Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. 3 .... jIsé|§í11Ip Jón Hólm sigraði á Fólksvagninum og sést hér í ísbruninu. DV-mynd Ólafur Guðmundsson. ÍSAKSTURSKEPPNI Á LEIRTJÖRN fscross, eða aksturskeppni á ís, fór fram á Leirtjcrn i Mosfellssveit í gær og tóku 11 bílar þátt í keppninni sem haldin var af Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur. Bílarnir voru allir vandlega útbúnir fyrir keppnina, með skrúfur í dekkjunum og spyrnan því ámóta mikil og þegar ekið er á möl. Áhorfendafjöldi var meiri en búist hafði verið við og skemmtu bæði keppendur og áhorfendur sér hið besta. Úrslit urðu þau að Jón Hólm á VW sigraði, hlaut tímann 3:11,07. I öðru sæti varð Ævar Hjartarson á Skoda 130 með tímann 3:12,77, þriðji Birgir Vagnsson, Cortínu, á 3:14,52 og fjórði Pétur Sigurðsson, Opel Kadett, á 3:26,95. Fyrirhugað er að halda svipaða keppni í janúar og einnig eru fram- undan hjá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur almenn ísakstur- skeppni og vélsleðakeppni. JSÞ Þessa helgina var Explo 85 haldin á sama tíma í um eitt hundrað borgum um allan heim. Fjögurra daga ráðstefna og meðal dagskrár- efnis var bein sjónvarpsútsending þar sem sá margfrægi prédikari Billy Graham hafði orðið. Meðfylgjandi mynd var tekin síðastliðinn laugardag í Hamrahlíðarskólanum þegar fjöldi borgarbúa fyigdist með útsendingunni og tók þátt í samsöng af því tilefni. baj DV-mynd PK. NYTT UTVARPSFE- LAG STOFNAÐ Á SELTJARNARNESI Nýtt útvarpsfélag var stofnað á Seltjarnarnesi af íbúum þess sl. laugardag. Hátt á annað hundrað manns mættu á stofnfundinn og var greinilega mikill áhugi fyrir þessu nýja félagi. Gert er ráð fyrir ,að bæjarsjóður leggi fram 15 til 20% af hlutafénu sem eins konar rekstrartryggingu en síðan er öll- um íbúum Seltjarnarness frjálst að gerast aðilar. Ætlunin er að sýna erlent sjón- varpsefni á nesinu og undirbún- ingsnefnd hefur verið stofnuð til að kanna hvernig hentugast sé að dreifa því. Samkvæmt upplýsingum Júlíus- ar Sólness, eins af hvatamönnum að stofnun félagsins, er þetta í raun loftnetsfélag en ekki útvarpsfélag þar sem ekki er áhugi fvrir hefð- bundnum útvarpsrekstri heldur fyrst og fremst ódýrri dreifingu erlends efnis: Það yrðu örugglega nógu margir sem tækju að sér útvarps- og sjónvarpsrekstur á næstunni. Þó vildi hann ekki úti- loka að félagið myndi sýna mynd- bönd með íslensku efni líkt og gert er i bæjum úti á landi þar sem teknar eru upp samkomur eða annað sem íbúum bæjarins við- kemur. Mestur áhugi er fyrir gervihnett- inum Eutel Sat Fl og þeim þáttum sem ná má gegnum hann. t.d. Music Box og Skv Channel. En það eru ýmis ljón á veginum og er þar helst um að ræða reglugerðir um sjón- varpshnetti. Heyrst hefur að þær muni verða talsvert strangari en hingað til og lýsti Júlíus óánægju sinni yfir tillögum þess efnis. JSÞ Á annað hundrað manns mætti á stofnfund nýja útvarpsfélagsins á Seltjarnarnesi sl. laugardag. DV-mynd PK. Þorsteinn Pálsson illdór Ásgrímsson * Jón Helgason Ragnhildur Helgadóttir Arni Johnsen Sverrir Hermannsson Guðmundur J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.