Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Qupperneq 7
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Bifreiðaeftirlitsmenn eru óánægðir með skoðunaraðstöðuna en reikna þó með að skoða um 15.000 númer ámánuði. Mynd: PK AÐALSKOÐUN BIFREIÐA HEFST UM MIÐJAN FEBRÚAR Aðalskoðun bifreiða hefst væntan- lega upp úr miðjum febrúar. Ragnar Jónsson, aðalfulltrúi hjá Bifreiðaeft- irliti ríkisins, sagði að um áramót hefðu verið skráð 44.894 ökutæki á höfuðborgarsvæðinu en undir öku- tæki falla bifreiðir, bifhjól og tengi- vagnar. Hann sagðist ekki þora að segja til um hve stór hluti ökutækj- anna væri skoðunarskyldur því nýskráðir bílar þurfa ekki skoðunar við fyrr en eftir 3 ár frá skráningu. Á síðasta ári var byrjað að skoða 1. mars og áætlað var að skoðuð yrðu 15.000 númer á mánuði en gert væri ráð fyrir einhverri aukningu í ár. Ragnar sagði að ástand bifreiðanna væri mjög mismunandi en þó virtist ástandið eitthvað vera að lagast. Helst væri það öryggisútbúnaður bílsins sem væri skoðaður, hemla- búnaður og stýrisbúnaður svo og ljósabúnaður, hjólbarðar og vel væri fylgst með hvort öryggisbelti væru í lagi. Nú vinna 10 starfsmenn við skoð- unina en Ragnar sagði að menn væru óánægðir með aðstöðuna sem væri mjög ófúllkomin og óhentug. Nokk- uð hefur verið rætt um að flytja Bifreiðaeftirlitið í annað húsnæði en Ragnar sagðist ekki vita hvað þeim málum liði og sagðist ekki búast við breytingum í bráð. Þá er bara að fara að huga að ásigkomulagi bifreiðarinnar svo eig- endur fái miðann sinn í réttum lit. -S.Konn. Kaff ivélin hreinsuð með ediksvatni Einfalt ráö til þess aö hreinsa kaffivélina er aö fylla hana af hreinu vatni og blanda ediki út í og kveikja svo á vélinni. Ediksvatnið gengur sína leiö í gegnum könnuna og hreinsar allar leiðslur. Ef kannan er mjög óhrein getur veriö nauðsynlegt aö láta ediksblönduna fara tyÍSitfir í Begn. F.n gætið þess aö skipta um vatn. Svol veröur aö láta hreint vatn fara einu ] sinni eöa tvisvar í gegnum vélina. ’Þetta gerir alveg sama gagn og hreinsivökvinn sem áður hefur veriö sagt frá hér á síðunni, en er alveg á- gtetur. A.Bj^ 40% en ekki 4% Síðastliðinn þriðjudag birtist leiðrétting á grein um iðgjöid af heimilistryggingum en þar slæddist villa með því þar sem standa átti 40% stóð 4%. Munurinn á iðgjöldunum er 3%, í stað 40%, eins og kom fram í grein fimmtudaginn 9. janúar. Við vonumst til að nú sé endan- leg leiðrétting komin og biðjum hlutaðeigandi afsökunar á þess- urn mistökum. -S.Konn. Mikilvægi lýsis í þeirri umræðu um hollustuvör- ur, sem kejnur upp öðru hvoru, vill oft gleymast ein mikilvæg fæðuteg- und sem hægt er að fá og inniheld- ur efni, sem erfitt er að fá úr öðrum fæðutegundum og skipta miklu máli fyrir eðlilegt heilsufar hvers og eins. Hér á ég við lýsi. í landi, þar sem myrkur grúfir yfir meirihluta sól- arhringsins á veturna, er mikil þörf fyrir þessa fæðutegund. En hvers vegna? Næringargildi lýsis og mikil- vægi lýsis í lýsinu er bæði A- og D-vítamín. Lýsið er besti gjafinn fyrir D-víta- mín. Að vísu fær flest fólk, sem lifir í sólríkum löndum, nægilega mikið af þessu vítamíni. Það _er vegna þess að sólin stuðlar að myndun D-vítamíns í líkamanum. Mikilvægi D-vítamíns felst í því að það eykur frásog kalks og stuðl- ar þannig að því að auka nýtingu þess. í lýsi eru lífsnauðsynlegar fitu- sýrur sem hafa mikil áhrif á lík- amsstarfsemina. Til þessara fitu- sýra teljast linolsýra, línolensýra og árakidonsýra. Þessar sýrur breytast í svokölluð prostaglandín, sem hafa áhrif t.d. á blóðþrýsting, blóðstorknun og æðasamdrátt. Ein fitusýra, fikósapentaen oic- sýra, virðist virka gegn blóðflögu- myndun. Talið er að mjög lága tíðni kransæðasjúkdóma meðal eskimóa megi rekja til þessarar sýru, sem þeir fá í miklu magni vegna mikill- ar neyslu á sjávardýrum. Fjölómettaðar fitusýrur, sem eru meginuppistaðan í lýsinu, draga úr og hamla gegn of hárri blóðfitu. En eins og flestir vita er of há blóðfita einn af áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Hinir þættirn- ir eru reykingar, of hár blóðþrýst- ingur og offita. Lokaorð Þó svo að lýsi sé mikilvægt fyrir börn má ekki gleyma því að lýsið skiptir ekki siður máli fyrir þá sem eldri eru. Neysla lýsis strax á unga aldri stuðlar í senn að því að bæði verður bein- og tannmyndun betri auk þess sem möguleiki er á að draga úr líkum á því að fá hjarta- og æðasjúkdóma seinna á ævinni. Eitt atriði ber að hafa í huga við lýsisnotkun og það er að fara nákvæmlega eftir þeim leiðbein- ingum sem gefnar eru upp á merk- ingum. Þetta er mikilvægt vegna þess að bæði A- og D-vítamín eru fituleys- anleg vítamín og safnast fyrir í lifur. Ef um mikla ofnotkun er að ræða í töluverðan tíma er sú hætta fyrir hendi að viðkomandi verði fyrir eiturverkunum sem lýsa sér meðal annars í slappleika, minnkaðri matarlyst og höfuðverk. . Edekssýran dugar ekki á kaffivélina Nú fyrir nokkru birtist hér á neyt- endasíðunni heilræði um hvernig hreinsa má kaffivélar með ediks- blöndu. Gunnar Karlsson, fram- kvæmdastjóri kaffibrennslunnar á Akureyri, hringdi og gerði athuga- semd við þetta heillaráð. Gunnar segir að þetta efni komi ekki að gagni en það er notað víða erlendis þar sem mikið kalk er í vatni. Því er ekki fyrir að fara hér og er vandamálið það að í því yfir- borðsvatni, sem við notum, er mikið af lífrænum efnum sem smám saman stífla vélarnar, auk þess sem fita myndast af kaffinu og leiðir til þess að skán sest innan á könnurnar. Gunnar benti á hreinsiefni fyrir sjálfvirkar kaffivélar sem áður hefur verið fjallað um hér á síðunni og virðist vinna á þeim efnum sem valda stíflunum og skán í kaffivélum. Þetta efni er engu hættuminna en venju- legt uppþvottaefni en á þó að öðru leyti ekkert sameiginlegt með því. Það fæst í flestum matvöruverslun- um undir heitinu „hreinsiefni fyrir sjálfvirkar kaffivélar". - S.Konn. Meðaltalskostnaður- innyfirárið níirt- lega 3 þúsund krónur „Seðillinn fyrir desember er hvorki verri né betri en venjulega. Ársupp- gjör hljóðar upp á 189.992 kr. fyrir mat og hreinlætisvörur eða 15.833 kr. pr. mánuð. Mér finnst það skipta mestu máli en ekki hvenær keypt er í kistuna eða borðað upp úr henni. Þar sem við erum fimm i heimili gerir þessi eyðsla hjá okkur rúml. 3 þús. kr. á mann á mánuði til jafnaðar allt árið. Um liðinn „annað“ er að að segja að hann er svo misjafn hjá fólki, hvort verið er að kaupa húsnæði eða byggja. Ég læt þann lið því eiga sig. „Ein úr Grindavík“. Eigum fyrirliggí311(11 allar g*** sRrifstoiulaúsgagria Ath. sérstaklega nýju skermaveggina, hannaðaaf Sturlu Má Jónssyni FHI. Sérverslun skrifstofuhúsgögn Á. GUÐMUNDSSON Skemmuvegi 4, Kópavogi, sími 73100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.