Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ
Ritstjóm, auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022
Hafir þú ábendingu '
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í OV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1986.
Helgi
Pétursson
hættir á
Tímanum
Helgi Pétursson, ritstjóri Tímans,
hefur látið af daglegri ritstjórn
blaðsins næstu þrjá mánuðina. Hvað
tekur við eftir þann tíma er óákveðið.
„Ég hef ákveðið að sinna þeim
fjölmiðlaviðræðum sem eiga sér stað
um þessar rnundir," sagði Helgi.
Hann á inni þriggja mánaða frí sem
hann hyggst nota til þessara starfa.
Tíminn yrði að leiða í ljós hvað hann
' tæki sér fyrir hendur að þeim tíma
liðnum.
Hann neitaði því að þessi ákvörðun
hans væri tekin vegna samstarfsörð-
ugleika við nýja stjórnendurTímans.
„Ég tel að blaðið sé nú komið í
nokkuð fastar skorður. Það er mitt
mat að ég geri meira gagn í því að
reyna að fá niðurstöðu í þeirri um-
ræðu sem á sér stað í sambandi við
breyttar aðstæður í fjölmiðlamálum.
Ég hef tekið þátt í þessum viðræðum
undanfarið. Ef það á eitthvað að
’ gera í þessum máium tei ég það vera
mikilvægt að það sé gert núna,“
sagði Helgi Pétursson.
Kristinn Finnbogason, stjórnar-
maður Tímans, sagðist ekki vita um
þessa ákvörðun Helga. Engin ák-
vörðun hefði því verið tekin um eftir-
mann hans. Kristinn sagðist búast
við að nú um mánaðamótin yrði
tekin ákvörðun um hversu margir
starfsmenn NT yrðu endurráðrir hjá
hinu nýja dagblaði, Tímanum. -APH
Ráðist á íslenskar
stúlkurí London
Tvær íslenskar stúlkur urðu fyrir
^líkamsárás í nágrenni Lundúnaborg-
ar um síðustu helgi.
Eftir áreiðanlegum heimildum DV
réðust á þær kynferðisafbrotamenn.
Stúlkurnar kærðu atburðinn og hafa
verið í yfirheyrslum.
Stúlkurnar hafa dvalist um nokk-
urt skeið í Bretlandi við vinnu.
-ÞG
HEIMSKERFI TIL
HEIMANOTA
LOKI
Er það ekki fulllangt geng-
ið af framsóknarmaddö-
munni að bjóða fram
klofið?
græða eiga /á
„Þróunarfélag íslands hf. er í
tveim möppum hérna hjá mér,“
segir Davíð Scheving Thorsteins-
son, forstjóri Sólar hf. og formaður
félagsins. Hann segir að hingað til
hafi starfsemi stjórnarinnár snúist
um að ræða við menn og safna
hugmyndum um arðbær verkefni.
Búið er að innheimta fjórðung
hlutíifjár, 80 milljónir króna. Næst
á dagskrá er að ráða framkvæmda-
stjóra.
Hlutafé félagsins er320 milljónir
króna. Fjórðungurinn greiðist
núna og afgangurinn á næstu þrem
árum. „Gallinn er sá að þeir pen-
ingar koma óverðtryggðir og
vaxtalausir. Raunvirði hlutafjár-
ins verður því varla 200 milljónir
króna þegar upp verður staðið,"
segir Davíð. Til viðbótar við 80
milljóna innborgun hlutafjár
núna er Þróunarfélaginu heimilt
taka 290 milljóna króna lán á
Þátttaka Þróunarfélagsins í
áhugaverðura og ábatasömum
verkefnum á þessu ári getur þannig
numið allt að 350 milljónum króna
eða þar um bil. - HERB
Togarínn
kominn að
bryggjuá
Höfn
Togarinn Þórhallur Daníelsson kominn að bryggju á Höfn eftir að dælt var úr skipinu.
DV-mynd Ragnar Imsland
Frá fréttaritara DV, Júlíu Ims-
land, Höfn í Hornafirði:
Snemma í gærmorgun tókst að
dæla öllum sjó úr togaranum Þór-
halli Daníelssyni og koma honum
að bryggju. Fengin var flugvél sem
flutti rafmagnsvatnsdælu frá
Reykjavík en sú dæla reyndist bi-
luð og því algjörlega ónothæf. Þá
var það notað sem til er á staðnum,
dælur frá Hafnarhreppi, slökkvi-
liðinu, Steinunni s/f og seinast
loðnudæla frá loðnubræðslunni á
Höfn. Fregnir þess efnis að kraft-
mikla dælan frá Reykjavík hafi
ráðið úrslitum í dælingunni eru því
alrangar.
Unnið hefur verið nótt og dag við
björgun togarans. Ekki er ákveðið
enn hvort gert verður við hann hér
heima.
Með ólíkindum þykir að þessi
atburður skuli hafa gerst í Horna-
fjarðarhöfn sem er án efa ein ör-
uggasta höfn landsins. - KB
Neskaupstaður:
ALLTIHAALOFTIUT
AF STÖÐUVEITINGU
Miklar deilur eru á Neskaupstað
vegna ráðningar framkvæmda-
stjóra Fjórðungssjúkrahússins þar
í bæ. Á bæjarstjórnarfundi þar í
fyrradag, þegar gengið var til at-
kvæða um ráðninguna, lá við „að
allt spryngi í loft upp“, eins og einn
Neskaupstaðarbúi orðaði það.
„Við sættum okkur ekki við þetta
og þá einkum störf nefndarinnar.
Þarna ræður pólitík greinilega
ferðinni," sagði Sigurbjörg Egils-
dóttir, annar fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjóm, en þeir
tveir greiddu atkvæði gegn ráðn-
ingunni.
Um stöðuna sóttu sex menn, bæði
austanmenn og Reykvíkingar. Sá
sem hlaut hnossið er Neskaupstað-
arbúi, Kristinn ívarsson, húsa-
smiður að mennt.
í lögum um ráðningu á borð við
þessa skal sérskipuð þriggja manna
nefnd fjalla um umsækjendur. í
henni sitja Jón lngimarsson, skrif-
stofustjóri í heilbrigðisráðuneyt-
inu, Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri
Ríkisspítalanna, og Eggert Brekk-
an, sjúkrahúslæknir á Neskaup-
stað. Er óheimilt að kjósa milli
annarra en þeirra sem nefndin
mælir með. í þessu tilviki sagði
nefndin aðeins einn hæfan, þann
sem hlaut stöðuna.
í atkvæðagreiðslunni í bæjar-
stjórn greiddu 5 atkvæði með ráðn-
ingu Kristins, 2 sátu hjá og 2 voru
á nióti.
„Við bárum fram tillögu á fund-
inum um það að fresta ráðningunni
um mánuð til að nefndin gæti fjall-
að um hina umsækjendurna, sem
við teljum einnig hæfa,“sagði Sig-
urbjörg. „Því var hafhað og því
greiddum við atkvæði gegn tillög-
unni. Með því vorum við að mót-
mæla vinnubrögðum nefndarinnar.
f fyrsta lagi kom þessi nefnd aldrei
saman til að fjalla um umsækjend-
urna. í öðru lagi er greinilegt að
nefndin hefur ekki kynnt sér feril
hinna umsækjendanna. Við teljum
þetta því pólitískt raál, enda sá sem
fékk stöðuna yfirlýstur alþýðu-
bandalagsmaður.11
Þá má geta þess að þeir tveir, sem
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna,
eru framsóknarmennimir í bæjar-
stjórninni. Þeir létu bóka á fundin-
um mótmæli gegn störfum nefndar-
innar. - KÞ
Pétur fær
\
stuðning
- f lugumferðarstjórar
fresta vinnustöðvun
Stjórn Félags íslenskra flugum-
ferðarstjóra ákvað síðdegis í gær að
fresta vinnustöðvun sem vera átti í
dag. Vegna eindreginna óska ráð-
herra og fyrirheita um viðræðufund
á morgun var þessum „varnarað-
gerðum" frestað fram yfir þær við-
ræður.
Stór hluti annarra starfsmanna
Flugmálastjórnar, 77 starfsmenn,
skrifaði i gær undir þessa yfirlýs-
i
i
íngu:
„Við teljum Pétur Einarsson flug-
málastjóra mjög hæfan stjórnanda
og að hann hafi lagt sig sérstaklega
fram um að halda góðu samstarfi við
okkur, starfsfólk stofnunarinnar.“
Varaflugmálastj óri og þrír fram-
kvæmdastjórar Flugmálastjórnar
sendu einnig frá sér yfirlýsingu i
gær: „Að okkar mati hefur Pétur
Einarsson gengið sköruglega fram í
þessari deilu og látið einn brjóta á
sér í þeim þætti deilunnar sem snýr
að fjölmiðlum," sögðu þeir meðal
annars. -KMU.
i
i
i
i
i
á