Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 20
20
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985.
Rakarastofan Klapparstig
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Sími 12725
Timapantanir
13010
Til viðskiptamanna
banka og sparisjóða.
Lokun 2. janúar
og eindagi víxla.
Vegna áramótavinnu veröa afgreiöslur
banka og sparisjóða lokaöar fimmtudaginn
2. janúar 1986.
Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót
liggja frammi í afgreiöslum.
Reykjavík, 13. desember 1985
SAMVINNUNEFND
BANKA OG SPARISJÓÐA
VINNINGSNÚMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
-------------DREGIÐ 24. DESEMBER 1985 -----
AUDI 100: 149610
TOYOTA COROLLA 1300: 40283 123687
BIFREIÐAR Á KR. 350.000 : 82798 159458
VÖRUVINNINGAR Á KR. 50.000:
3998 41849 69174 84765 120648 135821 157796 170744
4858 45189 70735 88436 128094 139674 159758 173891
8067 53655 72822 30036 128193 142465 166066 180587
13590 56845 74178 95795 128906 148636 168613 180737
17187 58978 80902 101746 131301 154340 168864 181928
Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
aö Skógarhlíö 8. sími 62 14 14.
Krabbameinsfélagið
§
Þjóðhátíðarsjóður
auglýsir eftir umsókum um styrki úr sjóðnum á árinu 1986.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30.
september 197/ er tilgangur sjóðsins „að veita
styrki til stofnana og annarra aðiia, er hafa það
verkefni að vinna aö varðveislu og vernd þeirra
verðmæta lands og menningar, sem núverandi
kynslóð hefur tekið í arf.
a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins
skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru-
verndar á vegum Nattúruverndarráðs.
b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins
skal renna til varðveislu fornminja, gamalla
bygginga og annarra menningarverðmæta
á vegum Þjoðminjasafns.
Að öðru leyti úthlutarstjórn sjóðsins ráðstöfun-
arfé hveriu sinni í samræmi við megintilgang
hans, og komi þar einnig til álita viðbotarstyrkir
til þarfa, sem getið er í liðum a) og b).
Við þaö skal miða að styrkir úr sjoðnum verði
viðbótarframlag tií þeirra verkefna, sem styrkt
eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opin-
ber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi
annara viðþau."
Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 1986.
Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknar-
eyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka
Islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari
upplýsingar gefur ritari sjóðsstjornar, Svein-
björn Hafliðason, í síma (9i) 20500.
Reykjavík, 24. desember 1985.
ÞJOÐHÁTÍÐARSJÓÐUR.
Krabbameinsfélagiö
þakkar landsmónnum
veittan stuöning.
4
Menning Menning Menning
Álfadrottningin
Tónlelkar íslensku hljómsveltarlnnar I
Langholtskirkju 19. desember.
Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Einsöngvarar: Katrin Sigurðardóttir,
Hrönn Hafliðadóttir, Marta Guðrún Hall-
dórsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar
Guðbjörnsson, John Speight.
Kammerkór íslensku hljómsveitarinnar,
æfingastjóri Þóra Friða Sæmundsdóttir.
Verkefni: Álfadrottningin eftir Henry
Purcell.
Henry Purcell, sá skammlífari en
langtum frægari þeirra Purell bræð-
ranna, var ótrúlega afkastamikið
tónskáld, þótt ekki næði hann nema
ámóta aldri og Mozart. Á ofanverðri
sautjándu öld urðu menn að áka
seglum eftir vindi, eins og svo oft
bæði fyrr og síðar, og Purcell fór
ekkert varhluta af því. Jakob annar
var strangur kóngur og réð tísku.
Honum er um kennt að Purcell hafi
ekki samið nema eina alvöruóperu,
Dido og Aeneas. En svo geta menn
líka spurt sjálfa sig hvort þeir vildu
skipta á einni óperu, eða svo, og til
dæmis Krýningarmúsíkinni sem
Purcell samdi til að skjalla sinn
kóng.
Tónlist
EYJÓLFUR MELSTED
Jónsmessunæturdraumur
Upphaflega mun Álfadrottningin,
sem samin er upp úr Jónsmessunæt-
urdraumi Shakespeares, hafa verið
um fímm tíma rolla. Frumhandrit
týndist og upp úr brotunum, sem út
höfðu verið gefin á sinni tíð, fékk
Peter Pears þá Benjamin Britten og
Imogen Holst til að semja hið þokka-
legasta söngdrama í fjórum þáttum
sem minnir mann næsta vel á þráð-
inn í Jónsmessunæturdraumi. Upp-
byggingin minnir töluvert á hinar
allra fyrstu óperur sem svo gátu
kallast, eins og Orfeo Monteverdis
með sínum ritornelli, kórum, dönsum
og symfóníum á vixl.
Nýting góð
Nýting söngvaraliðsins minnti
mann á skólaárin þegar rennt var
gegnum óperur með stjórnendum
framtíðarinnar og einsöngvarar
íramtíðarinnar máttu gjöra svo vel
og tuða kórana h'ka og ekkert múður.
Söngliðið, skipað vönum söngvurum
jafnt sem nemendum, skilaði sínum
hlut með miklum ágætum, einkum
kórunum. Stundum orkaði skipting
einsöngsatriðanna tvímælis, sérstak-
lega á milli sóprananna. Þar var til
dæmis ekki alltaf beint að réttum
aðila hendingum sem voru með ekta
drengjaraddarkarakter. En þar sem
einsöngvaraliðið var í raun svo
misjafnt að grunngetu tel ég ekki
rétt að tíunda frammistöðu hvers
einstaks hér.
Sættu þig við sjálfan þig
FROSKURINN SEM VILDI FLJÚGA
(snælda).
Leikrit eftir Ásgeir Hvítaskáld.
Bókaútgáfan Frjálst orð 1985.
Langt suður í höfum er eyja þar
sem menn hafa aldrei stigið fæti
og lifa þar dýr i sátt og samlyndi:
Skjaldbaka, krókódíll, bréfdúfa,
spæta, tannlaus skipsköttur, sem
rak á land frá sjóræningjaskipi,
ugla með læknisfræðidellu, froskur
með flugdellu og blár páfagaukur
sem heitir Palli. Sá síðasttaldi er
hreppstjóri og býr í holu í stærsta
trénu og sefur í eldspýtustokk
(hvaðan sem hann er nú ættaður).
Leikritið byrjar á því að Palli
páfagaukur vaknar við froskagrát.
Þar er á ferðinni froskurinn Her-
mann, grátandi yfir því að geta
ekki flogið. Vesalings froskurinn
er þjakaður af þeirri tilfinningu að
engum þyki merkilegt að vera
froskur, hann sé asnalegur í laginu,
grænn á litinn og kunni ekkert
nema kafsund. Hyggst hann nú
gera úrslitatilraun til að fljúga á
froskalöppum sínum ofan úr trénu
hans Palla.
Áendalausu flugi
En páfagaukurinn fær hann ofan
af því með að lofa honum með í
útsýnisflug. Ekki læknar það samt
flugdellu frosksins og kemur nú
Bótólfur ugla til sögunnar. í helli
uppi í fjalli hitta Hermann og Palli
Bótólf fyrir í hvítum sloppi með
græna grisju á höfði og kringlótt
gleraugu. Græðir hann á Hermann
vængi af fugli sem lent hafði í flug-
slysi. Þessari svaðalegu aðgerð er
lýst í smáatriðum og tíu dögum
seinna svífur Hermann um loftin
blá. Fyrr en varir leysir hann bréf-
Ásgeir Hvítaskáld.
Bókmenntir
HILDUR
HERMÓÐSDÓTTIR
dúfuna af í sumarleyfi og svífur um
á vængjum sínum frá níu til fimm.
Ekki líður á löngu uns Hermann
verður dauðleiður á þessu enda-
lausa flugi í misjöfnum veðrum og
þráir nú ekkert heitar en geta
kafað aftur í vatnsmýrinni. Bíður
hann nú eftir því einu að losna við
vængina aftur.
Smástrákar skæla líka!
Niðurstaðan hjá Hvítaskáldinu
virðist mér sú að það sem gildi í
þessu lífi sé að sætta sig við sjálfan
sig og vera ekki að streða við að
verða eitthvað annað. Þefta er
sígildur sannleikur. Hvao sagði
ekki Nína í bók sinni um Skjóna
sem gat ekki sætt sig við litinn á
sér: „Veistu ekki að það er það eina
rétta að vera nákvæmlega það sem
maður er en ekki eitthvað annað.“
Þótt það geti verið gaman að
bregða sér í annað gervi en sitt
eigið þá dugir það ekki til lengdar.
Samkvæmt minni reynslu (og
fleiri) þá hafa litlir krakkar gaman
af að hlusta á þetta leikrit. Það er
skemmtilega ævintýralegt og sam-
töl dýranna vel samin og oft á tíð-
um glettnisleg og vísa til raun-
veruleikans, s.s. þegar talað er um
bréfdúfuna og spætuna sem vinna
frá níu til fimm með kfukkutíma í
mat.
Strákargráta líka
En það stakk mig illilega í eyrun
að heyra Palla páfagauk skamma
Hermann frosk fyrir að skæla eins
og smástelpa. Ásgeir minn, sam-
kvæmt minni reynslu þá skæla nú
smástrákar ekkert minna. Svona
boðskapur síast lymskulega inn í
litla kolla. Eins skil ég ekki hvers
vegna bréfdúfan er eina dýrið með
hlutverk sem ekki hefur nafn í
sögunni. - Vonandi ekki vegna
þess að hún er kvenkyns?
Flutningurinn á þessu litla leik-
riti, sem er mjög hæfilega langt
fyrir unga hlustendur, er mjög
góður. Enda eru engir viðvaningar
við hljóðnemann. Bessi Bjarnason
(froskur) og Árni Tryggvason
(páfagaukur) ná eyrum smáfólksins
alltaf um leið og halda athyglinni
vakandi til söguloka. Elfa Gísla-
dóttir og Klemens Jónsson eru
ágæt í gervi dúfu og uglu og Gísli
Alfreðsson heldur vel um taumana
sem sögumaður og leikstjóri.
HH
LEÐILEG
HÁTtÐ!
Þökkum viðskiptin
/ / • -»/%f
á árinu sem erað líða.
STARFSMENN
Varmi Bilasprautun
N