Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. Iþróttir „Urslitin ráðast á HM” — sagði Þorgils Óttar „Það var þreyta í liðinu. Við lékum án Atla, Alfreðs og Páls og því var alltaf keyrt á sömu mönnum. Það hefði verið skemmtilegra að standa sig vel hérna í kvöld, sérstaklega vegna þess að stuðningur áhorfenda var svona góður,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen. Þetta er náttúrlega ekki leikur sem skiptir neinu höfuðmáli. Úrslitin ráðast á HM og þá höfum við allan mannskapinn," sagði Þorgils. fros „Vorum með of fáa menn” — sagði Þorbjöm Jensson landsliðsfyrirliði „Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því fyrir leikinn að það var annað hvort að duga eða drepast fyrir Dani í kvöld. Það hefði verið hrikaiegt fyrir þjálfara þeirra að koma heim með tvö töp á bakinu og eitt jafntefli gegn Islandi sem alltaf hefur verið tal- að um sem b-þjóð,“sagði Þor- björn Jensson landsliðsfyrirliði eftir leikinn í gærkvöldi. Það sem réð þó mestu um úrslitin í þessum leik var hvað við vorum með fáa menn. Það var gífurleg keyrsla á Kristjáni og það var eigin- lega enginn sem gat leyst hann af. Eg er sannfærður um það að við getum unnið Danina í hverjum ein- asta leik þegar við getum stillt upp okkar sterkasta liði. Vendipunktur- inn í leiknum var þegar Þorgils Óttar náði boltanum en dómarinn dæmdi boltann af okkur. Þetta atvik hafði mjög mikið að segja því við þurftum að skora þegar aðeins 2-3 mínútur voru eftir. En baráttan heldur áfram þvi fyrsti leikurinn á Baltic-Cup verður gegn Dönum,“sagði Þorbjörn. -fros „Getum unnið á góðum dögum” sagði Kristján Arason „Það var augljóst af leik Dan- anna að þeir höfðu stúderað lið okkar mjög vel. Það var spurn- ingin um að leika maður á mann en það olli of mikilli þreytu hjá okkur,“ sagði Kristján Arason eftir leikinn í gærkvöldi. „Það að Danir náðu jafntefli við okkur úr þessum leikjum þýðir að við erum ennþá eitthvað á eftir. Við getum unnið allar þessar þjóðir sem við höfum leikið gegn að undanförnu á góðum dögum en við þurfum ennþá góða daga til þess þrátt fyrir miklar framfarir á undanfömum árum. Danir léku mun harðari vamarleik í kvöld en í hinum tveim leikjunum og við áttum erfiðara um vik fyrir bragðið," sagði Kristján. -fros „Hlaut eitthvað að gefa eftir” — sagði Guðmundur Guðmundsson „Mér fannst þreyta einkenna leik okkar, sérstaklega á síðustu fimmtán mínútunum er þeir sveifluðust fram úr okkur. Við höfum leikið marga leiki að und- anförnu og æft mjög stíft og það. hlaut eitthvað að gefa eftir,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn. „Danir em með mjög sterkt lið, það er engin spurning. Vöm liðsins er mjög góð og mun betri en gegn þeim dönsku liðum sem ég hef leikið gegn áður.“ -fros Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþró mm BFm m__Kmk Ij HHmí wk — Danir mun grímmarí en íslendingar og unnu öruggan sigur með norskri aðstoð, 17:21. Mikil þreyta ííslenska liðinu ogfjarvera lykilmanna kom berlega íljós íslenska landsliðið í handknattleik lá í því í gærkvöldi. Danir unnu öruggan fjögurra marka sigur í landsleik þjóðanna í Laugar- dalshöll, 17-21, eftir að staðan i leikhléi hafði verið 8-9 Dönum i vil. Danir voru mun grimmari en íslendingar í þessum leik og ætluðu sér greinilega ekkert nema sigur. Sigur þeirra var þó i stærra lagi og ef ekki hefði komið til afar hliðholl dómgæsla hefðu Danir ekki riðið feitum hesti frá þessari viðureign og mátt þakka fyrir að vinna sigur. Engan veginn skal þó sagt að dómararnir hafi ráðið úrslitum en hjá því verður ekki litið að norsku dómararn- ir dæmdu Dönum mjög í vil í mörgum tilfellum á mjög örlagaríkum tíma í siðari hálfleik og svo var leikur íslenska liðsins heldur ekki upp á mjög marga fiska. Svo fór sem sagt þegar upp var staðið að hvor þjóð vann einn leik og einum lauk með jafntefli. Mjög svo þolanleg útkoma þegar allt er tekið með í reikninginn. lega kemur ekki í ljós fyrr en í Sviss. Leikir landsliðsins þar skipta sköp- Mörk íslenska liðsins: Kristján Arason 5/2, Sigurður Gunnarsson 5/3, Guðmundur Guðmundsson 3, Júlíus Jónasson 1, Þorgils Ótt- ar 1, Bjarni Guðmundsson 1 og Þorbjörn Jensson 1. Islenska liðið fékk sex víti í leiknum og nýtti fimm þeirra, Paul Sörensen varði eitt. Danir fengu fjögur vítaköst og skoruðu úr öllum. -SK. Islenska liðið Danir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega yfir eins og raunar í öllum leikjunum þremur. Michael Fenger skoraði fyrsta mark leiksins og forustuna létu Danir ekki af hendi það sem eftir var. Sex sinn- um var jafnt á með liðunum en mestum mun náðu Danirnir í lokin þegar staðan var 16-20 og 17-21. Það kom mjög berlega i ljós í þess- um leik að lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið og þeir leikmenn sem tekið hafa stöður þeirra Einars Þor- varðarsonar, Atla Hilmarssonar, Alfreðs Gíslasonar og Páls Ólafsson- ar í leikjunum nú gegn Dönum hafa staðið sig þokkalega en geta betur. I leiknum í gærkvöldi vantaði sár- lega skiptimenn. Þegar leiknir eru þrír landsleikir á þremur dögum er mikilvægt að hafa leikmenn á vara- mannabekknum til að hvíla sverustu stoðirnar. Og sérstaklega auðvitað í þriðja leiknum. Þessar aðstæður voru ekki fyrir hendi í gærkvöldi. Lélegur sóknarleikur hjá is- lenska liðinu Ein aðalástæðan fyrir tapinu gegn Dönum í gærkvöldi var slakur sókn- arleikur hjá íslenska liðinu allan leikinn. Það vantaði allan kraft í það sem verið var að gera hverju sinni og skipulagið var ekki upp á það besta. Aginn lítill og oft skotið eftir stuttar sóknir í ekki nógu góðum færum. Þeir Sigurður Gunnarsson og Kristján Arason náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar og raunar enginn íslensku leikmannanna í sókninni. í markinu stóð Kristján Sigmundsson allan leikinn og varði ekki vel, aðeins 6 skot og það þarf einfaldlega að verja fleiri skot í landsleik ef hann á að vinnast. Að ósekju hefði átt að gefa Brynjari Kvaran tækifæri en það var ekki gert. Varnarleikurinn var eini Ijósi punkturinn hjá íslenska liðinu í leiknum í gærkvöldi og sú barátta og kraftur sem sást til leikmanna íslenska liðsins sást í vamarleiknum. En það dugði ekki til. Danir léku mjög fastan varnarleik og dómarar leiksins hefðu átt að taka mun fastar á mörgum brotum þeirra. Og það verður að segjast eins og er að dómarar leiksins komust illa frá honum og leikurinn í gærkvöldi var áberandi slakasti leikur þeirra hér á landi að þessu sinni. Sérstaklega var hroðalegt að sjá til þeirra um miðjan síðari hálfleik þegar Bjarni Guð- mundsson komst frír inn úr hominu og var í dauðafæri þegar brotið var mjög gróflega á honum en ekkert var dæmt. Danir brunuðu upp völlinn og breyttu stöðunni í 13-16. Þetta var niðurdrepandi og ekki síður þegar staðan var 15-17 og Þorgils Óttar náði knettinum löglega af einum Dananum en fékk dæmt á sig aukakast. Tóm þvæla og ekki er það ofsögum sagt að Danir hafi innbyrt þennan sigur með drjúgri norskri aðstoð. var best í fyrsta leiknum” sagði Leif Mikkelsen, þjálfari Dana „Ég tel að íslenska liðið hafi leikið best í fyrsta leiknum. Þá náði liðið að sýna mjög góðan leik. Það hefur kannski haft eitt- hvað að segja í kvöld að liðið var búið að ná þremur stigum úr tveimur leikjum. Það kann að hafa ráðið því að leikmenn lögðu sig ekki jafnmikið fram. Þessi leikur var líklega sá slakasti af hálfu islenska liðsins,“ sagði Leif Mikkelsen, þjálfari Dana, eftir leikinn i gærkvöldi. „Ég tel að íslandsferðin hafi skilað sínu. Að leika í þessari höll með þessa áhorfendur er svolítið sérstakt. Okkur líkar vel við áhorfendurna vegna þess að þeir lifa sig vel inn í leikinn. Ég tel að sigur okkar nú hafi að mestu byggst á vörninni. Útiskyttur íslenska liðsins náðu lítið að beita sér,“ sagði Mikkelsen. -fros Þolinmæðin þrautir vinnur ailar „ísland á góða Þrátt fyrir þennan ósigur gegn Dönum í gærkvöldi er engin ástæða til að stökkva upp á nef sér og leggj- ast í þunglyndi. Þvert á móti. Næsta verkefni hjá landsliðinu er Baltic Cup keppnin í Danmörku en þar mætum við Dönum í fyrsta leik. Þar gefst tækifæri á að hefna úrslitanna í gærkvöldi. Landsliðsmenn okkar standa f ströngu þessa dagana, ekki bara líkamlega heldur ekki síður andlega. Stóra verkefnið er fram undan í Sviss og áhangendur lands- liðsins verða að sýna leikmönnum og þjálfara þolinmæði út í ystu æsar. Islenska landsliðið hefur sýnt það í undanförnum leikjum að það stendur framarlega í handknattleik miðað við allan heiminn. En hversu framar- möguleika á HM” sagði Morten Stig Chrístiansen, fyrírliði Dana „Island á góða möguleika á að verða meðal sex efstu í heims- meistarakeppninni. Liðið er mjög gott. Margir mjög góðir leikmenn og liðið leikur mjög sterka vörn. Möguleikar liðsins á HM hljóta því að vera mjög góðir,“ sagði fyrirliði danska landsliðsins, Morten Stig Christiansen, eftir þriðja og síðasta leik íslendinga og Dana. Leikurinn í kvöld var mjög harður en við erum mjög ánægðir með úr- slitin og leik okkar. Fram að þessu höfum við ekki náð að sýná okkai rétta andlit ef undanskilinn er einn leikur við Svía en ég held að við höfum sannað það hér á íslandi að við erum á réttri leið. Við áttum þó í miklum erfiðleikum með hraðan sóknarleik íslendinga og íslenska liðið hafði góðan stuðning áhorfenda á bak við sig sem gerði okkur einnig erfitt íyrir. Við þurfum enn að bæta margt í leik okkar en möguleikar okkar á HM eru svipaðir og íslend- inga ogSvía. fros ÁtU ekki von é að okkur tækist ai vinna leik” — sagði Bogdan landsliðsþjálfari eftir Danaleikina „Þetta var enn ein æfingin fyrir heimsmeistarakeppnina og ég get ekki sagt að ég sé óánægður þrátt fyrir tapið. Jafntefli í leikjunum við Dani er náttúrlega ekki nógu gott sé tekið mið af stöðu okkar í dag. Það er hins vegar góður árangur sé mið tekið af því liði er við gátum stillt upp,“ sagði Bogdan landsliðsþjálfari í gær- kvöldi. „Ég átti ekki von á því að okkur tækist að vinna leik gegn Dönum en það tókst á Akranesi þegar allt gekk upp í sóknarleik okkar. í leiknum í kvöld var það augljóst að Kristján Arason, Sigurður Gunnnarsson og Þorgils Óttar voru allir orðnir ör- þreyttir. í lok þessarar átta leikja hrinu, sem lauk í kvöld, tel ég að besti leikurinn hafi verið síðasti leik- urinn gegn V-Þjóðverjum. Næsta verkefni er Baltic-Cup. Þar lendum við í vandræðum í tveimur fyrstu leikjunum er verða við Dani og A-Þjóðverja vegna þess að margir leikmanna geta ekki fengið sig lausa. Prófraunin er HM. Ég mundi segja að allt ofar en tíunda sæti væri mjög góður árangur. Möguleikar okkar eru svipaðir og Dana, V-Þjóðverja og Spánverja,“sagði Bogdan. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.