Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Qupperneq 4
4
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986.
Blíðir veðurguðir—lítill sn jómokstur:
Reykvíkingar
spara líklega
20 milljónir
Veðurguðirnir hafa leikið við
Reykvíkinga og sparað þeim 20 millj-
ónir af þeim 40 milljónum sem áætlað
var til snjómoksturs í vetur. „Veður-
blíðan hefur verið einstök, sú besta
í manna minnum," sagði Pétur
Hannesson, deildarstjóri Gatna-
máladeildar Reykjavíkur. „Fjárveit-
ing til snjómoksturs á götum var 40
milljónir. Ég sé ekki annað en vil
skilum helmingnum aftur. Þetta er
annað árið í röð sem við förum ekki
fram yfir áætlun," sagði Pétur.
Ekki er hægt að segja að snjór
hafi fallið í Reykjavík á vetrinum.
Menn muna þó eftir tveimur snjó-
dögum, í lok nóvember og byrjun
janúar. „Það hefur þó oft verið hálka
vegna bleytu og frosta, þannig að
töluvert af salti hefur verið borið á
götur. Þá hefur verið mikil hálka á
gangstéttum. Alls hefur verið dreift
tvö þúsund tonnum af sandi á gang-
stéttir," sagði Pétur.
- sos
ATVINNULEYSIÐ
0,9 PRÓSENT1985
Atvinnuleysisdagar á síðasta ári
voru 288 þúsund. Það jafngildir því
að allt árið hafi 1100 manns verið
atvinnulausir. Samkvæmt, þessu hef-
ur atvinnuleysi verið 0,9 prósent
1985.
Atvinnuleysi var 1,3 prósent 1984
Skipun í
Þjóðhátíðarsjóð:
MagnúsTorfi
formaður
Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs hefur ve-
rið skipuð og er Magnús Torfi ,/lafs-
son formaður hennar.
Aðrir í stjórn eru Björn Bjarnason
aðstoðarritstjöri, Eysteinn Jónsson,
fyrrverandi ráðherra, Gils Guð-
mundsson, fyrrverandi alþingismað-
ur, og Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri.
KÞ
og atvinnuleysisdagar voru 97 þús-
und fleiri þá en í fyrra. Skráð at-
vinnuleysi kemur mjög misjafnlega
niður í landshlutunum. Á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem 55 til 60
prósent mannaflans starfa, var að-
eins 0,3 prósent atvinnuleysi allt árið
1985. Hins vegar var atvinnuleysi á
Norðurlandi og Suðurnesjum 2 pró-
sent.
I desember sl. var skráð atvinnu-
leysi 1,6 prósent sem svarar til þess
að 1900 manns hafi verið á atvinnu-
leysisskrá allan mánuðinn. Skráðir
atvinnuleysisdagar voru í þessum
mánuði 40 þúsund. Það er mjög svip-
að og var í desember 1984. 1983 voru
atvinnuleysisdagar 48,5 þúsund i
desember, sem er mesta atvinnuleysi
frá því að skráning hófst 1975.
Síðasta dag desember sl. voru 3.300
á atvinnuleysiskrá. Þetta stafar m.a.
af því að uppsagnir í fiskiðnaði taka
flestar gildi siðari hluta mánaðarins.
Af þessum fjölda voru 2.900 verka-
menn, 60 iðnaðarmenn og 340 úr
öðrum starfsgreinum.
APH
Selma Rut Magnúsdóttir, deildarstjóri smáauglýsinga DV, dregur umslög vinningshafa úr bunkanum.
Eins og sjá má var geysigóð þátttaka í jólagetrauninni. DV-mynd GVA
Dregid í hinni glæsilegu jólagetraun DV:
Hljómtækja-
samstæðan fór
í Hrafnhólana
Dregið hefur verið í hinni glæsi-
legu jólagetraun DV. Aðalvinning-
inn, Fisher-hljómtækjasamstæðu
„System 300“, hlaut Guðbjörg H.
Guðmundsdóttir, Hrafnhólum 2,
Reykjavík. Vinningur nr. 2, ferða-
tæki með tvöföldu segulbandi, kom
á nafn Jóns Guðlaugssonar, Jör-
undarholti 132, Akranesi.
Eftirtaldir hlutu svo Fisher-vasa-
diskó:
Hafdís Haraldsdóttir, Vatnsenda-
vegi 9, Keflavík, Guðjón Einarsson,
Fossheiði 56, Selfossi, Aðalsteinn
ísaksson, Hrauntungu 28, Hafnar-
firði, Rebekka Helga Sveinsdóttir,
Garðavegi 6c, Hafnarfirði, Birgir
Amar Guðmundsson, Hraunbæ 2,
Reykjavík, Bjarni D. Sigurðsson,
Flötum 16, Vestmannaeyjum,
Gunnlaugur Þ. Guðmundsson,
Höfðabraut 7, Akranesi, Hreinn
Halldórsson, Kögurseli 34, Reykja-
vík, Fjóla Sigurðardóttir, Bröttu-
götu 18, Vestmannaeyjum, og
Kristinn Steinarsson, Áshlíð 14,
Akureyri.
DV óskar vinningshöfum til
hamingju með hina veglegu verð-
launagripi.
I dag mæiir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari
Slegist í tuminum
Það er svo sannarlega enginn
vangadans sem flugumferðarstjór-
ar stíga við yfirmann sinn, Pétur
flugmálastjóra, þessa dagana. Allt
verður sjálfsagt komið í bál og
brand þegar þessi grein er komin á
prent. Flugumferðarstjórar hafa
verið æstir og illorðir í fjölmiðlum
en Pétur hefur verið hinn rólegasti.
Enda segir hann að þessi deila
standi ekki um neitt og varla fara
menn að æsa sig út af engu. Fram-
koma flugmálastjóra hefur farið
afskaplega i taugarnar á þessum
tiltekna hópi undirmanna hans og
hafa þeir krafist þess að stjóri verði
settur af án tafar. Þessi krafa er
auðvitað skiljanleg í ljósi þess að
flugumferðarstjórar vilja greini-
lega ekki sætta sig við það eitt að
stjórna umferð flugvéla. Þeir vilja
líka fá að stjórna sér og sínum eftir
því sem henta þykir hveiju sinni
og finnst það alveg óþolandi sletti-
rekuskapur þegar Pétur eða ráðu-
eytið vilja skipta sér af því hvernig
skipað er i stöður hjá þessu emb-
ætti. Þessi afskiptasemi er stór-
hættuleg því í ljós hefur komið að
hún hefur snert svo mjög fínustu
taugar fínu stjóranna að þeir eiga
bágt með að einbeita sér að stjórn-
un flugumferðar. Því segja þeir að
það sé nánast lífshætta að fljúga
þessa dagana vegna þess að þeir séu
vart með sjálfum sér meðan þeir
eru svona arrí.
Eins og menn rekur minni til
greip svipaður kvilli eitt sinn flug-
umferðarstjóra í Bandaríkjunum
og virtist engin lækning fáanleg.
Þá greip Reagan forseti til þess ráðs
að segja öllu liðinu upp á einu
bretti, eða á annan tug þúsunda
flugumferðarstjóra. Þótti karli
betra að þjálfa nýja menn til starfa
en búa við sífellt óöryggi þeirra
taugaveikluðu. Síðan hafa ekki
borist fréttir af vandræðum á þessu
sviði vestur þar.
Nú verða menn að átta sig á því
að það er nokkur munur á Pétri og
Ron. Sá fyrrnefndi er reynsluminni
og miklu yngri og hafa undirmenn
hans raunar bent á þetta reynslu-
leysi sem áberandi galia. Á hitt ber
að líta að Pétur er nú búinn að vera
lengur flugmálastjóri en Ron var
búinn að gegna embætti forseta
þegar hann greip til brottreksturs-
ins mikla. Því eru sumar aðstæður
þeirra að öllum líkindum ekki
ósvipaðar að því leyti. Hins vegar
verður Pétur að sækja styrk til
misstyrkra ráðherra en Ron gat
rekið upp á eigin spýtur eins og
honum sýndist. Hins vegar er ekki
Ijóst enn hvort hér þarf að fara í
smiðju til Ron eða ekki. Einn flug-
umferðarstjóri mætti Pétri í sjón-
varpi á dögunum og notaði tækifæ-
rið til að segja upp starfi með til-
þrifum. Það var í eina skiptið í
þessum sjónvarpsþætti sem sjá
mátti nokkur gleðimerki á Pétri.
Eins og fram kom í fréttum fyrir
skömmu fluttu Flugleiðir fleiri far-
þega innanlands í fyrra en nemur
íbúatölu alls landsins. Af þessu má
glöggt sjá að íslendingar fljúga
mikið og oft hér innanlands ekki
síður en milli landa.
Truflanir á flugi vegna tauga-
veiklunar flugumferðarstjóra
munu því skjótt vekja mikla reiði
hinnar fljúgandi þjóðar og þá ekki
síst ef taugaveiklunin er tilkomin
út af engu. Dagfari leggur til að ef
flugumferðarstjórar láti sér ekki
segjast og komi taugunum i lag
verði þeim gert að sækja fyrirlestra
hjá erkióvini sínum tvisvar á dag
þar sem hann fer yfir réttindi og
. '. yldur opinberra starfsmanna og
verklega uppriijun á ýmsum atrið-
um í störfum flugumferðarstjóra.
Ætli heilsan komist ekki fljótt í lag
við slíka úrslitakosti.
Dagfari