd hans mjög á Elton John. Mér dettur reyndar í hug að sá kappi sé í talsverðum metum hjá Magnúsi því að minnsta kosti The Blind Man og Ghostwriters eru þessleg. Hvort tveggja frekar róleg og síðara lagið alveg sérstaklega ljúft, textinn annar af tveimur eftir O’Connors. Annars er platan nokkuð fönkuð og vafa- samt að nokkur íslendingur hafi fengist við þess konar tónlist með sambærilegum árangri. Að lokum vil ég nefna þá sem sjá um hljóðfæraleikinn á Crossroads, því allir skila þeir sínu hlutverki af mikilli list. Þeir eru: Ásgeir Óskars- son, Skúli Sverrisson, Vilhjálmur Guðjónsson, Þorsteinn Jónsson og Þórður Ámason. JSÞ DÚNDUR -ÝMSIR FLYTJENDUR Plata sem stendur undir nafni Það sætir ekki lengur tíðindum þó út komi safnplötur með svo glænýj- um lögum að sigurganga þeirra á vinsældalistum sé rétt að hefjast á útgáfudegi plötunnar. Síðasta safn- plata ársins - ef að líkum lætur - er Dúndur frá Spori þar sem meðal annars er að fmna tvö lög nýútgefin á smáskífum í útlöndum, lag Söndm, In the Heat of the Night og lag Go West, Don’t Look Down. Svona snaggaralegum viðbrögðum plötuútgefenda er ástæða til að hrósa því eins og oft áður hefur verið bent á koma smáskífur hingað sjaldan og stopult. Safnplötur einsog Dúndur ber því að líta á sem safn af smáskífu- lögum og sé miðað við verð jafngildir heil plata með fjórtán lögum verði þriggja smáskífa - og þarf því ekki frekar að undrast vinsældir þessara platna. Það hefur færst í vöxt að íslenskum lögum sé skotið inn á safnplötumar í bland við vinsælu útlendu lögin. Hér eru þrjú íslensk lög: This is the Night með Mezzoforte, Fegurðar- drottningin með Ragnhildi Gísla- dóttur og Sjá og sigra með Bogart - tvö síðastlóldu lögin áður óútgefin. Það er einmitt kostur þessa safn- plötuforms að íslenskum smellum er hægt að koma á framfæri með þess- um hætti án þess að gefa út 2ja laga plötur eins og tíðkast á stærri mörk- uðum. Dúndur er býsna heilsteypt af safn- plötu að vera og helgast af því að lögin em langflest bresk ef undan eru skilin íslensku lögin þrjú og þýskættuðu lögin með Söndru og Michael Cretu. Ómerkilegustu dæg- urflugunum af breska listanðum er líka sleppt og bitastæðustu lög síð- ustu vikna hér flestöll, þar á meðal lögin Alive and Kicking með Simple Minds,-When Love Breaks Down með Prefab Sprout, A Good Heart með Feargal Sharkey, Don’t Break i My Heart með UB40 og See the Day | með Dee C. Lee. Af þessari upptaln- ingu er ljóst að Dúndur er plata sem stendur undir nafni. -Gsal Sælnú! Það hefur gefisf misvel að reisa virtar láln- ar hljómsveitir upp frá dauðum. Nú herma fregnir að Donald Fagen og Walter Becker hafi ákveðið að blása lifi í Sleely Dan fimm árum eftir að sú hljómsveit var siðast með lifs- marki. .. Það sætir tæpast iiðindum lengur þó fréttist af góðgerðarstarfsemi poppara. Lionel Richie hef- ur nú látið uppskátt um áform sem hann og um- boðsmaöur hans hafa á prjónunum; þeir ætla 25. mai á næsta ári að fá fólk til þess að mynda keðju þvert yfir Bandarikin frá New York til Los Angeles og þeir sem vilja vera með í þessari keðju verða að greiða fyrir þátttöku sína. Fénu veröur svo varið til hjálpar hungruðum og heimilislausum - ekki i Eþiópiu - heldur i Banda- rikjunum sjálfum . .. Norska tríóið A-ha fylgir eftir vinsældum Take On Me með smáskífunni The Sun Always Shines on TV .. . i gáér átti að bjóða upp á uppboði i Lundúnum Rolls Royce sem var i eigu John heitins Lennons og keyptur áriö 1966 af Bitlin- um þáverandi. Á uppboð- inu i gær var fleira merki- legt úr safni stórpoppara, meðal annars brúöarkjóll söngkonunnar Lulu .. . Stærsta unglingapoppblað Breta. No. 1, hefur birt nið- urstöður könnunar meðal lesenda sinna um eitt og 'annaó í heimi poppsíns og ættu úrslitin aö vera i nokkru samræmi við skoð- 'anir islenskra unglinga ef marka má vinsældalista rásar tvö: besta hljómsveit- in var kjörin Duran Duran; besti söngvarinn Simon Le Bon; besta söngkonan Madonna; besta smáskífan A View To A Kill; besta breiðskifan Like A Virg- in .. . Ef við lítum snöggt á aðra liði kosningarinnar: besta myndbandið Take On Me með A-ha (þess má geta aö nossararnir voru kosnir fjóröa besta hljóm- sveitin): versta lagið: The Power of Love með Jenni- fer Rush; versta breiðskif- an Make it Big meö Wham!; besta kvikmyndin Desper- ately Seeking Susan og bjartasta vonin: A-ha; at- burður ársins: Live-Aid ... Popparar snúa sér æ meir að myndböndum einsog mörgum er Ijóst og þeir sem ekki gefa út plötu i þessum mánuði til þess að selja i jólaösinni gefa sumir hverjir út myndbönd: til dæmis má kaupa mynd- band sem heitir Portrait of Julian Lennon þar sem hann syngur þrettán lög á hljómleikum þar á meöal tvö sem faöir hans söng á sinni tið, Day Tripper og Stand By Me .. . Style Counsil hefur lika gefið ut myndband með safni af smáskífulögum sem kall- ast: What We Did The Following Year .. . Látum gott heita . .. -Gsal DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985. SMARTBAND SMÆLKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.