Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 44
FR ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu' eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1985. HagfræðingurVSÍ: VÍSBENDING- ARUM RANGT GENGI „Ef litið er á viðskiptahalla gagn- vart útlöndum og stöðu sjávarút- vegsins eru það vísbendingar um að gengi krónunnar sé rangt skráð. Hvernig það á að vera nákvæmlega er erfitt að segja um. Það er ekkert efnahagslegt jafnvægi í hagkerfmu. Hitt er líka rétt að gengisfelling myndi ekki skila árangri fyrir fisk- vinnsluna nema örskamma stund haldi peningainnstreymi áfram. Ég sé ekkert sem bendir til þess að þann straum eigi að stöðva.“ Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambandsins. HERB RioTintoZink: ÁKVÖRDUNAR AÐVÆNTA ÍDAG Framkvæmdastjórn fyrirtækisins Rio Tinto Zink, sem sýnt hefur áhuga á að reisa hér kíslimálmverksrniðju, mun fjalla um málið í dag. Búist er við að endanleg ákvörðun verði tekin um hvort fyrirtækið hefur samningaviðræður við íslensk stjórnvöld um eignaraðild að slíkri verksmiðju. Fyrir nokkru var haldinn fundur ramkvæmdastjómar fyrirtækisins þar sem þessi málefni voru rædd. Engin ákvörðun var tekin á þeim fundi. Samkvæmt upplýsingum frá Birgi ísleifi Gunnarssyni, formanni stóriðjunefhdar, er ástæða til að ætla að niðurstöður verði jákvæðar. APH LOKI Velkomin í Veirumark- aðinn! Heilbrigðisráðuneytið stendur í stórræðum: HúsVÖtwnarkaðarins keypt á 90 milljónir Samningur um kaup heilbrigðis- ráðuneytisins á húsi Vörumarkað- arins í Ármúla 1A verður undirrit- aður í dag eða eftir helgina. Ragn- hildur Helgadóttir heilbrigðisráð- herra staðfesti í morgun að kaup- verð væri í nánd við 90 milljónir króna. Nokkur kostnaður verður við að stúka húsið niður og inn- rétta aðstöðu fyrir ýmsar stofnanir heilbrigðiskerfisins og Háskólans. Ráðherrann sagði það mat manna, að húsið hentaði mjög vel til þeirra nota sem það verður keypt fyrir. Þarna yerður Holl- ustuvemd ríkisins. Ennfremur veirurannsóknir, þar með rann- sóknir á eyðnisjúkdómnum. Einnig rannsóknir Háskólans í lyfjafræði og bakteríufræði, sem verið hafa í Landspítalanum við þröngan kost. HERB Lánasjóður íslenskra námsmanna: 640 milljónir króna vantar til næsta árs — menntamálaráðherra undirbýr nýjar lánareglur Samkvæmt fjárlögum vantar Lánasjóð íslenskra námsmanna um 640 milljónir króna til að standa við skuldbindingar á næsta ári. Ljóst er að sjóðurinn fær ekki þessar milljónir sem á vantar og hefur menntamálaráðherra ákveð- ið að útbúa nýjar lánareglur sem eiga að draga úr lánsþörf sjóðsins. Hann áætlar að reglumar verði tilbúnar um miðjan janúar. I lánsfjárlögum er áætlað að ráðstöfunartekjur lánasjóðsins verði 1265 milljónir króna. Hins vegar er áætlað að sjóðurinn þurfi 1924 milljónir til að standa við skuldbindingar. Af þeim fara um 1660 milljónir króna til beinna lánveitinga. Annað fer til afborg- ana af lánum og námsstyrkja. Menntamálaráðherra hefur t kynnt að hann ætli að láta ge nýjar reglur. Þessar reglur ei m.a. að miðast að því að eðlile samræmi verði á milli almenn launa og námslána, hvað sem þ þýðir. Lán til námsmanns, sem b einn, er nú um þessar mundir 20.9 krónurámánuði. AI Forstjórarnir hjá Útgerðarfélagi Akureyringa aðstoðuðu Helgu Halldórsdóttur, ráðskonu fyrir- tækisins, við að skera út laufa- brauð sem starfsmönnum verð- ur boðið í dag ásamt hangikjöti. Gísli Konráðsson er á stærri myndinni ásamt Helgu en fyrir neðan eru Vilhelm Þorsteinsson og Jón E. Aspar. OV-mynd: JGH. Veð fyrir skuldum NT „Útgáfa blaðsins heldur áfram,“ sagði Hákon Sigurgrímsson, formað- ur útgáfustjórnar Nútímans, í morg- un. „Umræður eru í gangi um breyt- ingar en ég vil ekki segja neitt frekar um málið. Nei, það hefur engum verið sagt upp,“ svaraði hann spurn- ingu blaðamanns um uppsagnir. Hákon vildi ekki ræða frekar um fjárhagsstöðuna eða sölu eigna Framsóknarflokksins. Hann sagði þó að ekki vantaði veð fyrir skuldum NT. Því hefur verið fleygt að Fram- sóknarflokkurinn þurfi að selja sinn eignarhlut í Hótel Hofi. Hákon vildi ekki staðfesta það. Hann sagðist vera bjartsýnn á útgáfu sameiginlegs blaðs Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Þær við- ræður halda áfram á milli jóla og nýars. Þjóðviljamenn virðast vera út úr sameiningarumræðunni. „Það hefur engin ókvörðun verið tekin um sölu á Hótel Hofi,“ svaraði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, í morgun. „Nei, það er ekki nauðsynlegt áð selja,“ var svar hans um þörfina á sölunni. - -ÞG Tryggingastofnun lækkarlæknagjöld „Það verða sennilega skiptar skoð- anir innan læknaséttarinnar um þessa lækkun á gjaldskránni. En það þurfti að höggva á hnútinn og ganga frá málinu. Við verðum stífir ó þessu nema til komi einhver rök sem við höfum ekki séð,“ sagði Helgi V. Jónsson við DV í morgun. Að sögn Helga var mesta lækkunin hjá háls-, nef- og eyrnalæknum, töluverð hjá svæfinga-, augn- og húðsjúkdóma- læknum og nokkur hjá taugalækn- um.“ Það kom í ljós að gamla gjald- skráin, sem gilti fyrir 1. júní, var líka of há þannig að hér er um töluverða lækkun að ræða. Við vonumst til að læknar sætti sig við lækkunina," sagði Helgi. Helgi sagði að ef læknar sættu sig ekki við þessa niðurstöðu gætu þeir sagt upp samningum við Trygginga- stofnunina með þriggja mánaða fyr- irvara og innheimt sína reikninga sjálfir af sjúklingunum. „Við segjum ekkert að svo stöddu. Við viljum ekki tala af okkur. Við erum að bræða þetta með okkur," sagði Tryggvi Ásmundsson, læknir og formaður samningnefndar Læknafélagsins. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.