Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 29
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. 29 Menning Menning Menning Menning Sundurlyndi en annars gott Á heildina litið var hljómsveitin góð, þótt nokkra hnökra mætti finna á leik hennar. Voru styrkleikahlut- foll allójöfn fyrst framan af, pákur þrumandi sterkar í upphafssymfó- níunni, en alvarlegast að sundur- lyndis gætti milli strengja og blásara og jafnvel strengja innbyrðis í fyrstu hljómsveitarþáttunum. Þetta lagað- ist þegar á leið en lýtti óneitanlega vel unnið verk. Tónleikunum lauk með samsöng flytjendanna, Söngsveitarinnar Fil- harmóníu og tónleikagesta og ko- must allir í jólaskap við að syngja saman, Um hann, sem ríkir, Sjá himins opnast hlið og Heims um ból. EM Ærslafulltflug Guömundur Björgvinsson Næturtlug í sjöunda himni Skáldsaga, 219 bis. Lífsmark. Á kápumynd svífur svartvængj- aður maður af himnum ofan niður í djúpið. Myndin minnir á goðsög- una um unglinginn Ikarus, sem flaug svo nálægt sólu að vængir hans bráðnuðu og hann steyptist í hafið. Þetta goðsöguminni hefur gengið aftur í fjölmörgum nútíma- skáldverkum, enda lýsir það kannski betur en mörg önnur reynslu nútímafólks. En á hvern hátt tengist það „næturflugi“ Halldórs Hermannssonar? Texta sögunnar er skipt í þús- undogeitt atriði sem sum hver eru örstutt. Óskyldum formum ægir saman og hugarflugið er látið ráða ferðinni. Höfundurinn stefnir í eitt heimspekilegum vangaveltum, ævintýrum, spakmælum og frösum, hugleiðingum um vísindi og stjórn- mál, mataruppskriftum, viðtals- þáttum og goðsögum. Hann teygir og togar textann, afmáir oft skil draums og vöku og reynir með því að tjá óreiðufulla vitund, sem tekur við margvíslegum áhrifum að utan, en megnar ekki að skipa þeim í röklegt samhengi, haldin ofskynj- unum og firrum. Að sýna formleysuna Að þessu leyti er tilgangur höf- undarins af módernískum toga. Hann gengur í fótspor ýmissa skálda, sem hafa brotið upp skáld- söguformið, og þá væntanlega í Guðmundur Björgvinsson þeirri viðleitni að sýna lífsreynslu nútimamannsins á sannferðugri hátt en hægt er í rökbundnum raunsæisverkum; sýna formleys- una og þá brotakenndu lífssýn, sem við lifum við í dag: mann og heim í uppnámi, ringulreiðina. Höfundur leysir upp reglu sög- unnar í bók sinni, atriðaskiptingin er og tilviljunarkennd. Afleiðingin er s'amt enginn óskapnaður því þroskasaga Halldórs Guðbrands- sonar myndar þráð, sem heldur verkinu saman. Halldór er ungl- Bókmenntir MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON ingur líkt og íkarus, menntaskóla- piltur í Reykjavík fyrir og um 1980. Lesandinn fylgist með honum frá því hann svalar kynhvöt sinni í fyrsta skipti, föstudaginn 26. ágúst 1977 kl. 23.30, þar til hann útskrif- ast úr skóla, orðinn stúdent, eða, með öðrum orðum, frá því hann byrjar að lifa og þangað til hann deyr, eins og segir í bókinni. í millitíðinni gerist margt: sagt er frá kvennafari og misheppnuðum ástamálum, skáldskap og drykkju- skap og fleira. Sjálfstæð viðleitni Halldór er um margt unglings- lega einfaldur og reynslulaus, en haldinn skapandi áráttu til mynd- gerðar og skrifta, líkt og höfundur- inn sjálfur. Verkið lýsir þroskaferli hans, kynnum af kynlífi og dauða, vexti og vígslu. Hvernig tekst svo til? Að mínum dómi er Næturflug um margt at- hyglisverð tilraun og til muna betri en fyrri skáldsaga Guðmundar, Allt meinhægt, sem kom út árið 1982 og var fíaskó. Sagan er ærsla- full og oft skemmtileg aflestrar en þó með alvarlegum undirtón. Hins vegar fmnst mér vanta nokkuð á spennu og tilfinningalega dýpt í þroskasöguna, einkanlega í sveifl- una á milli lífs og dauða. Sjálfs- morð vinarins í sögulok er til dæmis tekið of lausum tökum til að öðlast afl innan sögunnar. Það er utangarnalegt. Einnig er of mikið af bernskum húmor, óþörfum atriðum og stílbrögðum sem ekki eru annað en stælar, marklaus. Engu að síður. Sagan einkennist af ríku hugmyndaflugi og sjálf- stæðri viðleitni. Það .er lífsmark í henni. MVS. Spennum beltin — Notum ökuljósin Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Hinum 705 Toyota eigendum sem bættust í hópinn á árinu óskum við til hamingju með nýju bílana og vonum að bæði þeim og öðrum vegfarendum farnist vel á ferðum sínum. TOYOTA 0*1 J* Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S 91 -44144 ' essemm sIa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.