Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. 45 H| ' Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós „Við vorum að fara til afa og ömmu í Ameríku en fórum í jólasveinalandið í staðinn!“ „Ha, á ég að fá pakka?“ „Nei, sérðu! Þarna er ungfrú heimur!“ — undur í landi jólasveinsins Um þessar mundir snýst flestallt um jól, jólasveina og jólagjafir í þessu landi - einstaka man þó eftir gömlum sögnum um frelsun mann- kyns og fæðingu Jesúbarns. Allir sem vettlingi geta valdið og hafa börn til umráða drífa sig á dansleiki tengda jólum og þar er að sjálfsögðu að finna rauðklædda sveina síð- skeggjaða - stundum í fylgd með myndarkvenmanni. Þetta sama þema mætti ferðalöng- um milli Ameríku og Evrópu rétt um jólin - það er að segja farþegum í þotum Flugleiða á leiðinni. Millilent var á Islandi sem endranær og í þessum heimkynnum jólasveinsins var heil-mikið að gerast - flugstöðin full af syngjandi og dansandi fólki, þarna var lúðrasveit sem spilaði jóla- lög og rauðklædddir sveinar útdeildu gjöfum með kvenveru sér til aðstoð- ar. Stúlkan sú að vísu ívið smágerð- ari en hin hefðbundna fylgikona jólasveinanna íslensku - ber titilinn ungfrú heimur og heitir Hólmfríður Karlsdóttir Hópur unglinga snarstöðvaðist þeg- ar stigið var inn í flugstöðina og einn hrópáði: „Nei, sjáiði, ungfrú heimur er þarna!“ „Ertu vitlaus," segir sá næsti vantrú- aður en er samstundis sannfærður af þeim þriðja. „Víst -. hún var ein- mittfrá íslandi.“ Næsta verk var að grafa í ákafa eftir myndavélinni og hlaupa út í flugvél aftur - hvað er pottþéttara þegar heim er komið en að geta sýnt eigin myndir af fegurstu konu heimsins? Minnstu farþegarnir urðu ekki minna forviða en höfðu þó ívið meiri áhuga á jólasveinunum, einkum i upphafi. I þessu heimalandi jóla- sveinsins voru spiluð og sungin jóla- lög, þau fengu fyrsta jólapakkann þetta árið og sum þeirra vissu greini- lega varla í hvorn fótinn var hent- ugra að stíga. Hin nýkjörna ungfrú heimur hafði í nógu að snúast við eiginhandarárit- anir og var umkringd aðdáendum af eldri gerðinni. Strax og færi gafst sneri þó fóstran Hólmfríður sér að yngstu farþegunum, aðstoðaði jóla- sveinana við úthlutun pakkanna og var fljót að" vinna yngri hjörtun einn- ig- Farþegar í þeim vélum Flugleiða sem leið áttu um Keflavíkurflugvöll þennan desemberdag gleyma líklega seint þessu landi jólasveina og fag- urra kvenna börnin með óvænta jólagjöf’ að skilnaði en þeir eldri myndarlegan auglýgingabækling um land og þjóð. Það er greinilega hægt að stunda landkynningar án þess að verða dæmalaust leiðinlegur í leið- inni! - baj í landi jólasveinsins er slík eintök að sjálfsögðu að finna á hverju strái og lúðrasveit er nauðsynlegt undirspil. ,Mamma, sjáðu hvað þessi jólasveinn gerir! Ungfrú heimur, Hólmfríður Karlsdóttir, aðstoðaði sveinka við útdeilingu jólagjafanna. DV-myndir PK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.