Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 2
_*______________V DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. Ríkiö eykur hlutafé í graskögglaverksmiðju —gegnþví að Skagfirðingar og Húnvetningargeri það líka Þrátt fyrir þá margyfírlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar að selja ríkisfyrirtæki og hlut sinn í fyrir- tækjum samþykkti Alþingi á loka- degi fyrir jólafrí með 32 atkvæðum gegn 13 að heimila fjármálaráð- herra að auka hlutafé ríkissjóðs í graskögglaverksmiðjunni Vall- hólma í Skagafírði. Erþetta tilraun Alþingis til að bjarga verksmiðj- unni og tryggja rekstur hennar áfram. „Ég geri ráð fyrir að auðveldara verði að semja við kröfuhafa eftir þessa samþykkt þingsms," sagði Ámi Jónsson, stjómarformaður Vallhólma. Graskögglaverksmiðjan, sem að þrem fjórðu er eign ríkisins, er komin í greiðsluþrot. Heildar- skuldir verksmiðjunnar nema 97 milljónum króna. Þar af eru gjald- fallnar skuldir upp á 23 milljónir króna. Alþingi heimilaði að hlutafé rík- issjóðs yrði aukið í sama hlutfalli og aðrir hluthafar samanlagt kunna að auka hlutafé sitt, enda væri rekstrargrundvöllur fyrir hendi að mati fjármálaráðuneytis- Hlutafé er 10 milljónir króna. Fjórðungur þess er í eigu heima- manna, búnaðarfélaga í Skagafirði og Húnavatnssýslum, ræktunar- sambanda, sveitarfélaga, kaupfé- laga og einstaklinga. „Það sem stjórn verksmiðjunnar gerir á næstu vikum er að afla aukins hlutafjár frá heimamönn- um,“ sagði Árni Jónsson, stjórnar- formaður Vallhólma. „Ég býst við að við reynum að koma hlutafé upp í 25 til 30 milljón- ir króna,“ sagði Ámi. Ef það tekst þarf ríkissjóður að bæta við 11 til 15 milljónum króna í verksmiðjuna. Viðbót heima- manna yrði 4 til 5 milljónir króna. - KMU. B-vaktin hjá slökkviliðinu: Þeir eru við öllu búnir „Það vill svo til að B-vaktin, sem var á vakt aðfangadagskvöld jóla, verður einnig á vakt á gamlárs- kvöld,“ sagði Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Hér á myndinni sést B-vaktin vera að'fá sér kvöldkaffi á aðfangadagskvöld. Rúnar Bjarnason og Carlo Olsen aðalvarðstjóri sitja við enda borðs- ins. Rúnar sagði að það hefði verið frekar rólegt hjá slökkviliðsmönn- unum á aðfangadagskvöld. „Strák- arnir horfðu á messuna í sjónvarpinu og þá lásu þeir bækur úr bókasafni okkar. Það má fastlega reikna með að það verði meira að snúast á gamlárskvöld og nýársnótt. Það verða nokkrar brennur hér í Reykja- vik sem við þurfum að hafa gætur á,“ sagði Rúnar. SOS/DV-mynd S. BróöirSkúla tekur á lóðunum Það er Már Óskarsson sem lyftir hér 170 kg í hnébeygju og setur nýtt íslenskt unglingamet á Reykjavíkur- mótinu í kraftlyftingum. Mótið var haldið í Fellaskóla á laugardaginn. Már á ekki langt að sækja kraftinn því hann er yngri bróðir Skúla Óskarssonar,lyftinjgakappans frækna. Ólafur Sveinsson setti einnig tvö unglingamet og Sigurbjörg Kjartansdóttir setti þijú Islandsmet í kvennaflokki í þessari kcppni. DV-mynd Jóhann A. Kristjánsson Skjóttu þínum manni á stjörnuhimininn 12gerðirafflugeldum sem tileinkaðireru stórsprengjum stjórnmálanna. Skjóttu þínum uppáhalds stjórnmálamanni upp á stjörnuhimininn. Æ FLUGELDAMARKADIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA Jón Baldvin Hannibalsson Matthías Á. Mathiesen Steingrímur Albert Hermannsson a Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.