Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Síða 11
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986. 11 Viðtalið EIGUM ÓTRÚLEGT ÚRVAL PICKUP-BÍLA Val á greiðslukjörum: 20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur eða lánagreiðslur í allt að tvö ár. Tökum flesta notaða bíla upp í nýja. FLUG 0G BALL — á skemmtun hjá Leikfélagi Selfoss Frá Regínu Thorarensen, fréttarit- ara DV á Selfossi: Leikfélag Reykjavíkur fór í árlega leikferð fyrrí hlutann í janúar og var haldin skemmtun á Borg, Grímsnesi. Yfirskrift leikferðarinnar í ár var „Flug og ball“. Var öll dagskráin svo og allar skreytingar unnar út frá því. Dagskráin hófst strax og gestir lögðu af stað frá Selfossi í rútu er flutti þá upp á Borg. Allir gestirnir höfðu fengið vegabréf og voru þau könnuð áður en flug 666 TF-JÓK lagði upp. Húsinu hafði verið breytt í flugvél og öll dagskrá miðaðist síðan við þessa flugferð. Skemmtu allir sér mjög vel fram eftir nóttu við undir- leik hljómsveitarinnar Pókus. Lögmannafélagið: VILL HÆSTARÉTT ISAFNAHÚSIÐ Stjórn Lögmannafélagsins hefur tekið undir ábendingar Dómarafé- lags Islands um að Safnahúsið við Hverfisgötu verði gert að dómhúsi Hæstaréttar þegar núverandi starf- semi flyst úr húsinu. Segir í ályktun frá félaeinu að aðstaða Hæstaréttar nú sé með öllu óviðunandi. Hér sé því um tilvalið tækifæri að ræða til að bæta úr brýnni húsnæðisþörf. Var ályktunin send dómsmálaráð- herra og fjármálaráðherra. -KÞ NISSAN PICKUP TROMPIÐ SEM SLÆR í GEGN Hann er kominn KR-ingur flugrekstrar- stjóri Flugleiða Þrjár myndarlegar áramótabrennur voru í Neskaupstað um áramótin. Þetta er ein þeirra. DV-mynd Þorgerður Neskaupstaður: Áríð kvattmeð viðhöfn Frá Þorgerði Malmquist, fréttaritara DV í Neskaupstað: Árið 1985 var kvatt hér í Neskaup-. stað með brennum og flugeldum í austan andvara eftir mikinn snjóak- afla um og fyrir jól. Olli hann ferða- löngunum er sóttu okkur heim og þeim er fóru héðan til vina og ætt- ingja yfir hátíðarnar miklum erfið- leikum. Hér fara hjól atvinnulífsins senn að snúast á fullu eftir að sjómenn og landverkafólk hafá haft það gott yfir hátíðarnar. Fyrsta skipið hélt til veiða 2. jan- úar síðastliðinn og síðan hvert af öðru. Hefst þá vinna í frystihúsi og saltfiskverkun af fullum krafti. Engar hjólskálar - Hægt að ferma hann og afferma á þrjá vegu - Burðargeta ca. 1100 kg. Hentar öllum starfsgreinum. Verð kr. 471.000,- „Mér finnst mjög gott að fá að spreyta mig í nýju starfi og er fullur áhuga,“ sagði Guðmundur Pálsson viðskiptafræðingur í viðtalinu. Hann hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða. Á öðrum degi í nýju starfi var hann bjartsýnn á tilbreytinguna og sagði þetta nýja starf vera mjög frábrugðið fyrri störfum hjá Flug- leiðum. Guðmundur Pálsson hefur starfað hjá Flugleiðum í ellefu ár. Hann lauk námi 1 viðskiptafræðideild Háskóla íslands árið 1974. Þá hóf hann strax störf hjá Flugleiðum, hafði verið í sumarafleysingum hjá Loftleiðum á háskólaárunum. Fyrstu árin var Guðmundur fulltrúi forstöðumanns hagdeildar fyrirtækisins. Síðustu sex árin hefur hann verið forstöðumaður fjárreiðudeildarinnar. Hann tekur nú við starfi Erlings Aspelund sem er orðinn forstjóri Ferðaskrifstof- unnar Úrvals. Fer á skíði í frístundum „Ég hef þurft að ferðast töluvert í fyrri störfum, en það er innan þeirra marka að ég hef enn ánægju af ferða- lögum,“ sagði yfirmaður flugrekstr- arsviðs Flugleiða. Fyrir utan það að hafa áhuga á starfinu hefur Guð- mundur áhuga á íþróttum og útivist. Hann stundar skíði þegar færi gefst. „Ég spila alltaf tvisvar í viku fót- bolta við mína gömlu skólafélaga úr Versló, spilaði með KR á yngri árum,“ svaraði hann spurningum um áhugamál. Guðmundur Pálsson er fæddur í Reykjavík, í vesturbænum, en báðar ættir rekur hann vestur á firði. KR-ingurinn býrí Hafnarfirði. Tilviljun „Það er tilviljun að ég hóf minn búskap í Hafnarfirði, en þar er gífur- lega gott að búa. Þar er stutt í alla þjónustu og tiltölulega stutt í vinn- una,“ sagði Guðmundur um búset- una í Hafnarfirði. Eiginkona hans er íris Dungal, flugfreyja hjá Flug- leiðum, og eiga þau tvo syni, átta og ellefu ára gamla. „Já, ég er jafnréttissinni. Málið er nú farið að léttast, en auðvitað hef ég tekið til hendinni við heimilis- störfin og uppeldið. Það þýðir ekkert annað," svaraði hann aðspurður um stöðu heimilismála sem skapast vegna starfs eiginkonunnar. Og að sjálfsögðu líkar viðmæl- anda okkar mjög vel að starfa hjá Flugleiðum. - f>G Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða. DV-mynd PK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.